Kominn tími á konu í forsetastól Hildur Þórðardóttir skrifar 19. apríl 2016 13:50 Undanfarin árþúsund hafa karllæg gildi verið ríkjandi, eins og samkeppni, formfesta, lög og reglur, völd, harka og stjórnkænska. Það var bannað að sýna veikleikamerki og ekkert í boði nema að sigra ellegar tapa. Við sjáum þetta á mannkynssögunni þar sem ekkert var skráð nema hver var við völd, bardagar, lög og refsingar í dómabókum og formlegar skráningar í kirkjubókum.Alþingi Íslendinga og þingræði almennt er gott dæmi um karllæg gildi. Meirihluti og minnihluti takast á, flokksformenn leiða fylkingar sínar fram á vígvöllinn þar sem tekist er á í pontu og sá sterkasti sigrar og kemur málinu gegn. Heill þjóðarinnar skiptir minna máli, því hagur flokkanna gengur fyrir. Hin kvenlægu gildi eru hins vegar samvinna, sveigjanleiki, flæði, sköpun, mýkt, kærleikur og samhygð og þau birtast skýrast í þeim störfum sem konur sækja mest í, s.s. umönnun og kennsla. Þetta þarf ekki að fylgja kyni fólks, sumir karlmenn vilja vinna samkvæmt mjúkum gildum alveg eins og sumar konur hafa hin hörðu að leiðarljósi. Stjórnlagaþingið er frábært dæmi um hvernig hin kvenlægu gildi virka. Við kusum einstaklinga á þing og þeir unnu saman á jafningjagrundvelli, sem einstaklingar, að heill lands og þjóðar. Reynsla hvers og eins var metin að verðleikum, auk þess sem allir lögðust á eitt við að afla sér frekari þekkingar til að skila góðu verki. Við þurfum að breyta stjórnskipaninni þannig að vinnubrögðin á Alþingi verði eins og hjá stjórnlagaþinginu. Fyrir hrun voru hin karllægu gildi sérlega áberandi. Menn gortuðu af sigrum sínum í fjármálaheiminum, léku sér að því að taka áhættu, kaupa fyrirtæki, segja upp fólki í hagræðingarskyni, hirða gróðann og skjóta honum í skjól frá skattyfirvöldum. Því meiri pening sem þú áttir, því sterkari varstu. Eins og ætíð, var þetta keppni um hver væri sterkastur. Karlmenn hafa alltaf fundið leiðir til að finna út hver væri sterkastur og bestur. Þeir etja kappi í íþróttum og stríðum. Þeir hengja orður hver á annan og veita hver öðrum Óskarsverðlaun eða bókmenntaverðlaun til að finna sig gildandi í samfélaginu. Til að konur eigi möguleika á slíkum verðlaunum þarf að búa til sérstaka flokka fyrir þær. Hafa einhvern tímann verðlaun verið veitt fyrir besta hjúkrunarfræðinginn, bestu ljósmóðurina eða besta félagsráðgjafann? Fólk sem hefur samvinnu og samkennd að leiðarljósi þarf ekki verðlaun til að vita að starf þeirra skiptir máli. Það vinnur saman að því að hjúkra þeim sem særast á vígvellinum. Það hlúir að þeim sem verða undir og hjálpar þeim að rísa aftur upp. Með því að vinna saman getum við öll lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Þróunin sést vel í skólunum. Þegar hin karllægu gildi réðu þar, fengu nemendur einkunnir sem sýndu hvar þeir stóðu miðað við hina. Refsingum var beitt við þá sem gleymdu að læra heima. Nú eru hin kvenlægu gildi að taka yfir, einkunnir hafa minna vægi og frekar er leitast við að koma á móts við barnið þar sem það er statt og undirbúa það fyrir lífið. Ýmsir hafa haldið því fram að hafi konur verið við stjórn hefði hrunið aldrei þurft að eiga sér stað. Áherslan hefði verið á hin mýkri gildi og í stað kröfu um hagvöxt hefði verið stefnt að velsæld. Í stað kröfu um hagnað, hagræðingu og sigra í viðskiptalífinu, hefði fólk leitast við að vinna saman og skapa samfélag með vellíðan og samkennd að leiðarljósi. Undanfarin 20 ár hafa hin karllægu gildi verið ráðandi á Bessastöðum. Svo dansa limirnir eftir höfðinu og því er ekkert skrítið að ófriður ríki í samfélaginu. Nú er kominn tími til að við förum að starfa eftir hinum kvenlægu gildum. Það er kominn tími á samvinnu, samkennd, jöfnuð, skilning, samhjálp og mannkærleika. Það er kominn tími á konu á Bessastaði. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og býður sig fram til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetaembættið Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Skoðun Stj.mál Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin árþúsund hafa karllæg gildi verið ríkjandi, eins og samkeppni, formfesta, lög og reglur, völd, harka og stjórnkænska. Það var bannað að sýna veikleikamerki og ekkert í boði nema að sigra ellegar tapa. Við sjáum þetta á mannkynssögunni þar sem ekkert var skráð nema hver var við völd, bardagar, lög og refsingar í dómabókum og formlegar skráningar í kirkjubókum.Alþingi Íslendinga og þingræði almennt er gott dæmi um karllæg gildi. Meirihluti og minnihluti takast á, flokksformenn leiða fylkingar sínar fram á vígvöllinn þar sem tekist er á í pontu og sá sterkasti sigrar og kemur málinu gegn. Heill þjóðarinnar skiptir minna máli, því hagur flokkanna gengur fyrir. Hin kvenlægu gildi eru hins vegar samvinna, sveigjanleiki, flæði, sköpun, mýkt, kærleikur og samhygð og þau birtast skýrast í þeim störfum sem konur sækja mest í, s.s. umönnun og kennsla. Þetta þarf ekki að fylgja kyni fólks, sumir karlmenn vilja vinna samkvæmt mjúkum gildum alveg eins og sumar konur hafa hin hörðu að leiðarljósi. Stjórnlagaþingið er frábært dæmi um hvernig hin kvenlægu gildi virka. Við kusum einstaklinga á þing og þeir unnu saman á jafningjagrundvelli, sem einstaklingar, að heill lands og þjóðar. Reynsla hvers og eins var metin að verðleikum, auk þess sem allir lögðust á eitt við að afla sér frekari þekkingar til að skila góðu verki. Við þurfum að breyta stjórnskipaninni þannig að vinnubrögðin á Alþingi verði eins og hjá stjórnlagaþinginu. Fyrir hrun voru hin karllægu gildi sérlega áberandi. Menn gortuðu af sigrum sínum í fjármálaheiminum, léku sér að því að taka áhættu, kaupa fyrirtæki, segja upp fólki í hagræðingarskyni, hirða gróðann og skjóta honum í skjól frá skattyfirvöldum. Því meiri pening sem þú áttir, því sterkari varstu. Eins og ætíð, var þetta keppni um hver væri sterkastur. Karlmenn hafa alltaf fundið leiðir til að finna út hver væri sterkastur og bestur. Þeir etja kappi í íþróttum og stríðum. Þeir hengja orður hver á annan og veita hver öðrum Óskarsverðlaun eða bókmenntaverðlaun til að finna sig gildandi í samfélaginu. Til að konur eigi möguleika á slíkum verðlaunum þarf að búa til sérstaka flokka fyrir þær. Hafa einhvern tímann verðlaun verið veitt fyrir besta hjúkrunarfræðinginn, bestu ljósmóðurina eða besta félagsráðgjafann? Fólk sem hefur samvinnu og samkennd að leiðarljósi þarf ekki verðlaun til að vita að starf þeirra skiptir máli. Það vinnur saman að því að hjúkra þeim sem særast á vígvellinum. Það hlúir að þeim sem verða undir og hjálpar þeim að rísa aftur upp. Með því að vinna saman getum við öll lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Þróunin sést vel í skólunum. Þegar hin karllægu gildi réðu þar, fengu nemendur einkunnir sem sýndu hvar þeir stóðu miðað við hina. Refsingum var beitt við þá sem gleymdu að læra heima. Nú eru hin kvenlægu gildi að taka yfir, einkunnir hafa minna vægi og frekar er leitast við að koma á móts við barnið þar sem það er statt og undirbúa það fyrir lífið. Ýmsir hafa haldið því fram að hafi konur verið við stjórn hefði hrunið aldrei þurft að eiga sér stað. Áherslan hefði verið á hin mýkri gildi og í stað kröfu um hagvöxt hefði verið stefnt að velsæld. Í stað kröfu um hagnað, hagræðingu og sigra í viðskiptalífinu, hefði fólk leitast við að vinna saman og skapa samfélag með vellíðan og samkennd að leiðarljósi. Undanfarin 20 ár hafa hin karllægu gildi verið ráðandi á Bessastöðum. Svo dansa limirnir eftir höfðinu og því er ekkert skrítið að ófriður ríki í samfélaginu. Nú er kominn tími til að við förum að starfa eftir hinum kvenlægu gildum. Það er kominn tími á samvinnu, samkennd, jöfnuð, skilning, samhjálp og mannkærleika. Það er kominn tími á konu á Bessastaði. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og býður sig fram til forseta.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun