Rangfærslum svarað um nýtt háspennumastur Landsnets Einar Snorri Einarsson skrifar 18. apríl 2016 00:00 Óhjákvæmilegt er annað en að svara rangfærslum sem fram koma í aðsendri grein í Fréttablaðinu 14. apríl sl. um nýja gerð raflínumasturs sem Landsnet er að prófa um þessar mundir og gengur undir nafninu „Ballerínan“. Þrátt fyrir að upplýsingar um hið gagnstæða liggi fyrir gefur greinarhöfundur sér að þessi nýja gerð mastra muni leysa eldri gerðir af hólmi um land allt og hefur af því þungar áhyggjur. Hið rétta er að Ballerínan er einkum fyrirhuguð á svæðum „þar sem pláss er lítið og línugata þröng“ eins og fram kom í nýlegri grein þar sem Landsnet kynnti þróun og tilraunir með nýjar gerðir mastra. Einn meginkosta Ballerínunnar er bætt ásýnd og hún fellur því betur að umhverfinu en eldri gerðir.Sambærilegt kolefnisspor Meintur þungi mastursins og kolefnisspor þess er greinarhöfundi hugleikið. Hið rétta er að mastrið er sambærilegt að þyngd og hefðbundin frístandandi möstur og kolefnissporið sambærilegt. Sú fullyrðing höfundar er óskiljanleg að 30 metra hátt mastrið sé flutt inn til landsins í heilu lagi. Mastrið er flutt í einingum inn til landsins í gámi eins og venja er og sett saman hérlendis. Eins og í fyrri greinum sínum dregur höfundur upp þá mynd af Landsneti að þar fari fyrirtæki fortíðar. Landsnet hefur reyndar, eitt fárra flutningsfyrirtækja í heiminum, gert mat á umhverfisáhrifum flutningskerfisins með aðferðum vistferilgreiningar, þar sem m.a. kolefnisfótsporið er greint.Vel fylgst með nýsköpun Landsnet fylgist náið með nýsköpun á sviði raforkuflutningskerfa og á í samstarfi við Statnett í Noregi sem heldur úti öflugu nýsköpunarstarfi, m.a. um möguleika á notkun koltrefja og áls í raflínumöstur. Landsnet fylgist jafnframt grannt með starfi vinnuhóps hjá Cigré (International Council on Large Electric Systems) um möstur úr trefjaefni. Þar eiga sæti helstu sérfræðingar heimsins á því sviði og sátu fulltrúar Landsnets m.a. vinnufund hópsins sem haldinn var á Íslandi 13.-14.apríl sl. Greinarhöfundur, sem er jafnframt forsvarsmaður Línudans, víkur í grein sinni að hugmyndafræði, siðferðismati og heiðarleika. Í því samhengi er fróðlegt að líta til samnings sem undirritaður var á milli Landsnets og Línudans um þróun fisléttra háspennumastra. Samkvæmt þessum samningi átti Landsnet að fá upplýsingar um framgang verkefnisins á sex mánaða fresti en nú eru meira en þrjú ár liðin án þess að upplýsingar hafi borist um framvinduna. Ekkert lát er hins vegar á blaðagreinum, þar sem reynt er að gera starfsemi Landsnets tortryggilega með endurteknum rangfærslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Óhjákvæmilegt er annað en að svara rangfærslum sem fram koma í aðsendri grein í Fréttablaðinu 14. apríl sl. um nýja gerð raflínumasturs sem Landsnet er að prófa um þessar mundir og gengur undir nafninu „Ballerínan“. Þrátt fyrir að upplýsingar um hið gagnstæða liggi fyrir gefur greinarhöfundur sér að þessi nýja gerð mastra muni leysa eldri gerðir af hólmi um land allt og hefur af því þungar áhyggjur. Hið rétta er að Ballerínan er einkum fyrirhuguð á svæðum „þar sem pláss er lítið og línugata þröng“ eins og fram kom í nýlegri grein þar sem Landsnet kynnti þróun og tilraunir með nýjar gerðir mastra. Einn meginkosta Ballerínunnar er bætt ásýnd og hún fellur því betur að umhverfinu en eldri gerðir.Sambærilegt kolefnisspor Meintur þungi mastursins og kolefnisspor þess er greinarhöfundi hugleikið. Hið rétta er að mastrið er sambærilegt að þyngd og hefðbundin frístandandi möstur og kolefnissporið sambærilegt. Sú fullyrðing höfundar er óskiljanleg að 30 metra hátt mastrið sé flutt inn til landsins í heilu lagi. Mastrið er flutt í einingum inn til landsins í gámi eins og venja er og sett saman hérlendis. Eins og í fyrri greinum sínum dregur höfundur upp þá mynd af Landsneti að þar fari fyrirtæki fortíðar. Landsnet hefur reyndar, eitt fárra flutningsfyrirtækja í heiminum, gert mat á umhverfisáhrifum flutningskerfisins með aðferðum vistferilgreiningar, þar sem m.a. kolefnisfótsporið er greint.Vel fylgst með nýsköpun Landsnet fylgist náið með nýsköpun á sviði raforkuflutningskerfa og á í samstarfi við Statnett í Noregi sem heldur úti öflugu nýsköpunarstarfi, m.a. um möguleika á notkun koltrefja og áls í raflínumöstur. Landsnet fylgist jafnframt grannt með starfi vinnuhóps hjá Cigré (International Council on Large Electric Systems) um möstur úr trefjaefni. Þar eiga sæti helstu sérfræðingar heimsins á því sviði og sátu fulltrúar Landsnets m.a. vinnufund hópsins sem haldinn var á Íslandi 13.-14.apríl sl. Greinarhöfundur, sem er jafnframt forsvarsmaður Línudans, víkur í grein sinni að hugmyndafræði, siðferðismati og heiðarleika. Í því samhengi er fróðlegt að líta til samnings sem undirritaður var á milli Landsnets og Línudans um þróun fisléttra háspennumastra. Samkvæmt þessum samningi átti Landsnet að fá upplýsingar um framgang verkefnisins á sex mánaða fresti en nú eru meira en þrjú ár liðin án þess að upplýsingar hafi borist um framvinduna. Ekkert lát er hins vegar á blaðagreinum, þar sem reynt er að gera starfsemi Landsnets tortryggilega með endurteknum rangfærslum.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar