Frestur ríkisstjórnar að renna út Snærós Sindradóttir skrifar 30. mars 2016 07:00 Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur skilað 40 prósent þingmála sinna á þessu þingi. Fréttablaðið/ERNIR Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram fjörutíu prósent þeirra mála sem þeir boðuðu með þingmálaskrá í upphafi vetrarþings. Framlagningarfrestur nýrra frumvarpa rennur út á morgun. Sem dæmi um frumvarp sem beðið er eftir er frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um kennitöluflakk. Stöð 2 greindi frá því í janúar að ríkisskattstjóri áætlaði að ríkissjóður færi á mis við 80 milljarða króna vegna skattaundanskota á ári hverju og að kennitöluflakk væri hluti vandans. Í yfirlýsingu frá ASÍ um sömu mundir sagði að lengi hefði ríkt andvaraleysi hjá stjórnvöldum gagnvart kennitöluflakki. Þá er beðið eftir frumvarpi um ný útlendingalög. Þverpólitísk þingmannanefnd kynnti drög að frumvarpinu í ágúst í fyrra. Er frumvarpinu meðal annars ætlað að stuðla að samræmingu laga um útlendinga og laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þá eru nýmæli í frumvarpinu að áhersla sé lögð á réttindi barna í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og reynt að tryggja börnum vernd. Fréttablaðið greindi frá því í vetur að í einhverjum tilfellum væri brottvísun barna sem sækja um hæli hér á landi brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meirihluti húsnæðisfrumvarpa félagsmálaráðherra er fram kominn en þó vantar enn frumvarp um Íbúðastofnun og um húsnæðislán. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að þessi frumvörp komi fram en þau fela í sér róttækar breytingar á Íbúðalánasjóði og húsnæðislánakerfinu. Þá er ekki komið fram frumvarp um að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Hugmyndir forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um þessa breytingu var gagnrýnd mjög þegar hún kom fram. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics, sagði fjölgunina misráðna í mars í fyrra. „Fyrir mér er þetta alveg skýrt, að það á að vera einn seðlabankastjóri og tveir eða þrír undirmenn hans. Það er svo hægt að skilgreina það nákvæmlega hvernig valdahlutfallið er á milli þessara manna,“ sagði Jón á Bylgjunni við það tilefni. Heilbrigðisráðherra hefur staðið sig best og skilað flestum sinna frumvarpa ef frá eru talin frumvarp um tóbaksvarnir og frumvarp um breytingu á lögum um málefni aldraðra. Þá hefur hann ekki enn skilað þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2020. Þó er beðið með eftirvæntingu eftir skýrslu ráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur verið sá ráðherra sem hefur talað mest í þá átt að vilja afglæpavæða fíkniefni.vísir/gva Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram fjörutíu prósent þeirra mála sem þeir boðuðu með þingmálaskrá í upphafi vetrarþings. Framlagningarfrestur nýrra frumvarpa rennur út á morgun. Sem dæmi um frumvarp sem beðið er eftir er frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um kennitöluflakk. Stöð 2 greindi frá því í janúar að ríkisskattstjóri áætlaði að ríkissjóður færi á mis við 80 milljarða króna vegna skattaundanskota á ári hverju og að kennitöluflakk væri hluti vandans. Í yfirlýsingu frá ASÍ um sömu mundir sagði að lengi hefði ríkt andvaraleysi hjá stjórnvöldum gagnvart kennitöluflakki. Þá er beðið eftir frumvarpi um ný útlendingalög. Þverpólitísk þingmannanefnd kynnti drög að frumvarpinu í ágúst í fyrra. Er frumvarpinu meðal annars ætlað að stuðla að samræmingu laga um útlendinga og laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þá eru nýmæli í frumvarpinu að áhersla sé lögð á réttindi barna í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og reynt að tryggja börnum vernd. Fréttablaðið greindi frá því í vetur að í einhverjum tilfellum væri brottvísun barna sem sækja um hæli hér á landi brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meirihluti húsnæðisfrumvarpa félagsmálaráðherra er fram kominn en þó vantar enn frumvarp um Íbúðastofnun og um húsnæðislán. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að þessi frumvörp komi fram en þau fela í sér róttækar breytingar á Íbúðalánasjóði og húsnæðislánakerfinu. Þá er ekki komið fram frumvarp um að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Hugmyndir forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um þessa breytingu var gagnrýnd mjög þegar hún kom fram. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics, sagði fjölgunina misráðna í mars í fyrra. „Fyrir mér er þetta alveg skýrt, að það á að vera einn seðlabankastjóri og tveir eða þrír undirmenn hans. Það er svo hægt að skilgreina það nákvæmlega hvernig valdahlutfallið er á milli þessara manna,“ sagði Jón á Bylgjunni við það tilefni. Heilbrigðisráðherra hefur staðið sig best og skilað flestum sinna frumvarpa ef frá eru talin frumvarp um tóbaksvarnir og frumvarp um breytingu á lögum um málefni aldraðra. Þá hefur hann ekki enn skilað þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2020. Þó er beðið með eftirvæntingu eftir skýrslu ráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur verið sá ráðherra sem hefur talað mest í þá átt að vilja afglæpavæða fíkniefni.vísir/gva
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira