Nýr skóli býður upp á sérnám í tónlist til stúdentprófs Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Illugi Gunnarsson Vísir/Anton Brink Ríkisstjórnin hefur að tillögu menntamálaráðherra samþykkt að settur verði á laggirnar framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist. Miðað er við að skólastarf hefjist í haust. „Það er framfaraskref fyrir tónlistarlífið að verði boðið upp á sérnám í tónlist sem leiða mun til stúdentsprófs“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúningi auglýsingar eftir aðilum til að setja á fót og reka slíkan skóla. Fyrirhugað er að gera samning um kennslu allt að 200 nemenda sem þreyta inntökupróf, óháð lögheimili þeirra. Inngöngu í skólann geta fengið nemendur annarra framhaldsskóla standist þeir inntökupróf. Málefni tónlistarskóla í Reykjavík voru talsvert í umræðunni í vetur vegna fjárhagserfiðleika. Í kjölfarið stefndu tónlistarskólarnir Reykjavíkurborg en niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur þann 15. nóvember síðastliðinn var að Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að fella niður greiðslur til tónlistarskólanna þrátt fyrir að lagaleg ábyrgð borgarinnar á málefnum tónlistarskólanna væri skýr. „Það er ljóst að stofnun tónlistarskólans ætti að bæta þessa stöðu verulega. Ég tel tónlistarmenntun gríðarlega mikilvæga og fannst vont að sjá í hvað stefndi í málefnum tónlistarskólanna í borginni.” Hann segir ríkið muni áfram styðja við annað tónlistarnám á framhaldsstigi víðs vegar um landið. „Ég tel að með þessum aðgerðum náist fram góð lausn. Sveitarfélögin munu áfram bera ábyrgð á öðru tónlistarnámi á framhaldsstigi en því sem fer fram í hinum nýja tónlistarskóla og ríkið mun styðja við það starf með fjárframlögum samkvæmt samningi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur að tillögu menntamálaráðherra samþykkt að settur verði á laggirnar framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist. Miðað er við að skólastarf hefjist í haust. „Það er framfaraskref fyrir tónlistarlífið að verði boðið upp á sérnám í tónlist sem leiða mun til stúdentsprófs“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúningi auglýsingar eftir aðilum til að setja á fót og reka slíkan skóla. Fyrirhugað er að gera samning um kennslu allt að 200 nemenda sem þreyta inntökupróf, óháð lögheimili þeirra. Inngöngu í skólann geta fengið nemendur annarra framhaldsskóla standist þeir inntökupróf. Málefni tónlistarskóla í Reykjavík voru talsvert í umræðunni í vetur vegna fjárhagserfiðleika. Í kjölfarið stefndu tónlistarskólarnir Reykjavíkurborg en niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur þann 15. nóvember síðastliðinn var að Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að fella niður greiðslur til tónlistarskólanna þrátt fyrir að lagaleg ábyrgð borgarinnar á málefnum tónlistarskólanna væri skýr. „Það er ljóst að stofnun tónlistarskólans ætti að bæta þessa stöðu verulega. Ég tel tónlistarmenntun gríðarlega mikilvæga og fannst vont að sjá í hvað stefndi í málefnum tónlistarskólanna í borginni.” Hann segir ríkið muni áfram styðja við annað tónlistarnám á framhaldsstigi víðs vegar um landið. „Ég tel að með þessum aðgerðum náist fram góð lausn. Sveitarfélögin munu áfram bera ábyrgð á öðru tónlistarnámi á framhaldsstigi en því sem fer fram í hinum nýja tónlistarskóla og ríkið mun styðja við það starf með fjárframlögum samkvæmt samningi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira