Gef dánum ró en hinum líkn sem lifa Helgi Þorláksson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Við Kirkjustræti í Reykjavík, nánar tiltekið þar sem var bílastæði fyrir sunnan Landsímahúsið við Austurvöll, er verið að grafa upp mannabein til að rýma fyrir hóteli. Á það var bent í ræðu og riti árið 2013, þegar fyrirhugaðar hótelframkvæmdir voru kynntar, að þarna var hluti af kirkjugarði Reykvíkinga. Hann náði frá Aðalstræti og líklega allt að núverandi Austurvelli og er trúlegt að upphaf hans megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tímann. Mál er að staldra við og hugleiða sinn gang. Eins og staðan er virðist stefna borgaryfirvalda vera: Burt með forfeður og formæður, ferðamenn þurfa pláss. Á sínum tíma datt fjárfesti nokkrum í hug að þarna væri vænlegt að reisa stórt hótel og borgaryfirvöld gengu til samstarfs við hann um skipulag og hönnun. Málið var þá kynnt þannig að fyrirhuguðu hóteli fylgdu veitingastaðir og meira „líf“ í Miðbænum. Alþingi mótmælti þessum fyrirætlunum kröftuglega og hátt í 18.000 manns skrifuðu undir mótmæli. Borgaryfirvöld töldu sig hins vegar bundin af úreltu deiliskipulagi Kvosarinnar, frá 1987. Spurningin er hvort „fundur“ kirkjugarðsins við Landsímahúsið breyti ekki skipulagsforsendum. Og jafnvel þótt svo væri ekki lögformlega væri ástæða til að hugleiða virðingu við hina framliðnu. Kirkjugarðurinn var notaður fram til 1838 og talið er að enn á seinni hluta 19. aldar hafi verið jarðað fólk, þar sem núna er verið að grafa upp bein. En legsteinar molna og minningar hverfa. Þegar svo stendur á er gamall og góður siður að sýna kirkjugörðum virðingu, setja upp minningarmark um hina framliðnu og leyfa lifendum að njóta þess friðar sem hinum framliðnu er veittur. Það er gert með því að gefa lifendum kost á útivist í garðinum. Þannig hefur verið farið að í þeim hluta garðsins sem snýr að Aðalstræti og er ýmist kallaður Fógetagarður eða Víkurgarður.Smíðina ber að endurskoða Illu heilli er þar fyrirhuguð aðalaðkoma að umræddu hóteli í nýju húsi sem rísa skal meðfram Kirkjustræti þar sem beinin finnast. Smíði þessa stórhýsis ber að endurskoða í ljósi beinanna. Borgaryfirvöld ættu að vera fús til viðræðna um þetta enda hefur heldur sljákkað í þeim sem telja að áköf uppbygging hótela í Kvosinni sé heilladrjúg. Henni fylgir einsleitni og ofurfjöldi erlendra ferðamanna á þröngu svæði. Ekki er ætlandi að þeir komi til landsins til að skoða hótel og aðra ferðamenn og yrði varla í óþökk þeirra að hótelum væri dreift nokkuð um borgarlandið. Stöldrum við og hugleiðum okkar gang. Beinagrindurnar sem þegar hafa verið grafnar upp mætti rannsaka og hugsanlega taka sýni en síðan mætti koma þeim fyrir aftur á sínum stað. Að svo búnu mætti slétta yfir, setja upp minningarmark og opna útivistarsvæði á milli Fógetagarðs og Austurvallar, öllum til ánægju, líka erlendum ferðamönnum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við Kirkjustræti í Reykjavík, nánar tiltekið þar sem var bílastæði fyrir sunnan Landsímahúsið við Austurvöll, er verið að grafa upp mannabein til að rýma fyrir hóteli. Á það var bent í ræðu og riti árið 2013, þegar fyrirhugaðar hótelframkvæmdir voru kynntar, að þarna var hluti af kirkjugarði Reykvíkinga. Hann náði frá Aðalstræti og líklega allt að núverandi Austurvelli og er trúlegt að upphaf hans megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tímann. Mál er að staldra við og hugleiða sinn gang. Eins og staðan er virðist stefna borgaryfirvalda vera: Burt með forfeður og formæður, ferðamenn þurfa pláss. Á sínum tíma datt fjárfesti nokkrum í hug að þarna væri vænlegt að reisa stórt hótel og borgaryfirvöld gengu til samstarfs við hann um skipulag og hönnun. Málið var þá kynnt þannig að fyrirhuguðu hóteli fylgdu veitingastaðir og meira „líf“ í Miðbænum. Alþingi mótmælti þessum fyrirætlunum kröftuglega og hátt í 18.000 manns skrifuðu undir mótmæli. Borgaryfirvöld töldu sig hins vegar bundin af úreltu deiliskipulagi Kvosarinnar, frá 1987. Spurningin er hvort „fundur“ kirkjugarðsins við Landsímahúsið breyti ekki skipulagsforsendum. Og jafnvel þótt svo væri ekki lögformlega væri ástæða til að hugleiða virðingu við hina framliðnu. Kirkjugarðurinn var notaður fram til 1838 og talið er að enn á seinni hluta 19. aldar hafi verið jarðað fólk, þar sem núna er verið að grafa upp bein. En legsteinar molna og minningar hverfa. Þegar svo stendur á er gamall og góður siður að sýna kirkjugörðum virðingu, setja upp minningarmark um hina framliðnu og leyfa lifendum að njóta þess friðar sem hinum framliðnu er veittur. Það er gert með því að gefa lifendum kost á útivist í garðinum. Þannig hefur verið farið að í þeim hluta garðsins sem snýr að Aðalstræti og er ýmist kallaður Fógetagarður eða Víkurgarður.Smíðina ber að endurskoða Illu heilli er þar fyrirhuguð aðalaðkoma að umræddu hóteli í nýju húsi sem rísa skal meðfram Kirkjustræti þar sem beinin finnast. Smíði þessa stórhýsis ber að endurskoða í ljósi beinanna. Borgaryfirvöld ættu að vera fús til viðræðna um þetta enda hefur heldur sljákkað í þeim sem telja að áköf uppbygging hótela í Kvosinni sé heilladrjúg. Henni fylgir einsleitni og ofurfjöldi erlendra ferðamanna á þröngu svæði. Ekki er ætlandi að þeir komi til landsins til að skoða hótel og aðra ferðamenn og yrði varla í óþökk þeirra að hótelum væri dreift nokkuð um borgarlandið. Stöldrum við og hugleiðum okkar gang. Beinagrindurnar sem þegar hafa verið grafnar upp mætti rannsaka og hugsanlega taka sýni en síðan mætti koma þeim fyrir aftur á sínum stað. Að svo búnu mætti slétta yfir, setja upp minningarmark og opna útivistarsvæði á milli Fógetagarðs og Austurvallar, öllum til ánægju, líka erlendum ferðamönnum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun