Tegundasvik í sölu á fiski virðast útbreitt vandamál Svavar Hávarðsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Tegundasvik virðast tíðkast um allan heim. Rannsóknir alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna Oceana á tegundasvikum í sölu sjávarfangs sýna áþekkar niðurstöður og rannsóknir Matís hér á landi. Rannsóknir samtakanna í 21 fylki í Bandaríkjunum sýndu að af 1.200 sýnum sem safnað var voru í 33 prósentum tilfella aðrar fisktegundir í pakkningum en merkingar sögðu til um. Oceana rannsakaði einnig hvernig málin stæðu á veitingastöðum í Brussel og í mötuneytum stofnana Evrópusambandsins. Í Brussel var um að ræða aðra tegund en fram kom á matseðli í 31,8 prósenta tilfella, segir í frétt Matís. Í alþjóðlegri rannsókn sem Matís er þátttakandi í, og er enn ólokið, kom meðal annars fram að um 30 prósent allra sýna, sem tekin hafa verið á veitingastöðum hérlendis, innihéldu annan fisk en tilgreint var á matseðli, eins og fram hefur komið í fréttum Matís. Rannsóknin nær til tegundagreiningar á fiski, hvort fisktegund, samanber niðurstöður erfðarannsókna, sé í samræmi við það sem gefið er upp, og taka yfir fjörutíu aðilar um alla Evrópu þátt. Í frétt Matís segir að ljóst sé að heilindi með sjávarfang sé mikið efnahagslegt hagsmunamál fyrir framleiðendur, seljendur, neytendur og ekki síst þau lönd sem keppa um markaðshlutdeild á alþjóðlegum mörkuðum. Matís tekur lýsandi dæmi: Þegar ódýr hvítfiskur er seldur sem þorskur úr Norður-Atlantshafi getur verðmunurinn verið mjög mikill og leitt af sér lægra verð fyrir þorskinn og þorskafurðir. Marine Stewardship Council (MSC) hefur bent á að hefðbundið verð fyrir brauðaðan pangasíus, sem er eldisfiskur upprunninn í Víetnam, sé um fjórar evrur [575 krónur] á hvert kíló en verðið á þorski geti verið um 25 evrur [3.600] á hvert kíló. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Rannsóknir alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna Oceana á tegundasvikum í sölu sjávarfangs sýna áþekkar niðurstöður og rannsóknir Matís hér á landi. Rannsóknir samtakanna í 21 fylki í Bandaríkjunum sýndu að af 1.200 sýnum sem safnað var voru í 33 prósentum tilfella aðrar fisktegundir í pakkningum en merkingar sögðu til um. Oceana rannsakaði einnig hvernig málin stæðu á veitingastöðum í Brussel og í mötuneytum stofnana Evrópusambandsins. Í Brussel var um að ræða aðra tegund en fram kom á matseðli í 31,8 prósenta tilfella, segir í frétt Matís. Í alþjóðlegri rannsókn sem Matís er þátttakandi í, og er enn ólokið, kom meðal annars fram að um 30 prósent allra sýna, sem tekin hafa verið á veitingastöðum hérlendis, innihéldu annan fisk en tilgreint var á matseðli, eins og fram hefur komið í fréttum Matís. Rannsóknin nær til tegundagreiningar á fiski, hvort fisktegund, samanber niðurstöður erfðarannsókna, sé í samræmi við það sem gefið er upp, og taka yfir fjörutíu aðilar um alla Evrópu þátt. Í frétt Matís segir að ljóst sé að heilindi með sjávarfang sé mikið efnahagslegt hagsmunamál fyrir framleiðendur, seljendur, neytendur og ekki síst þau lönd sem keppa um markaðshlutdeild á alþjóðlegum mörkuðum. Matís tekur lýsandi dæmi: Þegar ódýr hvítfiskur er seldur sem þorskur úr Norður-Atlantshafi getur verðmunurinn verið mjög mikill og leitt af sér lægra verð fyrir þorskinn og þorskafurðir. Marine Stewardship Council (MSC) hefur bent á að hefðbundið verð fyrir brauðaðan pangasíus, sem er eldisfiskur upprunninn í Víetnam, sé um fjórar evrur [575 krónur] á hvert kíló en verðið á þorski geti verið um 25 evrur [3.600] á hvert kíló. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira