Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2016 18:30 Leikskólabörn í Reykjavík. Vísir/Daníel Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir að tæplega 700 milljóna króna niðurskurður á sviðinu muni ekki koma niður á þjónustu við börn á leikskólum. Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar af niðurskurði sínum á fundi með sviðstjóranum í dag. Mikil ólga er meðal leikskólastjóra í borginni út af niðurskurðinum. Í fréttum okkar í byrjun vikunnar sögðu þeir nær ómögulegt að spara jafn mikið á þessu ári og borgin vill. Búið sé að skera niður allt sem hægt sé í starfi skólanna. Þá telja margir þeirra sig þurfa að grípa til þess að senda börnin heim þegar undirmannað er vegna sparnaðar. Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar kölluðu leikskólastjórana á fund sinn í dag til að ræða stöðuna. „Við höfum skilning á því að í leikskólunum sem að er þröngt stakkur sniðinn að menn hafi áhyggjur af rekstrinum. Bæði af því að afkoman var ekki nógu góð á seinasta ári og hluti af því er að færast yfir á þetta ár og eðlilegt að menn hafi miklar áhyggjur og það vorum við í raun og veru að ræða við leikskólastjórana og ræða úrlausnir og möguleika í stöðunni,“ segir Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Helgi telur ekki að niðurskurðinum fylgi að börn verði send heim þegar undirmannað er á leikskólunum. Þá telur fullvíst að hann skerði ekki þjónustu við börnin. „Þetta á ekki að koma beint við þjónustuna við börnin. Það sem við erum fyrst og fremst að hagræða á þessu ári er í kaupum á vörum og þjónustu,“ segir Helgi. Leikskólastjórar hafa lagt til að opnunartími leikskólanna verði styttur eða sumarfrí lengt til að koma til móts við kröfur um sparnað. Helgi segir slíkt ekki koma til greina. Hann er þó sammála leikskólastjórum um að sparnaðurinn í skólunum sé kominn að þolmörkum. „Ég held að menn sjái að núna er bara gott komið og menn þurfa að sjá fram á bjartari tíma í leikskólamálum,“ segir Helgi. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir að tæplega 700 milljóna króna niðurskurður á sviðinu muni ekki koma niður á þjónustu við börn á leikskólum. Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar af niðurskurði sínum á fundi með sviðstjóranum í dag. Mikil ólga er meðal leikskólastjóra í borginni út af niðurskurðinum. Í fréttum okkar í byrjun vikunnar sögðu þeir nær ómögulegt að spara jafn mikið á þessu ári og borgin vill. Búið sé að skera niður allt sem hægt sé í starfi skólanna. Þá telja margir þeirra sig þurfa að grípa til þess að senda börnin heim þegar undirmannað er vegna sparnaðar. Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar kölluðu leikskólastjórana á fund sinn í dag til að ræða stöðuna. „Við höfum skilning á því að í leikskólunum sem að er þröngt stakkur sniðinn að menn hafi áhyggjur af rekstrinum. Bæði af því að afkoman var ekki nógu góð á seinasta ári og hluti af því er að færast yfir á þetta ár og eðlilegt að menn hafi miklar áhyggjur og það vorum við í raun og veru að ræða við leikskólastjórana og ræða úrlausnir og möguleika í stöðunni,“ segir Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Helgi telur ekki að niðurskurðinum fylgi að börn verði send heim þegar undirmannað er á leikskólunum. Þá telur fullvíst að hann skerði ekki þjónustu við börnin. „Þetta á ekki að koma beint við þjónustuna við börnin. Það sem við erum fyrst og fremst að hagræða á þessu ári er í kaupum á vörum og þjónustu,“ segir Helgi. Leikskólastjórar hafa lagt til að opnunartími leikskólanna verði styttur eða sumarfrí lengt til að koma til móts við kröfur um sparnað. Helgi segir slíkt ekki koma til greina. Hann er þó sammála leikskólastjórum um að sparnaðurinn í skólunum sé kominn að þolmörkum. „Ég held að menn sjái að núna er bara gott komið og menn þurfa að sjá fram á bjartari tíma í leikskólamálum,“ segir Helgi.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira