Nálægðin við spítalann afar mikilvæg segir háskólarektor Svavar Hávarðsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir nálægð við háskólasamfélagið skipta máli. Landspítalinn og Háskóli Íslands starfa sem samofin órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús. Í dægurþrasi undangenginna missera um staðsetningu nýs Landspítala hefur mikilvægi þessa nána sambands skóla og spítala tíðum gleymst – eða alla vega fallið í skuggann fyrir öðrum hagsmunum þessarar risaframkvæmdar. Þetta segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, spurður um kosti og galla staðsetningar nýs spítala út frá hagsmunum hans sem háskólasjúkrahúss, en eins og óþarft er að rekja þá hefur um langt árabil verið tekist á um hvar hagfelldast sé að nýr Landspítali standi.Nálægðin lykilatriði Jón Atli segir að uppbygging spítalans í Vatnsmýri sé afar mikilvæg háskólanum og kemur þá margt til. Ef standa á vörð um árangur liðinna ára og uppfylla væntingar um uppbyggingu háskólans til framtíðar þá sé nálægðin við Landspítalann lykilatriði, og gildi þá einu hvort horft er til kennslu, vísindastarfs, starfsþjálfunar eða nýsköpunar. Fyrst af öllu verði að hafa hugfast hversu háskólinn og Landspítalinn eru kyrfilega samofnir í gegnum fólkið sem þar starfar. Nemendur við heilbrigðisvísindasvið háskólans séu ríflega 2.000 talsins og akademískir starfsmenn þess um 300 – og þar af rúmlega 100 sem eru sameiginlegir starfsmenn háskólans og Landspítalans. Þá hafi verið nefnt í umræðunni hversu aðkallandi það sé að starfsemi spítalans sé ekki dreifð út um alla borg – Landspítalinn starfar jú á sautján stöðum í um 100 húsum. Þetta megi hæglega heimfæra upp á háskólann en sex heilbrigðisvísindadeildir skólans starfa núna á þrettán stöðum í borginni.Rannsóknahús nýs Landspítala skiptir ekki síst máli í samstarfi HÍ og LSH. Mynd/SPITALStærsta kennslustofan „Ég hef oft sagt að Landspítalinn sé stærsti og mikilvægasti samstarfsaðili Háskóla Íslands sem er þó í fjölbreyttu samstarfi við fjölda aðila innan lands sem utan. Landspítalinn er í raun stærsta kennslustofa háskólans. Markmiðið er betri heilbrigðisþjónusta, bætt meðferð, umönnun og þjónusta við sjúklinga og aðstandendur. Samstarfið snýst um að tryggja gæði menntunar og þjálfunar heilbrigðisstarfsfólks og efla Landspítalann sem háskólasjúkrahús, og styrkja þannig stöðu hans í harðri samkeppni um hæft starfsfólk við bestu háskólasjúkrahús í heimi,“ segir Jón Atli og bendir á mikilvægi vísindasamstarfsins og birtingarmynd þess sem er birting á ritrýndum vísindagreinum og fyrir tilstilli Landspítalans séu heilbrigðisvísindi ein sterkasta vísindagrein háskólans á alþjóðlega vísu. Jón Atli tiltekur einnig nýsköpun, þar sem hafi sýnt sig að samspil háskóla og spítala er mjög mikilvægt. Starfsmenn háskólans koma að stofnun tveggja til þriggja nýsköpunarfyrirtækja á ári og meiri hluti þeirra verður til í samstarfi við spítalann.Margt kemur til „Þetta er það sem blasir við, en það eru ekki bara heilbrigðisvísindagreinarnar sem eru mikilvægar í þessu samstarfi – sálgæsla í guðfræði, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf, heilbrigðisverkfræði þar sem ekki síst er að finna möguleika í samhengi við heilsu og heilbrigði – en þá er fátt eitt nefnt,“ segir Jón Atli og tekur fram að ekki megi gleyma Vísindagörðum Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík þegar þekkingarsamfélagið á svæðinu er til umræðu, en fyrirtæki eins og Íslensk erfðagreining, sem sé mjög mikilvægur samstarfsaðili Háskóla Íslands, er hluti af Vísindagarðasvæðinu. Jón Atli nefnir einnig að til þess að Háskóli Íslands nái að halda áfram sókn sinni verði að fjármagna hann vel, og til samræmis við það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Það er lykilatriði. Innviðauppbygging verði að skoðast í því ljósi, og samnýting tækja og aðstöðu. Á sama tíma liggur fyrir að nýr Landspítali mun spara þjóðarbúinu stórfé þegar hann er risinn. „Miklu máli skiptir að viðhalda þeirri gerjun sem nálægð háskólans og spítalans skapar og mun efla Landspítalann sem háskólasjúkrahús til heilla fyrir íslenskt samfélag – um það er ég sannfærður,“ segir Jón Atli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Landspítalinn og Háskóli Íslands starfa sem samofin órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús. Í dægurþrasi undangenginna missera um staðsetningu nýs Landspítala hefur mikilvægi þessa nána sambands skóla og spítala tíðum gleymst – eða alla vega fallið í skuggann fyrir öðrum hagsmunum þessarar risaframkvæmdar. Þetta segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, spurður um kosti og galla staðsetningar nýs spítala út frá hagsmunum hans sem háskólasjúkrahúss, en eins og óþarft er að rekja þá hefur um langt árabil verið tekist á um hvar hagfelldast sé að nýr Landspítali standi.Nálægðin lykilatriði Jón Atli segir að uppbygging spítalans í Vatnsmýri sé afar mikilvæg háskólanum og kemur þá margt til. Ef standa á vörð um árangur liðinna ára og uppfylla væntingar um uppbyggingu háskólans til framtíðar þá sé nálægðin við Landspítalann lykilatriði, og gildi þá einu hvort horft er til kennslu, vísindastarfs, starfsþjálfunar eða nýsköpunar. Fyrst af öllu verði að hafa hugfast hversu háskólinn og Landspítalinn eru kyrfilega samofnir í gegnum fólkið sem þar starfar. Nemendur við heilbrigðisvísindasvið háskólans séu ríflega 2.000 talsins og akademískir starfsmenn þess um 300 – og þar af rúmlega 100 sem eru sameiginlegir starfsmenn háskólans og Landspítalans. Þá hafi verið nefnt í umræðunni hversu aðkallandi það sé að starfsemi spítalans sé ekki dreifð út um alla borg – Landspítalinn starfar jú á sautján stöðum í um 100 húsum. Þetta megi hæglega heimfæra upp á háskólann en sex heilbrigðisvísindadeildir skólans starfa núna á þrettán stöðum í borginni.Rannsóknahús nýs Landspítala skiptir ekki síst máli í samstarfi HÍ og LSH. Mynd/SPITALStærsta kennslustofan „Ég hef oft sagt að Landspítalinn sé stærsti og mikilvægasti samstarfsaðili Háskóla Íslands sem er þó í fjölbreyttu samstarfi við fjölda aðila innan lands sem utan. Landspítalinn er í raun stærsta kennslustofa háskólans. Markmiðið er betri heilbrigðisþjónusta, bætt meðferð, umönnun og þjónusta við sjúklinga og aðstandendur. Samstarfið snýst um að tryggja gæði menntunar og þjálfunar heilbrigðisstarfsfólks og efla Landspítalann sem háskólasjúkrahús, og styrkja þannig stöðu hans í harðri samkeppni um hæft starfsfólk við bestu háskólasjúkrahús í heimi,“ segir Jón Atli og bendir á mikilvægi vísindasamstarfsins og birtingarmynd þess sem er birting á ritrýndum vísindagreinum og fyrir tilstilli Landspítalans séu heilbrigðisvísindi ein sterkasta vísindagrein háskólans á alþjóðlega vísu. Jón Atli tiltekur einnig nýsköpun, þar sem hafi sýnt sig að samspil háskóla og spítala er mjög mikilvægt. Starfsmenn háskólans koma að stofnun tveggja til þriggja nýsköpunarfyrirtækja á ári og meiri hluti þeirra verður til í samstarfi við spítalann.Margt kemur til „Þetta er það sem blasir við, en það eru ekki bara heilbrigðisvísindagreinarnar sem eru mikilvægar í þessu samstarfi – sálgæsla í guðfræði, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf, heilbrigðisverkfræði þar sem ekki síst er að finna möguleika í samhengi við heilsu og heilbrigði – en þá er fátt eitt nefnt,“ segir Jón Atli og tekur fram að ekki megi gleyma Vísindagörðum Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík þegar þekkingarsamfélagið á svæðinu er til umræðu, en fyrirtæki eins og Íslensk erfðagreining, sem sé mjög mikilvægur samstarfsaðili Háskóla Íslands, er hluti af Vísindagarðasvæðinu. Jón Atli nefnir einnig að til þess að Háskóli Íslands nái að halda áfram sókn sinni verði að fjármagna hann vel, og til samræmis við það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Það er lykilatriði. Innviðauppbygging verði að skoðast í því ljósi, og samnýting tækja og aðstöðu. Á sama tíma liggur fyrir að nýr Landspítali mun spara þjóðarbúinu stórfé þegar hann er risinn. „Miklu máli skiptir að viðhalda þeirri gerjun sem nálægð háskólans og spítalans skapar og mun efla Landspítalann sem háskólasjúkrahús til heilla fyrir íslenskt samfélag – um það er ég sannfærður,“ segir Jón Atli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira