Össur líkir ríkisstjórninni við tragíkómískan farsa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. apríl 2016 12:40 Sigmundur Davíð fer enn með forsæti í þessari ríkisstjórn en samkvæmt tillögu sem þingflokkur Framsóknar samþykkti í gær mun hann stíga til hliðar og Sigurður Ingi mun taka við því embætti. vísir/gva Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ríkisstjórn Íslands sé „eiginleg orðin að tragíkómískum farsa.“ Eins og kunnugt er hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, að segja af sér og lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræða nú næstu skref en fullur vilji er hjá báðum stjórnarflokkunum að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu. Að mati Össurar er landið í reynd stjórnlaust: „Það veit enginn hvort það er yfirhöfuð ríkisstjórn í landinu eða hvort hún styðst við meirihluta. Fjölmiðlar segja fréttir af því að enginn ráðherra sé mættur í forsætisráðuneytinu. - Fundir í ríkisstjórn falla niður. Landið er í reynd stjórnlaust. Jafnvel á Alþingi ríkir stjórnleysi að því marki að engir fundir eru haldnir því næsta mál á dagskrá er tillaga um vantraust og fráfarandi stjórnarflokkar vita ekki sitt rjúkandi ráð um hvernig þeir eiga að hantéra hana.“ Þá segir Össur að Sigmundur Davíð vilji ekki hætta „og hangir á tám og nöglum á embættinu. Svo sendir hann í skjóli kveldrökkurs út tilkynningar til erlendra miðla um að ef hann hætti, þá hætti hann bara til bráðabirgða. Nú bendir allt til að fyrir honum hafi einungis vakað að flytja sig yfir í aftursætið og gerast baksætisbílstjóri. Á meðan veit enginn hvort það er forsætisráðherra í landinu eða hver það er. – Þetta er djúp stjórnskipunarkreppa. Í annað sinn á einni viku rýrir ríkisstjórn Íslands orðspor þjóðarinnar. Í stjórnskipaninni er sem betur fer öryggisventill einsog við vorum minnt á í gær. Þennan leik þarf að skakka.“ Greint hefur verið frá því að Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi hafi átt fund í stjórnarráðinu í dag en ekki liggur fyrir hvað fór fram á þeim fundi.Þennan leik þarf að skakkaRíkisstjórn Íslands er eiginlega orðin að tragíkómískum farsa. Það veit enginn hvort það er...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, 6 April 2016 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ríkisstjórn Íslands sé „eiginleg orðin að tragíkómískum farsa.“ Eins og kunnugt er hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, að segja af sér og lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræða nú næstu skref en fullur vilji er hjá báðum stjórnarflokkunum að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu. Að mati Össurar er landið í reynd stjórnlaust: „Það veit enginn hvort það er yfirhöfuð ríkisstjórn í landinu eða hvort hún styðst við meirihluta. Fjölmiðlar segja fréttir af því að enginn ráðherra sé mættur í forsætisráðuneytinu. - Fundir í ríkisstjórn falla niður. Landið er í reynd stjórnlaust. Jafnvel á Alþingi ríkir stjórnleysi að því marki að engir fundir eru haldnir því næsta mál á dagskrá er tillaga um vantraust og fráfarandi stjórnarflokkar vita ekki sitt rjúkandi ráð um hvernig þeir eiga að hantéra hana.“ Þá segir Össur að Sigmundur Davíð vilji ekki hætta „og hangir á tám og nöglum á embættinu. Svo sendir hann í skjóli kveldrökkurs út tilkynningar til erlendra miðla um að ef hann hætti, þá hætti hann bara til bráðabirgða. Nú bendir allt til að fyrir honum hafi einungis vakað að flytja sig yfir í aftursætið og gerast baksætisbílstjóri. Á meðan veit enginn hvort það er forsætisráðherra í landinu eða hver það er. – Þetta er djúp stjórnskipunarkreppa. Í annað sinn á einni viku rýrir ríkisstjórn Íslands orðspor þjóðarinnar. Í stjórnskipaninni er sem betur fer öryggisventill einsog við vorum minnt á í gær. Þennan leik þarf að skakka.“ Greint hefur verið frá því að Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi hafi átt fund í stjórnarráðinu í dag en ekki liggur fyrir hvað fór fram á þeim fundi.Þennan leik þarf að skakkaRíkisstjórn Íslands er eiginlega orðin að tragíkómískum farsa. Það veit enginn hvort það er...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, 6 April 2016
Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01