Verkamenn á fullum launum borða hádegismat hjá hjálparsamtökum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. mars 2016 19:00 Nokkuð hefur borið á því undanfarið að verkamenn í fullri vinnu fari á Kaffistofu Samhjálpar í hádeginu til að freista þess að fá þar ókeypis máltíð. Bjarni Alfreðsson, verkefnastjóri Kaffistofunnar, hefur síðustu vikur þurft að vísa burt hópum frá þremur mismunandi fyrirtækjum. Á kaffistofu Samhjálpar getur heimilislaust fólk fengið heitan mat. Bjarni segir að á uppgangsárunum hafi verkamenn sem störfuðu í nágrenni við Kaffistofuna, til að mynda við Hörpu, komið margir saman á merktum fyrirtækjabílum og snætt hádegismat hjá hjálparsamtökunum. Hann hélt að sá tími væri liðinn en undanfarið hefur borið á því að erlendir verkamenn í fullri vinnu komi þangað í hádeginu. „Þetta byrjaði núna með vorinu. Bara fljótlega eftir áramót komu hérna einhverjir tveir menn merktir fyrirtækjum tvo daga í röð. Ég fattaði þetta ekki alveg fyrsta daginn en svo fór ég náttúrlega bara að fylgjast með og setti smá í gang eins og maður gerir, og þá fundum við tvo aðra hópa sem voru að koma, menn í fullri vinnu,“ segir Bjarni. Hann kveðst ekki vita hvort það sé vinnuveitandi eða einhver annar sem vísi mönnunum á að sækja hádegismat til hjálparsamtaka. Þeir sem komi séu allir útlendir iðnaðarmenn. Í síðasta mánuði segist Bjarni hafa þurft að vísa burt verkamönnum frá þremur mismunandi fyrirtækjum. „Ég kannski geri það ekki í fyrsta áfanga. Ég kanna náttúrlega hvort þessir menn séu að styrkja Samhjálp eða eitthvað, maður leitar eftir því. En það voru bara menn að koma beint, menn á fullum launum einhverstaðar. Ég er búin að vísa þremur út, eða mönnum frá þremur kompaníum. Það er svona víða pottur brotinn. Þetta er ekki til að hressa upp á sálartetrið hjá okkur sko,“ segir Bjarni Alfreðsson. Tengdar fréttir Rifist um stólana á Kaffistofu Samhjálpar Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á kaffistofuna eru útlendingar. 30. mars 2016 19:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því undanfarið að verkamenn í fullri vinnu fari á Kaffistofu Samhjálpar í hádeginu til að freista þess að fá þar ókeypis máltíð. Bjarni Alfreðsson, verkefnastjóri Kaffistofunnar, hefur síðustu vikur þurft að vísa burt hópum frá þremur mismunandi fyrirtækjum. Á kaffistofu Samhjálpar getur heimilislaust fólk fengið heitan mat. Bjarni segir að á uppgangsárunum hafi verkamenn sem störfuðu í nágrenni við Kaffistofuna, til að mynda við Hörpu, komið margir saman á merktum fyrirtækjabílum og snætt hádegismat hjá hjálparsamtökunum. Hann hélt að sá tími væri liðinn en undanfarið hefur borið á því að erlendir verkamenn í fullri vinnu komi þangað í hádeginu. „Þetta byrjaði núna með vorinu. Bara fljótlega eftir áramót komu hérna einhverjir tveir menn merktir fyrirtækjum tvo daga í röð. Ég fattaði þetta ekki alveg fyrsta daginn en svo fór ég náttúrlega bara að fylgjast með og setti smá í gang eins og maður gerir, og þá fundum við tvo aðra hópa sem voru að koma, menn í fullri vinnu,“ segir Bjarni. Hann kveðst ekki vita hvort það sé vinnuveitandi eða einhver annar sem vísi mönnunum á að sækja hádegismat til hjálparsamtaka. Þeir sem komi séu allir útlendir iðnaðarmenn. Í síðasta mánuði segist Bjarni hafa þurft að vísa burt verkamönnum frá þremur mismunandi fyrirtækjum. „Ég kannski geri það ekki í fyrsta áfanga. Ég kanna náttúrlega hvort þessir menn séu að styrkja Samhjálp eða eitthvað, maður leitar eftir því. En það voru bara menn að koma beint, menn á fullum launum einhverstaðar. Ég er búin að vísa þremur út, eða mönnum frá þremur kompaníum. Það er svona víða pottur brotinn. Þetta er ekki til að hressa upp á sálartetrið hjá okkur sko,“ segir Bjarni Alfreðsson.
Tengdar fréttir Rifist um stólana á Kaffistofu Samhjálpar Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á kaffistofuna eru útlendingar. 30. mars 2016 19:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Rifist um stólana á Kaffistofu Samhjálpar Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á kaffistofuna eru útlendingar. 30. mars 2016 19:15