Össur líkir ríkisstjórninni við tragíkómískan farsa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. apríl 2016 12:40 Sigmundur Davíð fer enn með forsæti í þessari ríkisstjórn en samkvæmt tillögu sem þingflokkur Framsóknar samþykkti í gær mun hann stíga til hliðar og Sigurður Ingi mun taka við því embætti. vísir/gva Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ríkisstjórn Íslands sé „eiginleg orðin að tragíkómískum farsa.“ Eins og kunnugt er hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, að segja af sér og lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræða nú næstu skref en fullur vilji er hjá báðum stjórnarflokkunum að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu. Að mati Össurar er landið í reynd stjórnlaust: „Það veit enginn hvort það er yfirhöfuð ríkisstjórn í landinu eða hvort hún styðst við meirihluta. Fjölmiðlar segja fréttir af því að enginn ráðherra sé mættur í forsætisráðuneytinu. - Fundir í ríkisstjórn falla niður. Landið er í reynd stjórnlaust. Jafnvel á Alþingi ríkir stjórnleysi að því marki að engir fundir eru haldnir því næsta mál á dagskrá er tillaga um vantraust og fráfarandi stjórnarflokkar vita ekki sitt rjúkandi ráð um hvernig þeir eiga að hantéra hana.“ Þá segir Össur að Sigmundur Davíð vilji ekki hætta „og hangir á tám og nöglum á embættinu. Svo sendir hann í skjóli kveldrökkurs út tilkynningar til erlendra miðla um að ef hann hætti, þá hætti hann bara til bráðabirgða. Nú bendir allt til að fyrir honum hafi einungis vakað að flytja sig yfir í aftursætið og gerast baksætisbílstjóri. Á meðan veit enginn hvort það er forsætisráðherra í landinu eða hver það er. – Þetta er djúp stjórnskipunarkreppa. Í annað sinn á einni viku rýrir ríkisstjórn Íslands orðspor þjóðarinnar. Í stjórnskipaninni er sem betur fer öryggisventill einsog við vorum minnt á í gær. Þennan leik þarf að skakka.“ Greint hefur verið frá því að Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi hafi átt fund í stjórnarráðinu í dag en ekki liggur fyrir hvað fór fram á þeim fundi.Þennan leik þarf að skakkaRíkisstjórn Íslands er eiginlega orðin að tragíkómískum farsa. Það veit enginn hvort það er...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, 6 April 2016 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ríkisstjórn Íslands sé „eiginleg orðin að tragíkómískum farsa.“ Eins og kunnugt er hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, að segja af sér og lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræða nú næstu skref en fullur vilji er hjá báðum stjórnarflokkunum að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu. Að mati Össurar er landið í reynd stjórnlaust: „Það veit enginn hvort það er yfirhöfuð ríkisstjórn í landinu eða hvort hún styðst við meirihluta. Fjölmiðlar segja fréttir af því að enginn ráðherra sé mættur í forsætisráðuneytinu. - Fundir í ríkisstjórn falla niður. Landið er í reynd stjórnlaust. Jafnvel á Alþingi ríkir stjórnleysi að því marki að engir fundir eru haldnir því næsta mál á dagskrá er tillaga um vantraust og fráfarandi stjórnarflokkar vita ekki sitt rjúkandi ráð um hvernig þeir eiga að hantéra hana.“ Þá segir Össur að Sigmundur Davíð vilji ekki hætta „og hangir á tám og nöglum á embættinu. Svo sendir hann í skjóli kveldrökkurs út tilkynningar til erlendra miðla um að ef hann hætti, þá hætti hann bara til bráðabirgða. Nú bendir allt til að fyrir honum hafi einungis vakað að flytja sig yfir í aftursætið og gerast baksætisbílstjóri. Á meðan veit enginn hvort það er forsætisráðherra í landinu eða hver það er. – Þetta er djúp stjórnskipunarkreppa. Í annað sinn á einni viku rýrir ríkisstjórn Íslands orðspor þjóðarinnar. Í stjórnskipaninni er sem betur fer öryggisventill einsog við vorum minnt á í gær. Þennan leik þarf að skakka.“ Greint hefur verið frá því að Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi hafi átt fund í stjórnarráðinu í dag en ekki liggur fyrir hvað fór fram á þeim fundi.Þennan leik þarf að skakkaRíkisstjórn Íslands er eiginlega orðin að tragíkómískum farsa. Það veit enginn hvort það er...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, 6 April 2016
Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01