Körfubolti

Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Friðrik Ingi Rúnarsson.
Friðrik Ingi Rúnarsson. Vísir
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Friðrik Ingi Rúnarsson hafa komist að samkomulagi um starfslok en þetta var tilkynnt á Facebook-síðu deildarinnar í kvöld.

Friðrik Ingi hefur þjálfað lið Njarðvíkur undanfarin tvö ár en í bæði skiptin féll liðið úr leik í úrslitakeppninni í undanúrslitum eftir tap gegn KR.

Sjá einnig: Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík

Gunnar Örlygsson, formaður deildarinnar, segir að breytingarnar séu gerðar í bróðerni en ekki er ljóst hver tekur við. Teitur Örlygsson, sem verið hefur aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, sagði eftir tapleikinn gegn KR í síðustu viku að hann myndi hætta.

Yfirlýsingu Njarðvíkur má lesa hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×