Blákaldar staðreyndir? Þorgrímur Þráinsson skrifar 19. apríl 2016 07:00 Því oftar sem ég fer til útlanda, þeim mun betur kann ég að meta Ísland. Því lengur sem ég rölti um í stórborgum, í mannmergð og mengun og háhýsin skyggja á himininn, þeim mun meira þrái ég sveitasælu; kýr og hænur – kyrrð og ró. Ef ég dvel of lengi í Reykjavík kallar landsbyggðin á mig; náttúran, þorpin, þögnin, fólkið. Fyrir mér er Ísland draumalandið, eða hvað? Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir höfum við allt til alls og enginn ætti að þurfa að líða skort. En það virðist því miður ekki raunin þegar rýnt er í blákaldar staðreyndir sem birtast með reglulegu millibili í fjölmiðlum; Um 8.000 tilkynningar berast til barnaverndarnefnda á ári eða um 22 á dag. Rúmur þriðjungur er vegna vanrækslu. Rúmlega 400 tilkynningar berast á ári um kynferðisofbeldi gegn börnum. Um 400 börn bíða eftir þjónustu Þroska- og hegðunarstöðvar en biðtími er liðlega tvö ár. Um 13% drengja og um 5% stúlkna greinast með hegðunarvandamál. Kvíði og depurð eru algengir fylgikvillar. 120 eru á biðlista göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar og um 210 bíða eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Ég þekki það af eigin raun að það getur verið meira en ársbið eftir skólasálfræðingi. Eru andleg veikindi ómerkilegri en líkamleg veikindi? Fótbrot hefur forgang en einhverfa lendir á biðlista.Börn látin sitja á hakanum Um 20% grunnskólabarna eru í sérkennslu; andlegir erfiðleikar, kvíði, þunglyndi, samskiptaerfiðleikar. Í Noregi þurfa 8% barna á sérkennslu að halda. Í ár er 700 milljóna niðurskurður til skóla í Reykjavík, sérkennsla skorin niður sem og snemmtæk íhlutun, sem skiptir öllu máli. Það skiptir höfuðborgina meira máli að breyta Grensásvegi og skreyta hús en sinna börnum af fagmennsku á viðkvæmasta aldursskeiði. 10%-15% barna búa við tal- og málþroskaröskun. Eru ríkið og sveitarfélögin enn að deila um hver eigi að borga brúsann? Hvernig vegnar börnunum í skóla án úrræða? Fremstu fræðimenn heims segja að um 3-5% barna í grunnskólum séu með lífeðlisfræðilega ástæðu fyrir lesblindu. Ísland er með hæsta brottfall úr framhaldsskólum í Evrópu og hér á landi er mesta rítalínnotkun barna í Evrópu. Árið 2012 sögðust 5% nemenda í grunnskólum hafa orðið vitni að líkamlegu ofbeldi á heimilinu af hálfu fullorðins einstaklings. 4,4% sögðust sjálf hafa orðið fyrir slíku og 17% sögðust hafa orðið vitni að alvarlegu rifrildi foreldra sinna. Tengsl milli heimilisofbeldis og andlegrar líðanar og viðhorfa er sláandi. Samkvæmt ungversk/kanadíska lækninum Gabor Méte eru meira en 50% líkur á því að einstaklingur fái krabbamein hafi hann orðið fyrir sálrænum áföllum í æsku. Þetta kemur fram í bókinni; When the body says no. Um 41.000 Íslendingar fengu þunglyndislyf árið 2014 – 12,5% þjóðarinnar, hæsta hlutfall allra OECD-þjóða og er notkunin tvöfalt meiri en meðaltal umræddra þjóða. Notkun tauga- og geðlyfja hefur aukist úr 12,9% 1989 í 35,7% árið 2014. Hvernig er verið að bregðast við ofangreindum staðreyndum? Hverja þarf að vekja til vitundar um það hvernig við getum bætt samfélagið til frambúðar? Við erum öll einstök, hvert á sinn hátt, og í því felst fegurð mannlífsins. En að láta börn sitja á hakanum, bregðast við of seint, er okkur til skammar. Hver króna sem fer í forvarnar- og heilsueflingarstarf skilar sér margfalt í sparnaði í heilbrigðiskerfinu þegar fram líða stundir. Forvarnir og heilsuefling ættu tvímælalaust að vera forgangsverkefni stjórnvalda og sveitarstjórna. Hér á landi hefur verið unnið öflugt forvarnarstarf á liðnum áratugum. Góður árangur hefur náðst á ýmsum sviðum en það virðist ætíð auðveldara að sækja fjármagn til að slökkva elda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því oftar sem ég fer til útlanda, þeim mun betur kann ég að meta Ísland. Því lengur sem ég rölti um í stórborgum, í mannmergð og mengun og háhýsin skyggja á himininn, þeim mun meira þrái ég sveitasælu; kýr og hænur – kyrrð og ró. Ef ég dvel of lengi í Reykjavík kallar landsbyggðin á mig; náttúran, þorpin, þögnin, fólkið. Fyrir mér er Ísland draumalandið, eða hvað? Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir höfum við allt til alls og enginn ætti að þurfa að líða skort. En það virðist því miður ekki raunin þegar rýnt er í blákaldar staðreyndir sem birtast með reglulegu millibili í fjölmiðlum; Um 8.000 tilkynningar berast til barnaverndarnefnda á ári eða um 22 á dag. Rúmur þriðjungur er vegna vanrækslu. Rúmlega 400 tilkynningar berast á ári um kynferðisofbeldi gegn börnum. Um 400 börn bíða eftir þjónustu Þroska- og hegðunarstöðvar en biðtími er liðlega tvö ár. Um 13% drengja og um 5% stúlkna greinast með hegðunarvandamál. Kvíði og depurð eru algengir fylgikvillar. 120 eru á biðlista göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar og um 210 bíða eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Ég þekki það af eigin raun að það getur verið meira en ársbið eftir skólasálfræðingi. Eru andleg veikindi ómerkilegri en líkamleg veikindi? Fótbrot hefur forgang en einhverfa lendir á biðlista.Börn látin sitja á hakanum Um 20% grunnskólabarna eru í sérkennslu; andlegir erfiðleikar, kvíði, þunglyndi, samskiptaerfiðleikar. Í Noregi þurfa 8% barna á sérkennslu að halda. Í ár er 700 milljóna niðurskurður til skóla í Reykjavík, sérkennsla skorin niður sem og snemmtæk íhlutun, sem skiptir öllu máli. Það skiptir höfuðborgina meira máli að breyta Grensásvegi og skreyta hús en sinna börnum af fagmennsku á viðkvæmasta aldursskeiði. 10%-15% barna búa við tal- og málþroskaröskun. Eru ríkið og sveitarfélögin enn að deila um hver eigi að borga brúsann? Hvernig vegnar börnunum í skóla án úrræða? Fremstu fræðimenn heims segja að um 3-5% barna í grunnskólum séu með lífeðlisfræðilega ástæðu fyrir lesblindu. Ísland er með hæsta brottfall úr framhaldsskólum í Evrópu og hér á landi er mesta rítalínnotkun barna í Evrópu. Árið 2012 sögðust 5% nemenda í grunnskólum hafa orðið vitni að líkamlegu ofbeldi á heimilinu af hálfu fullorðins einstaklings. 4,4% sögðust sjálf hafa orðið fyrir slíku og 17% sögðust hafa orðið vitni að alvarlegu rifrildi foreldra sinna. Tengsl milli heimilisofbeldis og andlegrar líðanar og viðhorfa er sláandi. Samkvæmt ungversk/kanadíska lækninum Gabor Méte eru meira en 50% líkur á því að einstaklingur fái krabbamein hafi hann orðið fyrir sálrænum áföllum í æsku. Þetta kemur fram í bókinni; When the body says no. Um 41.000 Íslendingar fengu þunglyndislyf árið 2014 – 12,5% þjóðarinnar, hæsta hlutfall allra OECD-þjóða og er notkunin tvöfalt meiri en meðaltal umræddra þjóða. Notkun tauga- og geðlyfja hefur aukist úr 12,9% 1989 í 35,7% árið 2014. Hvernig er verið að bregðast við ofangreindum staðreyndum? Hverja þarf að vekja til vitundar um það hvernig við getum bætt samfélagið til frambúðar? Við erum öll einstök, hvert á sinn hátt, og í því felst fegurð mannlífsins. En að láta börn sitja á hakanum, bregðast við of seint, er okkur til skammar. Hver króna sem fer í forvarnar- og heilsueflingarstarf skilar sér margfalt í sparnaði í heilbrigðiskerfinu þegar fram líða stundir. Forvarnir og heilsuefling ættu tvímælalaust að vera forgangsverkefni stjórnvalda og sveitarstjórna. Hér á landi hefur verið unnið öflugt forvarnarstarf á liðnum áratugum. Góður árangur hefur náðst á ýmsum sviðum en það virðist ætíð auðveldara að sækja fjármagn til að slökkva elda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun