Blákaldar staðreyndir? Þorgrímur Þráinsson skrifar 19. apríl 2016 07:00 Því oftar sem ég fer til útlanda, þeim mun betur kann ég að meta Ísland. Því lengur sem ég rölti um í stórborgum, í mannmergð og mengun og háhýsin skyggja á himininn, þeim mun meira þrái ég sveitasælu; kýr og hænur – kyrrð og ró. Ef ég dvel of lengi í Reykjavík kallar landsbyggðin á mig; náttúran, þorpin, þögnin, fólkið. Fyrir mér er Ísland draumalandið, eða hvað? Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir höfum við allt til alls og enginn ætti að þurfa að líða skort. En það virðist því miður ekki raunin þegar rýnt er í blákaldar staðreyndir sem birtast með reglulegu millibili í fjölmiðlum; Um 8.000 tilkynningar berast til barnaverndarnefnda á ári eða um 22 á dag. Rúmur þriðjungur er vegna vanrækslu. Rúmlega 400 tilkynningar berast á ári um kynferðisofbeldi gegn börnum. Um 400 börn bíða eftir þjónustu Þroska- og hegðunarstöðvar en biðtími er liðlega tvö ár. Um 13% drengja og um 5% stúlkna greinast með hegðunarvandamál. Kvíði og depurð eru algengir fylgikvillar. 120 eru á biðlista göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar og um 210 bíða eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Ég þekki það af eigin raun að það getur verið meira en ársbið eftir skólasálfræðingi. Eru andleg veikindi ómerkilegri en líkamleg veikindi? Fótbrot hefur forgang en einhverfa lendir á biðlista.Börn látin sitja á hakanum Um 20% grunnskólabarna eru í sérkennslu; andlegir erfiðleikar, kvíði, þunglyndi, samskiptaerfiðleikar. Í Noregi þurfa 8% barna á sérkennslu að halda. Í ár er 700 milljóna niðurskurður til skóla í Reykjavík, sérkennsla skorin niður sem og snemmtæk íhlutun, sem skiptir öllu máli. Það skiptir höfuðborgina meira máli að breyta Grensásvegi og skreyta hús en sinna börnum af fagmennsku á viðkvæmasta aldursskeiði. 10%-15% barna búa við tal- og málþroskaröskun. Eru ríkið og sveitarfélögin enn að deila um hver eigi að borga brúsann? Hvernig vegnar börnunum í skóla án úrræða? Fremstu fræðimenn heims segja að um 3-5% barna í grunnskólum séu með lífeðlisfræðilega ástæðu fyrir lesblindu. Ísland er með hæsta brottfall úr framhaldsskólum í Evrópu og hér á landi er mesta rítalínnotkun barna í Evrópu. Árið 2012 sögðust 5% nemenda í grunnskólum hafa orðið vitni að líkamlegu ofbeldi á heimilinu af hálfu fullorðins einstaklings. 4,4% sögðust sjálf hafa orðið fyrir slíku og 17% sögðust hafa orðið vitni að alvarlegu rifrildi foreldra sinna. Tengsl milli heimilisofbeldis og andlegrar líðanar og viðhorfa er sláandi. Samkvæmt ungversk/kanadíska lækninum Gabor Méte eru meira en 50% líkur á því að einstaklingur fái krabbamein hafi hann orðið fyrir sálrænum áföllum í æsku. Þetta kemur fram í bókinni; When the body says no. Um 41.000 Íslendingar fengu þunglyndislyf árið 2014 – 12,5% þjóðarinnar, hæsta hlutfall allra OECD-þjóða og er notkunin tvöfalt meiri en meðaltal umræddra þjóða. Notkun tauga- og geðlyfja hefur aukist úr 12,9% 1989 í 35,7% árið 2014. Hvernig er verið að bregðast við ofangreindum staðreyndum? Hverja þarf að vekja til vitundar um það hvernig við getum bætt samfélagið til frambúðar? Við erum öll einstök, hvert á sinn hátt, og í því felst fegurð mannlífsins. En að láta börn sitja á hakanum, bregðast við of seint, er okkur til skammar. Hver króna sem fer í forvarnar- og heilsueflingarstarf skilar sér margfalt í sparnaði í heilbrigðiskerfinu þegar fram líða stundir. Forvarnir og heilsuefling ættu tvímælalaust að vera forgangsverkefni stjórnvalda og sveitarstjórna. Hér á landi hefur verið unnið öflugt forvarnarstarf á liðnum áratugum. Góður árangur hefur náðst á ýmsum sviðum en það virðist ætíð auðveldara að sækja fjármagn til að slökkva elda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Því oftar sem ég fer til útlanda, þeim mun betur kann ég að meta Ísland. Því lengur sem ég rölti um í stórborgum, í mannmergð og mengun og háhýsin skyggja á himininn, þeim mun meira þrái ég sveitasælu; kýr og hænur – kyrrð og ró. Ef ég dvel of lengi í Reykjavík kallar landsbyggðin á mig; náttúran, þorpin, þögnin, fólkið. Fyrir mér er Ísland draumalandið, eða hvað? Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir höfum við allt til alls og enginn ætti að þurfa að líða skort. En það virðist því miður ekki raunin þegar rýnt er í blákaldar staðreyndir sem birtast með reglulegu millibili í fjölmiðlum; Um 8.000 tilkynningar berast til barnaverndarnefnda á ári eða um 22 á dag. Rúmur þriðjungur er vegna vanrækslu. Rúmlega 400 tilkynningar berast á ári um kynferðisofbeldi gegn börnum. Um 400 börn bíða eftir þjónustu Þroska- og hegðunarstöðvar en biðtími er liðlega tvö ár. Um 13% drengja og um 5% stúlkna greinast með hegðunarvandamál. Kvíði og depurð eru algengir fylgikvillar. 120 eru á biðlista göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar og um 210 bíða eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Ég þekki það af eigin raun að það getur verið meira en ársbið eftir skólasálfræðingi. Eru andleg veikindi ómerkilegri en líkamleg veikindi? Fótbrot hefur forgang en einhverfa lendir á biðlista.Börn látin sitja á hakanum Um 20% grunnskólabarna eru í sérkennslu; andlegir erfiðleikar, kvíði, þunglyndi, samskiptaerfiðleikar. Í Noregi þurfa 8% barna á sérkennslu að halda. Í ár er 700 milljóna niðurskurður til skóla í Reykjavík, sérkennsla skorin niður sem og snemmtæk íhlutun, sem skiptir öllu máli. Það skiptir höfuðborgina meira máli að breyta Grensásvegi og skreyta hús en sinna börnum af fagmennsku á viðkvæmasta aldursskeiði. 10%-15% barna búa við tal- og málþroskaröskun. Eru ríkið og sveitarfélögin enn að deila um hver eigi að borga brúsann? Hvernig vegnar börnunum í skóla án úrræða? Fremstu fræðimenn heims segja að um 3-5% barna í grunnskólum séu með lífeðlisfræðilega ástæðu fyrir lesblindu. Ísland er með hæsta brottfall úr framhaldsskólum í Evrópu og hér á landi er mesta rítalínnotkun barna í Evrópu. Árið 2012 sögðust 5% nemenda í grunnskólum hafa orðið vitni að líkamlegu ofbeldi á heimilinu af hálfu fullorðins einstaklings. 4,4% sögðust sjálf hafa orðið fyrir slíku og 17% sögðust hafa orðið vitni að alvarlegu rifrildi foreldra sinna. Tengsl milli heimilisofbeldis og andlegrar líðanar og viðhorfa er sláandi. Samkvæmt ungversk/kanadíska lækninum Gabor Méte eru meira en 50% líkur á því að einstaklingur fái krabbamein hafi hann orðið fyrir sálrænum áföllum í æsku. Þetta kemur fram í bókinni; When the body says no. Um 41.000 Íslendingar fengu þunglyndislyf árið 2014 – 12,5% þjóðarinnar, hæsta hlutfall allra OECD-þjóða og er notkunin tvöfalt meiri en meðaltal umræddra þjóða. Notkun tauga- og geðlyfja hefur aukist úr 12,9% 1989 í 35,7% árið 2014. Hvernig er verið að bregðast við ofangreindum staðreyndum? Hverja þarf að vekja til vitundar um það hvernig við getum bætt samfélagið til frambúðar? Við erum öll einstök, hvert á sinn hátt, og í því felst fegurð mannlífsins. En að láta börn sitja á hakanum, bregðast við of seint, er okkur til skammar. Hver króna sem fer í forvarnar- og heilsueflingarstarf skilar sér margfalt í sparnaði í heilbrigðiskerfinu þegar fram líða stundir. Forvarnir og heilsuefling ættu tvímælalaust að vera forgangsverkefni stjórnvalda og sveitarstjórna. Hér á landi hefur verið unnið öflugt forvarnarstarf á liðnum áratugum. Góður árangur hefur náðst á ýmsum sviðum en það virðist ætíð auðveldara að sækja fjármagn til að slökkva elda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar