Stjórnarformaður RÚV hinn ánægðasti með nýju siðareglurnar Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2016 15:20 Guðlaugur formaður segir siðareglur gerðar til að hlutlægni gæti í störfum fréttamanna og að viðskiptavinum, viðmælendum eða umfjöllunarefni sé sýndur fyllsti heiðarleiki og sanngirni. Nýjar siðareglur RÚV hafa verið til umfjöllunar að undanförnu og hefur Vísir greint frá harðri gagnrýni á þær, meðal annars teljast þær stangast á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár auk þess sem mönnum finnst einkennilegt að starfsmönnum sé gert að klaga kollega sína telji þeir þá gerast sekir um brot gegn reglum. Guðlaugur G. Sverrisson formaður stjórnar RÚV er hins vegar ánægður með nýjar siðareglur. „Ég er ánægður með starfsmenn hafi sett sér siðareglur og haft um það góð og opin vinnubrögð. Ég er einnig ánægður með að heyra frá útvarpsstjóra að mikil og góð skoðanaskipti áttu sér stað á meðal starfsmanna RÚV er nefndin var að störfum. Mjög margar starfsstéttir og mörg félög á markaði setja sér siðareglur. Það er gert til þess að gæta hlutlægni í störfum sínum og sýna viðskiptavinum, viðmælendum eða umfjöllunarefni fyllsta heiðarleika og sanngirni. Ég tel að starfsfólk RÚV hafi náð vel utan um þessi markmið með nýju siðareglunum.“Þörfin á nýjum siðareglum Friðrik Þór Guðmundsson, sem á sæti í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands og er sérfróður um siðareglur, segir nýjar siðareglur stangast á við siðareglur BÍ. Og hann spyr hvað það hafi verið sem kallaði á nýjar siðareglur?Guðlaugur G. er harla ánægður með nýjar siðareglur RÚV.visir/arnþór„Það voru til fréttareglur fyrir fréttamenn RÚV. Aðrar siða- og samskiptareglur voru ekki til fyrir aðra starfsmenn félagsins. Nýjar siðareglur Ríkisútvarpsins ná til allra starfsmanna félagsins sem eru hátt í þrjúhundruð talsins enda segir í siðareglunum,“ segir Guðlaugur og vitnar í hinar nýju reglur: „Starfsfólk kappkostar að vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð, gegnir störfum sínum af metnaði, heiðarleika og virðingu og hefur í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi.”Siðareglur RÚV ekki einkamál RÚV-verja Nýjar siðareglur geta þó tæplega talist einkamál RÚV, það hlýtur að varða samfélagið allt ef ríkisstofnun setur sér siðareglur sem hugsanlega stangast á við stjórnarskrá. Og, Guðlaugur fellst á það að nýjar siðareglur, þær hljóti að hafa áhrif á fjölmiðlun alla í landinu. „Ég var eingöngu að benda á þá staðreynd að stjórn RÚV var látin fylgjast með starfi nefndar starfsmanna um setning siðareglna alveg frá byrjun og allt tal um annað er ekki satt,“ segir Guðlaugur og vísar til orða Marðar Árnasonar sem sagðist, í samtali við Vísi, hafa séð eftir því að hafa ekki kallað eftir drögum áður en siðareglurnar voru samþykktar.Eftiráskýringar Bjargar Evu „Eins langaði mig að vekja athygli á að skýringar Björgu Evu stangast á við áðurnefnt viðtal sem hún átti við Sigurlaugu Jónasdóttur að mig minnir í upphafi árs 2016,“ segir Guðlaugur – en hann vill meina að það hafi legið fyrir um þó nokkurn tíma að Björg Eva ætlaði að láta af stjórnarsetu. Það sagði hún í áðurnefndu viðtali, frá 6. janúar: „Ég ætla að hætta núna, út af því - það er líka prinsippmál. Það voru mjög góðar breytingar sem átti að gera og voru gerðar en var snúið við með, að stjórnin væri ekki svona pólitísk. Og ef þær reglur giltu, þá væri ég nú orðin óhæf til þess að sitja í stjórn af því að ég orðinn flokkur og fulltrúi flokks meira en annað.“ Tengdar fréttir Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. 12. apríl 2016 16:38 Starfsmönnum RÚV ber að kæra kollega fyrir meint brot Sérfræðingar telja augljóst að nýjar siðareglur RÚV stangist á við stjórnarskrá og þeim þurfi að breyta hratt og örugglega. 13. apríl 2016 12:20 RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Nýjar siðareglur RÚV hafa verið til umfjöllunar að undanförnu og hefur Vísir greint frá harðri gagnrýni á þær, meðal annars teljast þær stangast á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár auk þess sem mönnum finnst einkennilegt að starfsmönnum sé gert að klaga kollega sína telji þeir þá gerast sekir um brot gegn reglum. Guðlaugur G. Sverrisson formaður stjórnar RÚV er hins vegar ánægður með nýjar siðareglur. „Ég er ánægður með starfsmenn hafi sett sér siðareglur og haft um það góð og opin vinnubrögð. Ég er einnig ánægður með að heyra frá útvarpsstjóra að mikil og góð skoðanaskipti áttu sér stað á meðal starfsmanna RÚV er nefndin var að störfum. Mjög margar starfsstéttir og mörg félög á markaði setja sér siðareglur. Það er gert til þess að gæta hlutlægni í störfum sínum og sýna viðskiptavinum, viðmælendum eða umfjöllunarefni fyllsta heiðarleika og sanngirni. Ég tel að starfsfólk RÚV hafi náð vel utan um þessi markmið með nýju siðareglunum.“Þörfin á nýjum siðareglum Friðrik Þór Guðmundsson, sem á sæti í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands og er sérfróður um siðareglur, segir nýjar siðareglur stangast á við siðareglur BÍ. Og hann spyr hvað það hafi verið sem kallaði á nýjar siðareglur?Guðlaugur G. er harla ánægður með nýjar siðareglur RÚV.visir/arnþór„Það voru til fréttareglur fyrir fréttamenn RÚV. Aðrar siða- og samskiptareglur voru ekki til fyrir aðra starfsmenn félagsins. Nýjar siðareglur Ríkisútvarpsins ná til allra starfsmanna félagsins sem eru hátt í þrjúhundruð talsins enda segir í siðareglunum,“ segir Guðlaugur og vitnar í hinar nýju reglur: „Starfsfólk kappkostar að vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð, gegnir störfum sínum af metnaði, heiðarleika og virðingu og hefur í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi.”Siðareglur RÚV ekki einkamál RÚV-verja Nýjar siðareglur geta þó tæplega talist einkamál RÚV, það hlýtur að varða samfélagið allt ef ríkisstofnun setur sér siðareglur sem hugsanlega stangast á við stjórnarskrá. Og, Guðlaugur fellst á það að nýjar siðareglur, þær hljóti að hafa áhrif á fjölmiðlun alla í landinu. „Ég var eingöngu að benda á þá staðreynd að stjórn RÚV var látin fylgjast með starfi nefndar starfsmanna um setning siðareglna alveg frá byrjun og allt tal um annað er ekki satt,“ segir Guðlaugur og vísar til orða Marðar Árnasonar sem sagðist, í samtali við Vísi, hafa séð eftir því að hafa ekki kallað eftir drögum áður en siðareglurnar voru samþykktar.Eftiráskýringar Bjargar Evu „Eins langaði mig að vekja athygli á að skýringar Björgu Evu stangast á við áðurnefnt viðtal sem hún átti við Sigurlaugu Jónasdóttur að mig minnir í upphafi árs 2016,“ segir Guðlaugur – en hann vill meina að það hafi legið fyrir um þó nokkurn tíma að Björg Eva ætlaði að láta af stjórnarsetu. Það sagði hún í áðurnefndu viðtali, frá 6. janúar: „Ég ætla að hætta núna, út af því - það er líka prinsippmál. Það voru mjög góðar breytingar sem átti að gera og voru gerðar en var snúið við með, að stjórnin væri ekki svona pólitísk. Og ef þær reglur giltu, þá væri ég nú orðin óhæf til þess að sitja í stjórn af því að ég orðinn flokkur og fulltrúi flokks meira en annað.“
Tengdar fréttir Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. 12. apríl 2016 16:38 Starfsmönnum RÚV ber að kæra kollega fyrir meint brot Sérfræðingar telja augljóst að nýjar siðareglur RÚV stangist á við stjórnarskrá og þeim þurfi að breyta hratt og örugglega. 13. apríl 2016 12:20 RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. 12. apríl 2016 16:38
Starfsmönnum RÚV ber að kæra kollega fyrir meint brot Sérfræðingar telja augljóst að nýjar siðareglur RÚV stangist á við stjórnarskrá og þeim þurfi að breyta hratt og örugglega. 13. apríl 2016 12:20
RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05