Í húfi er lýðræðið Marc Fleurbaey skrifar 14. apríl 2016 07:00 Ísland er býsna áhugavert land. Íbúar eru þar fáir og því er þar hægara um vik en í fjölmennari ríkjum að gera tilraunir að því er varðar samfélagsgerð, og brydda upp á nýjungum. Þar voru til dæmis stjórnendur bankastofnana kallaðir til ábyrgðar vegna þess sem gerðist árið 2008, en í öðrum löndum höfðu menn ekki kjark til þess. Stjórnarskrárdrögin sem samin voru 2012 eru annað merkilegt og byltingarkennt afrek. Í því ferli var grasrótin lögð til grundvallar og kallaðir voru saman fjölmargir borgarar á þjóðfundi sem skilgreindu grunngildi þjóðarinnar. Síðan var kjörin fámennari nefnd sem hélt áfram að vinna við verkefnið með fáséðu gagnsæi. Árangurinn er einstök blanda alþýðlegrar visku og sérfræðiþekkingar. Kannski er það þess vegna sem umrædd stjórnarskrá komst ekki í gegnum þingið. Hvað er í húfi? Ef til vill er það sjálft lýðræðið í innsta eðli sínu. Til er tvenns konar skilningur á hugtakinu lýðræði. Annars vegar er sá sem mest ber á í almennri umræðu um „lýðræðisríki“, en hann er meðal annars fenginn hjá austurrísk-bandaríska hagfræðingnum Joseph Schumpeter. Þar er litið til lýðræðis í stofnunum, þar sem gert er ráð fyrir því að keppt sé um opinberar stöður, og kosningakerfi með þátttöku flestra hæfra einstaklinga. Í sumum ríkjum er minna lýðræði en í öðrum, þar sem kjósendum er gert erfitt um vik að komast á kjörstað, mörk kjördæma eru færð til í því skyni að skapa þannig tiltekinn meirihluta, eða útiloka tiltekin pólitísk samtök frá þátttöku á vafasömum grunni. Í stuttu máli byggist þessi skilningur lýðræðis á því að opið og gagnsætt kosningakerfi nægi til að lýðræði dafni. Þá er til annar skilningur á lýðræði, sem alþýðuviska staðfestir yfirleitt. Þar er ekki litið á lýðræði sem pólitíska samkeppni, heldur sem möguleika allra til þess að taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á líf manna, á öllum sviðum, og ekki aðeins að því er varðar stjórnmál í þröngum skilningi. Samkvæmt þessum skilningi, sem vissulega gerir meiri kröfur, er lýðræði ábótavant þegar lykilákvarðanir, sem hafa áhrif á líf ríkisborgaranna, mótast af elítum sem ekki eru kosnar, og þrýstihópum. Í þessu tilviki eru það sérhagsmunahópar, sem stjórna fjölmiðlunum, og oft er kosningabarátta fjármögnuð eftir leynilegum leiðum. Þessi skilningur nær hljómgrunni í alþýðuvisku, þar sem allir vilja hafa stjórn á eigin lífi, og slík stjórn er útilokuð þegar fámennisstjórn nær völdum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Þessi skilningur á lýðræðishugtakinu er í fullkomnu samræmi við aukna þátttöku kvenna í valdastólum, bæði innan fjölskyldunnar og í samfélaginu, valdatöku hagsmunaaðila við stjórn fyrirtækja, og aukna stjórn borgara að því er varðar efnahags- og félagsmál.Ber þátttökulýðræðinu fagurt vitni Víkur þá sögunni aftur að íslensku stjórnarskrárdrögunum. Þau voru samin með opinni þátttöku fjölda einstaklinga, og ber það eitt þátttökulýðræðinu fagurt vitni. Auk þess stefnir sá texti í sömu átt. Hann kveður ekki aðeins á um grundvallarmannréttindi og grunnstofnanir þingræðis. Þar er líka krafist gagnsæis í eignarhaldi á fjölmiðlum og fjármögnun stjórnmálaflokka, gagnsæi í allri opinberri stjórnsýslu, og þar er líka kveðið á um rétt til mannsæmandi lífs og almannatrygginga, aðgang að heilsugæslu og menntun, þar eru settar skorður á eign og nýtingu náttúruauðlinda til þess að vernda almannahagsmuni og komandi kynslóðir, þar er gert ráð fyrir lausn hagsmunaárekstra á Alþingi. Öll þessi ákvæði er unnt að skilja sem svo, að ríkisborgarar eru hvattir til þess að stjórna lífi sínu í auknum mæli, einnig eigin hagsmunum og sameiginlegum hagsmunum. Er það þetta sem starfandi stjórnmálamenn óttast?Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er býsna áhugavert land. Íbúar eru þar fáir og því er þar hægara um vik en í fjölmennari ríkjum að gera tilraunir að því er varðar samfélagsgerð, og brydda upp á nýjungum. Þar voru til dæmis stjórnendur bankastofnana kallaðir til ábyrgðar vegna þess sem gerðist árið 2008, en í öðrum löndum höfðu menn ekki kjark til þess. Stjórnarskrárdrögin sem samin voru 2012 eru annað merkilegt og byltingarkennt afrek. Í því ferli var grasrótin lögð til grundvallar og kallaðir voru saman fjölmargir borgarar á þjóðfundi sem skilgreindu grunngildi þjóðarinnar. Síðan var kjörin fámennari nefnd sem hélt áfram að vinna við verkefnið með fáséðu gagnsæi. Árangurinn er einstök blanda alþýðlegrar visku og sérfræðiþekkingar. Kannski er það þess vegna sem umrædd stjórnarskrá komst ekki í gegnum þingið. Hvað er í húfi? Ef til vill er það sjálft lýðræðið í innsta eðli sínu. Til er tvenns konar skilningur á hugtakinu lýðræði. Annars vegar er sá sem mest ber á í almennri umræðu um „lýðræðisríki“, en hann er meðal annars fenginn hjá austurrísk-bandaríska hagfræðingnum Joseph Schumpeter. Þar er litið til lýðræðis í stofnunum, þar sem gert er ráð fyrir því að keppt sé um opinberar stöður, og kosningakerfi með þátttöku flestra hæfra einstaklinga. Í sumum ríkjum er minna lýðræði en í öðrum, þar sem kjósendum er gert erfitt um vik að komast á kjörstað, mörk kjördæma eru færð til í því skyni að skapa þannig tiltekinn meirihluta, eða útiloka tiltekin pólitísk samtök frá þátttöku á vafasömum grunni. Í stuttu máli byggist þessi skilningur lýðræðis á því að opið og gagnsætt kosningakerfi nægi til að lýðræði dafni. Þá er til annar skilningur á lýðræði, sem alþýðuviska staðfestir yfirleitt. Þar er ekki litið á lýðræði sem pólitíska samkeppni, heldur sem möguleika allra til þess að taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á líf manna, á öllum sviðum, og ekki aðeins að því er varðar stjórnmál í þröngum skilningi. Samkvæmt þessum skilningi, sem vissulega gerir meiri kröfur, er lýðræði ábótavant þegar lykilákvarðanir, sem hafa áhrif á líf ríkisborgaranna, mótast af elítum sem ekki eru kosnar, og þrýstihópum. Í þessu tilviki eru það sérhagsmunahópar, sem stjórna fjölmiðlunum, og oft er kosningabarátta fjármögnuð eftir leynilegum leiðum. Þessi skilningur nær hljómgrunni í alþýðuvisku, þar sem allir vilja hafa stjórn á eigin lífi, og slík stjórn er útilokuð þegar fámennisstjórn nær völdum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Þessi skilningur á lýðræðishugtakinu er í fullkomnu samræmi við aukna þátttöku kvenna í valdastólum, bæði innan fjölskyldunnar og í samfélaginu, valdatöku hagsmunaaðila við stjórn fyrirtækja, og aukna stjórn borgara að því er varðar efnahags- og félagsmál.Ber þátttökulýðræðinu fagurt vitni Víkur þá sögunni aftur að íslensku stjórnarskrárdrögunum. Þau voru samin með opinni þátttöku fjölda einstaklinga, og ber það eitt þátttökulýðræðinu fagurt vitni. Auk þess stefnir sá texti í sömu átt. Hann kveður ekki aðeins á um grundvallarmannréttindi og grunnstofnanir þingræðis. Þar er líka krafist gagnsæis í eignarhaldi á fjölmiðlum og fjármögnun stjórnmálaflokka, gagnsæi í allri opinberri stjórnsýslu, og þar er líka kveðið á um rétt til mannsæmandi lífs og almannatrygginga, aðgang að heilsugæslu og menntun, þar eru settar skorður á eign og nýtingu náttúruauðlinda til þess að vernda almannahagsmuni og komandi kynslóðir, þar er gert ráð fyrir lausn hagsmunaárekstra á Alþingi. Öll þessi ákvæði er unnt að skilja sem svo, að ríkisborgarar eru hvattir til þess að stjórna lífi sínu í auknum mæli, einnig eigin hagsmunum og sameiginlegum hagsmunum. Er það þetta sem starfandi stjórnmálamenn óttast?Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun