Í húfi er lýðræðið Marc Fleurbaey skrifar 14. apríl 2016 07:00 Ísland er býsna áhugavert land. Íbúar eru þar fáir og því er þar hægara um vik en í fjölmennari ríkjum að gera tilraunir að því er varðar samfélagsgerð, og brydda upp á nýjungum. Þar voru til dæmis stjórnendur bankastofnana kallaðir til ábyrgðar vegna þess sem gerðist árið 2008, en í öðrum löndum höfðu menn ekki kjark til þess. Stjórnarskrárdrögin sem samin voru 2012 eru annað merkilegt og byltingarkennt afrek. Í því ferli var grasrótin lögð til grundvallar og kallaðir voru saman fjölmargir borgarar á þjóðfundi sem skilgreindu grunngildi þjóðarinnar. Síðan var kjörin fámennari nefnd sem hélt áfram að vinna við verkefnið með fáséðu gagnsæi. Árangurinn er einstök blanda alþýðlegrar visku og sérfræðiþekkingar. Kannski er það þess vegna sem umrædd stjórnarskrá komst ekki í gegnum þingið. Hvað er í húfi? Ef til vill er það sjálft lýðræðið í innsta eðli sínu. Til er tvenns konar skilningur á hugtakinu lýðræði. Annars vegar er sá sem mest ber á í almennri umræðu um „lýðræðisríki“, en hann er meðal annars fenginn hjá austurrísk-bandaríska hagfræðingnum Joseph Schumpeter. Þar er litið til lýðræðis í stofnunum, þar sem gert er ráð fyrir því að keppt sé um opinberar stöður, og kosningakerfi með þátttöku flestra hæfra einstaklinga. Í sumum ríkjum er minna lýðræði en í öðrum, þar sem kjósendum er gert erfitt um vik að komast á kjörstað, mörk kjördæma eru færð til í því skyni að skapa þannig tiltekinn meirihluta, eða útiloka tiltekin pólitísk samtök frá þátttöku á vafasömum grunni. Í stuttu máli byggist þessi skilningur lýðræðis á því að opið og gagnsætt kosningakerfi nægi til að lýðræði dafni. Þá er til annar skilningur á lýðræði, sem alþýðuviska staðfestir yfirleitt. Þar er ekki litið á lýðræði sem pólitíska samkeppni, heldur sem möguleika allra til þess að taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á líf manna, á öllum sviðum, og ekki aðeins að því er varðar stjórnmál í þröngum skilningi. Samkvæmt þessum skilningi, sem vissulega gerir meiri kröfur, er lýðræði ábótavant þegar lykilákvarðanir, sem hafa áhrif á líf ríkisborgaranna, mótast af elítum sem ekki eru kosnar, og þrýstihópum. Í þessu tilviki eru það sérhagsmunahópar, sem stjórna fjölmiðlunum, og oft er kosningabarátta fjármögnuð eftir leynilegum leiðum. Þessi skilningur nær hljómgrunni í alþýðuvisku, þar sem allir vilja hafa stjórn á eigin lífi, og slík stjórn er útilokuð þegar fámennisstjórn nær völdum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Þessi skilningur á lýðræðishugtakinu er í fullkomnu samræmi við aukna þátttöku kvenna í valdastólum, bæði innan fjölskyldunnar og í samfélaginu, valdatöku hagsmunaaðila við stjórn fyrirtækja, og aukna stjórn borgara að því er varðar efnahags- og félagsmál.Ber þátttökulýðræðinu fagurt vitni Víkur þá sögunni aftur að íslensku stjórnarskrárdrögunum. Þau voru samin með opinni þátttöku fjölda einstaklinga, og ber það eitt þátttökulýðræðinu fagurt vitni. Auk þess stefnir sá texti í sömu átt. Hann kveður ekki aðeins á um grundvallarmannréttindi og grunnstofnanir þingræðis. Þar er líka krafist gagnsæis í eignarhaldi á fjölmiðlum og fjármögnun stjórnmálaflokka, gagnsæi í allri opinberri stjórnsýslu, og þar er líka kveðið á um rétt til mannsæmandi lífs og almannatrygginga, aðgang að heilsugæslu og menntun, þar eru settar skorður á eign og nýtingu náttúruauðlinda til þess að vernda almannahagsmuni og komandi kynslóðir, þar er gert ráð fyrir lausn hagsmunaárekstra á Alþingi. Öll þessi ákvæði er unnt að skilja sem svo, að ríkisborgarar eru hvattir til þess að stjórna lífi sínu í auknum mæli, einnig eigin hagsmunum og sameiginlegum hagsmunum. Er það þetta sem starfandi stjórnmálamenn óttast?Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ísland er býsna áhugavert land. Íbúar eru þar fáir og því er þar hægara um vik en í fjölmennari ríkjum að gera tilraunir að því er varðar samfélagsgerð, og brydda upp á nýjungum. Þar voru til dæmis stjórnendur bankastofnana kallaðir til ábyrgðar vegna þess sem gerðist árið 2008, en í öðrum löndum höfðu menn ekki kjark til þess. Stjórnarskrárdrögin sem samin voru 2012 eru annað merkilegt og byltingarkennt afrek. Í því ferli var grasrótin lögð til grundvallar og kallaðir voru saman fjölmargir borgarar á þjóðfundi sem skilgreindu grunngildi þjóðarinnar. Síðan var kjörin fámennari nefnd sem hélt áfram að vinna við verkefnið með fáséðu gagnsæi. Árangurinn er einstök blanda alþýðlegrar visku og sérfræðiþekkingar. Kannski er það þess vegna sem umrædd stjórnarskrá komst ekki í gegnum þingið. Hvað er í húfi? Ef til vill er það sjálft lýðræðið í innsta eðli sínu. Til er tvenns konar skilningur á hugtakinu lýðræði. Annars vegar er sá sem mest ber á í almennri umræðu um „lýðræðisríki“, en hann er meðal annars fenginn hjá austurrísk-bandaríska hagfræðingnum Joseph Schumpeter. Þar er litið til lýðræðis í stofnunum, þar sem gert er ráð fyrir því að keppt sé um opinberar stöður, og kosningakerfi með þátttöku flestra hæfra einstaklinga. Í sumum ríkjum er minna lýðræði en í öðrum, þar sem kjósendum er gert erfitt um vik að komast á kjörstað, mörk kjördæma eru færð til í því skyni að skapa þannig tiltekinn meirihluta, eða útiloka tiltekin pólitísk samtök frá þátttöku á vafasömum grunni. Í stuttu máli byggist þessi skilningur lýðræðis á því að opið og gagnsætt kosningakerfi nægi til að lýðræði dafni. Þá er til annar skilningur á lýðræði, sem alþýðuviska staðfestir yfirleitt. Þar er ekki litið á lýðræði sem pólitíska samkeppni, heldur sem möguleika allra til þess að taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á líf manna, á öllum sviðum, og ekki aðeins að því er varðar stjórnmál í þröngum skilningi. Samkvæmt þessum skilningi, sem vissulega gerir meiri kröfur, er lýðræði ábótavant þegar lykilákvarðanir, sem hafa áhrif á líf ríkisborgaranna, mótast af elítum sem ekki eru kosnar, og þrýstihópum. Í þessu tilviki eru það sérhagsmunahópar, sem stjórna fjölmiðlunum, og oft er kosningabarátta fjármögnuð eftir leynilegum leiðum. Þessi skilningur nær hljómgrunni í alþýðuvisku, þar sem allir vilja hafa stjórn á eigin lífi, og slík stjórn er útilokuð þegar fámennisstjórn nær völdum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Þessi skilningur á lýðræðishugtakinu er í fullkomnu samræmi við aukna þátttöku kvenna í valdastólum, bæði innan fjölskyldunnar og í samfélaginu, valdatöku hagsmunaaðila við stjórn fyrirtækja, og aukna stjórn borgara að því er varðar efnahags- og félagsmál.Ber þátttökulýðræðinu fagurt vitni Víkur þá sögunni aftur að íslensku stjórnarskrárdrögunum. Þau voru samin með opinni þátttöku fjölda einstaklinga, og ber það eitt þátttökulýðræðinu fagurt vitni. Auk þess stefnir sá texti í sömu átt. Hann kveður ekki aðeins á um grundvallarmannréttindi og grunnstofnanir þingræðis. Þar er líka krafist gagnsæis í eignarhaldi á fjölmiðlum og fjármögnun stjórnmálaflokka, gagnsæi í allri opinberri stjórnsýslu, og þar er líka kveðið á um rétt til mannsæmandi lífs og almannatrygginga, aðgang að heilsugæslu og menntun, þar eru settar skorður á eign og nýtingu náttúruauðlinda til þess að vernda almannahagsmuni og komandi kynslóðir, þar er gert ráð fyrir lausn hagsmunaárekstra á Alþingi. Öll þessi ákvæði er unnt að skilja sem svo, að ríkisborgarar eru hvattir til þess að stjórna lífi sínu í auknum mæli, einnig eigin hagsmunum og sameiginlegum hagsmunum. Er það þetta sem starfandi stjórnmálamenn óttast?Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar