Irina sjötti íslenski keppandinn á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 09:19 Irina Sazonova fagnar árangri sínum með Vladimir Antonov þjálfara og Berglindi Pétursdóttur sjúkraþjálfara. Mynd/Fimleikasamband Íslands Irina Sazonova skrifaði í nótt nýjan kafla í sögu íslenskra fimleika þegar hún varð fyrsta íslenskan konan til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Irina Sazonova tryggði sér sætið á Ólympíuleikunum í Ríó með góðri frammistöðu sinni í undankeppninni sem fór einnig fram í Ríó. Irina var í fjórða keppnishóp sem var sá síðasti í keppninni í nótt. Í hennar hóp voru stúlkur frá Kanada, Jamaíka, Slóveníu og Írlandi. Irina fékk 52.931 stig og hafnaði í 38. til 39. sæti ásamt Toni-Ann Williams frá Jamaíku. Það skilaði henni farseðlinum á Ólympíuleikana í ágúst. Irina Sazonova fékk hæstu einkunnina fyrir stökk (13.866) en þá næsthæstu fyrir æfingar á tvíslá (13.533). Hún fékk síðan 12.866 fyrir æfingar á jafnvægisslá og 12.666 fyrir gólfæfingar. Hér má sjá formlegan lista yfir þær sem hafa tryggt sér sæti á ÓL í Ríó. Irina Sazonova hefur verið á Íslandi í þrjú ár en hún keppti áður fyrir Rússa. Hún varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut í fyrsta sinn og vann líka allt í boði með Ármanni á þessu tímabili. Hún verður eins og áður sagði fyrsta íslenska konan til þess að keppa á Ólympíuleikum og hún er einnig fyrsti íslenski fimleikmaðurinn til að keppa á leikunum síðan 2004. Rúnar Alexandersson keppti á þremur Ólympíuleikum, í Atlanta 1996, í Sydney 2000 og í Aþenu 2004. Nú hafa sex íþróttamenn tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó en það eru frjálsíþróttakonurnar Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir og sundólkið Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Irina Sazonova skrifaði í nótt nýjan kafla í sögu íslenskra fimleika þegar hún varð fyrsta íslenskan konan til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Irina Sazonova tryggði sér sætið á Ólympíuleikunum í Ríó með góðri frammistöðu sinni í undankeppninni sem fór einnig fram í Ríó. Irina var í fjórða keppnishóp sem var sá síðasti í keppninni í nótt. Í hennar hóp voru stúlkur frá Kanada, Jamaíka, Slóveníu og Írlandi. Irina fékk 52.931 stig og hafnaði í 38. til 39. sæti ásamt Toni-Ann Williams frá Jamaíku. Það skilaði henni farseðlinum á Ólympíuleikana í ágúst. Irina Sazonova fékk hæstu einkunnina fyrir stökk (13.866) en þá næsthæstu fyrir æfingar á tvíslá (13.533). Hún fékk síðan 12.866 fyrir æfingar á jafnvægisslá og 12.666 fyrir gólfæfingar. Hér má sjá formlegan lista yfir þær sem hafa tryggt sér sæti á ÓL í Ríó. Irina Sazonova hefur verið á Íslandi í þrjú ár en hún keppti áður fyrir Rússa. Hún varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut í fyrsta sinn og vann líka allt í boði með Ármanni á þessu tímabili. Hún verður eins og áður sagði fyrsta íslenska konan til þess að keppa á Ólympíuleikum og hún er einnig fyrsti íslenski fimleikmaðurinn til að keppa á leikunum síðan 2004. Rúnar Alexandersson keppti á þremur Ólympíuleikum, í Atlanta 1996, í Sydney 2000 og í Aþenu 2004. Nú hafa sex íþróttamenn tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó en það eru frjálsíþróttakonurnar Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir og sundólkið Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira