Offituummæli dósentsins njóta stuðnings víða Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2016 11:09 Þó Salka hafi verið ósátt við orð Rúnars Helga um offitufaraldurinn eru þeir miklu fleiri sem lýsa yfir stuðningi við hreinskiptin ummæli hans. visir/pjetur/stefán Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands, segist hafa fengið víðtækar stuðningsyfirlýsingar vegna orða sinna um offitufaraldurinn; jafnvel þakkir frá útlöndum.Dósent í kröppum dansi Vísir greindi í vikunni frá verulegum væringum sem risu í kjölfar hreinskilins pistils dósentsins á Facebooksíðu sinni, en þar lýsti hann yfir þungum áhyggjum af offitufaraldrinum sem nú herjaði á Ísland. Honum rennur til rifja afskræmingu líkamans, auðvitað sé ekki gott við þetta að búa en þetta mun jafnframt reynast þungur baggi á velferðarkerfinu öllu – heilbrigðiskerfið hlýtur óhjákvæmilega að bregðast við og kostnaður er því samfara. Rúnar Helgi var umsvifalaust sakaður um fitufordóma, og leiðbeinandi í ritlistinni, Salka Guðmundsdóttir, skáld og nýráðið hirðskáld Borgarleikhússins, tjáði honum háðsk í bragði á síðu hans að hún ætlaði að sveipa sig búrku til að hlífa honum við þessari afskræmingu líkamans. Það fylgdi þeirri sögu að hann færi einum leiðbeinanda fátækari við ritvinnsluleiðbeiningar innan veggja akademíunnar. Dósentinn sá sitt óvænna, reyndi að malda í móinn en var ofurliði borinn af móðguðum Facebook-vinum og svo fór að Rúnar Helgi lét færsluna hverfa. En, hún er nú komin upp aftur.Brattari dósent í dag en í gær Nú er hann öllu brattari og var fyrir stundu að upplýsa Facebookvini sína um að þó hann hafi verið harðlega „af fáeinum aðilum fyrir skrif mín um offitufaraldurinn, þá er rétt að geta þess að margfalt fleiri hafa lýst ánægju sinni með þau, margir hafa litið inn til mín, stoppað mig á förnum vegi, hringt í mig og jafnvel sent mér þakkir frá útlöndum fyrir að tjá mig á þann hátt sem ég gerði.“ Rúnar Helgi segist jafnframt telja það skyldu sína að rjúfa þöggun sem ríki um þennan málaflokk þó sársaukafullt kunni að reynast fyrir suma. „Vonandi vekja skrif mín okkur sem þjóð til umhugsunar um hvert við stefnum í lýðheilsumálum.“ Og Rúnar Helgi nýtur stuðnings frá kollegum sínum úr akademíunni sem og úr stétt rithöfunda því Helga Kress prófessor emerítus gefur merki um velþóknun sem og rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson. Tengdar fréttir Dósent sakaður um fitufordóma Salka Guðmundsdóttir hefur sagt sig frá ritlistartímum í umsjá Rúnars Helga Vignissonar sökum orða dósentsins um offitu. 30. mars 2016 09:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands, segist hafa fengið víðtækar stuðningsyfirlýsingar vegna orða sinna um offitufaraldurinn; jafnvel þakkir frá útlöndum.Dósent í kröppum dansi Vísir greindi í vikunni frá verulegum væringum sem risu í kjölfar hreinskilins pistils dósentsins á Facebooksíðu sinni, en þar lýsti hann yfir þungum áhyggjum af offitufaraldrinum sem nú herjaði á Ísland. Honum rennur til rifja afskræmingu líkamans, auðvitað sé ekki gott við þetta að búa en þetta mun jafnframt reynast þungur baggi á velferðarkerfinu öllu – heilbrigðiskerfið hlýtur óhjákvæmilega að bregðast við og kostnaður er því samfara. Rúnar Helgi var umsvifalaust sakaður um fitufordóma, og leiðbeinandi í ritlistinni, Salka Guðmundsdóttir, skáld og nýráðið hirðskáld Borgarleikhússins, tjáði honum háðsk í bragði á síðu hans að hún ætlaði að sveipa sig búrku til að hlífa honum við þessari afskræmingu líkamans. Það fylgdi þeirri sögu að hann færi einum leiðbeinanda fátækari við ritvinnsluleiðbeiningar innan veggja akademíunnar. Dósentinn sá sitt óvænna, reyndi að malda í móinn en var ofurliði borinn af móðguðum Facebook-vinum og svo fór að Rúnar Helgi lét færsluna hverfa. En, hún er nú komin upp aftur.Brattari dósent í dag en í gær Nú er hann öllu brattari og var fyrir stundu að upplýsa Facebookvini sína um að þó hann hafi verið harðlega „af fáeinum aðilum fyrir skrif mín um offitufaraldurinn, þá er rétt að geta þess að margfalt fleiri hafa lýst ánægju sinni með þau, margir hafa litið inn til mín, stoppað mig á förnum vegi, hringt í mig og jafnvel sent mér þakkir frá útlöndum fyrir að tjá mig á þann hátt sem ég gerði.“ Rúnar Helgi segist jafnframt telja það skyldu sína að rjúfa þöggun sem ríki um þennan málaflokk þó sársaukafullt kunni að reynast fyrir suma. „Vonandi vekja skrif mín okkur sem þjóð til umhugsunar um hvert við stefnum í lýðheilsumálum.“ Og Rúnar Helgi nýtur stuðnings frá kollegum sínum úr akademíunni sem og úr stétt rithöfunda því Helga Kress prófessor emerítus gefur merki um velþóknun sem og rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson.
Tengdar fréttir Dósent sakaður um fitufordóma Salka Guðmundsdóttir hefur sagt sig frá ritlistartímum í umsjá Rúnars Helga Vignissonar sökum orða dósentsins um offitu. 30. mars 2016 09:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Dósent sakaður um fitufordóma Salka Guðmundsdóttir hefur sagt sig frá ritlistartímum í umsjá Rúnars Helga Vignissonar sökum orða dósentsins um offitu. 30. mars 2016 09:45