Íslendingur í nautaati í Portúgal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2016 00:00 Sigurður í baráttu við nautið á páskadag. Næsti bardagi hans verður þann 12. maí. Á meðan flestir Íslendingar tróðu sig út af páskaeggjum á Páskadag hafði Sigurður Ingibergur Björnsson öðrum hnöppum að hneppa. Sigurður steig á bak hesti í bænum Povóa St. Miguel - Moura í Portúgal og tók þátt í nautaati. Nautaat í Portúgal er öðruvísi en þau sem flestir Íslendingar þekkja til frá Spáni. Í Portúgal berst nautabaninn við nautið á hestbaki en þar er nautið aðeins skutlað með krókörvum og ekki drepið. Nautið gerir tilraunir til að ráðast að bananum á baki sem hörfar og notast á móti við krókörvarnar. Í spænsku nautaati er nautabaninn hins vegar með litríka dulu og reynir áður en yfir líkur að drepa nautið. Er slíkt nautaat þjóðaríþrótta Spánverja en gagnrýni á þá tegund ats virðist aukast frá ári til árs.Sigurður er þrautreyndur knapi.Snýst fyrst og fremst um reiðmennskuna Sigurður er þrautreyndur knapi sem hefur verið í hestamennsku síðan hann var ungur. „Sem er náttúrulega langt síðan,“ segir Sigurður kíminn í samtali við Vísi. Sigurður er rétt skriðinn á sextugsaldurinn og fagnar 53 ára afmæli í ágúst. Fjallað var fyrst um nautaat Sigurðar í Morgunblaðinu í dag. Sigurður hefur verið mikið á baki uppi á hálendi en auk þess kynnst hestum út um allan heim. Nefnir hann til sögunnar hindrunarstökk, dressage og ródeó í Chile.Í portúgölsku nautaati er notast við svokallaða Lusitano hesta sem eru að sögn Sigurðar talsvert stærri en íslensku hestarnir og gríðarlega vel þjálfaðir. „Ég kynntist þessu nautaati í gegnum portúgalska vini í fyrra og fór að skoða myndbönd,“ segir Sigurður en eitt slíkt má sjá hér að neðan. „Það er fyrst og fremst reiðmennskan í þessu sem heillar.“Hugmyndin kviknaði á Kili Sigurður segist hafa verið í reiðtúr suður Kjöl í fyrra með fyrrnefndum Portúgölum þegar þeir sögðu honum frá þessari tegund nautaats. Eftir það hafi ekki verið aftur snúið. Undanfarnar sjö vikur hefur hann verið í stífu námskeiði ytra við undirbúning fyrir bardagann á páskadag. „Þetta er þrælsnúið tæknilega en ég var vel undirbúinn svo þetta gekk samkvæmt plani,“ segir Sigurður Hann var í læri í skóla Portúgalans Jorge D’Almeida sem Sigurður segir að sé afar reynslumikill í faginu. Hann hafi auk þess mjög góð samtök sem hafi hjálpað honum að komast að, að fá að berjast, sem sé talsvert mál. „Hann er veteran í þessu og búinn með 1500 bardaga. Sonur hans, Antonio D'Almeida sem er atvinnumaður í þessu, kenndi mér mikið líka,“ segir Sigurður. „Svo hjálpar að vera útlendingur líka. Þeim finnst það spennandi.“Nokkrar krókörvar komnar í búk nautsins.Annar bardagi framundan Sigurður er skráður í annan bardaga í Figurera da Foz þann 12. maí. Sigurður er spenntur fyrir bardaganum en viðurkennir að eiga langt í land í að komast eitthvað nálægt þeim bestu í faginu. „Það er ekki raunhæft fyrir karl á sextugsaldri að byrja í þessu og ná langt,“ segir Sigurður léttur. Hann bætir við til gamans að í elsta bókmenntaverki sögunnar, Gilgamesarkviðu sem var sennilega rituð 2100 fyrir Krist, er lýsing á nautaati. „Þetta hefur verið með okkur síðan við urðum að mönnum og hættum að vera apar. Sá atburður var nefnilega þegar við fórum fyrst á hestbak,“ segir Sigurður. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Á meðan flestir Íslendingar tróðu sig út af páskaeggjum á Páskadag hafði Sigurður Ingibergur Björnsson öðrum hnöppum að hneppa. Sigurður steig á bak hesti í bænum Povóa St. Miguel - Moura í Portúgal og tók þátt í nautaati. Nautaat í Portúgal er öðruvísi en þau sem flestir Íslendingar þekkja til frá Spáni. Í Portúgal berst nautabaninn við nautið á hestbaki en þar er nautið aðeins skutlað með krókörvum og ekki drepið. Nautið gerir tilraunir til að ráðast að bananum á baki sem hörfar og notast á móti við krókörvarnar. Í spænsku nautaati er nautabaninn hins vegar með litríka dulu og reynir áður en yfir líkur að drepa nautið. Er slíkt nautaat þjóðaríþrótta Spánverja en gagnrýni á þá tegund ats virðist aukast frá ári til árs.Sigurður er þrautreyndur knapi.Snýst fyrst og fremst um reiðmennskuna Sigurður er þrautreyndur knapi sem hefur verið í hestamennsku síðan hann var ungur. „Sem er náttúrulega langt síðan,“ segir Sigurður kíminn í samtali við Vísi. Sigurður er rétt skriðinn á sextugsaldurinn og fagnar 53 ára afmæli í ágúst. Fjallað var fyrst um nautaat Sigurðar í Morgunblaðinu í dag. Sigurður hefur verið mikið á baki uppi á hálendi en auk þess kynnst hestum út um allan heim. Nefnir hann til sögunnar hindrunarstökk, dressage og ródeó í Chile.Í portúgölsku nautaati er notast við svokallaða Lusitano hesta sem eru að sögn Sigurðar talsvert stærri en íslensku hestarnir og gríðarlega vel þjálfaðir. „Ég kynntist þessu nautaati í gegnum portúgalska vini í fyrra og fór að skoða myndbönd,“ segir Sigurður en eitt slíkt má sjá hér að neðan. „Það er fyrst og fremst reiðmennskan í þessu sem heillar.“Hugmyndin kviknaði á Kili Sigurður segist hafa verið í reiðtúr suður Kjöl í fyrra með fyrrnefndum Portúgölum þegar þeir sögðu honum frá þessari tegund nautaats. Eftir það hafi ekki verið aftur snúið. Undanfarnar sjö vikur hefur hann verið í stífu námskeiði ytra við undirbúning fyrir bardagann á páskadag. „Þetta er þrælsnúið tæknilega en ég var vel undirbúinn svo þetta gekk samkvæmt plani,“ segir Sigurður Hann var í læri í skóla Portúgalans Jorge D’Almeida sem Sigurður segir að sé afar reynslumikill í faginu. Hann hafi auk þess mjög góð samtök sem hafi hjálpað honum að komast að, að fá að berjast, sem sé talsvert mál. „Hann er veteran í þessu og búinn með 1500 bardaga. Sonur hans, Antonio D'Almeida sem er atvinnumaður í þessu, kenndi mér mikið líka,“ segir Sigurður. „Svo hjálpar að vera útlendingur líka. Þeim finnst það spennandi.“Nokkrar krókörvar komnar í búk nautsins.Annar bardagi framundan Sigurður er skráður í annan bardaga í Figurera da Foz þann 12. maí. Sigurður er spenntur fyrir bardaganum en viðurkennir að eiga langt í land í að komast eitthvað nálægt þeim bestu í faginu. „Það er ekki raunhæft fyrir karl á sextugsaldri að byrja í þessu og ná langt,“ segir Sigurður léttur. Hann bætir við til gamans að í elsta bókmenntaverki sögunnar, Gilgamesarkviðu sem var sennilega rituð 2100 fyrir Krist, er lýsing á nautaati. „Þetta hefur verið með okkur síðan við urðum að mönnum og hættum að vera apar. Sá atburður var nefnilega þegar við fórum fyrst á hestbak,“ segir Sigurður.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira