Innlent

Pólskunám við Háskóla Íslands á flug

Svavar Hávarðsson skrifar
Áhugi á pólskunámi kom þægilega á óvart.
Áhugi á pólskunámi kom þægilega á óvart. vísir/ernir

Tveimur byrjendanámskeiðum í pólsku við Háskóla Íslands hefur verið tekið afar vel og þrefaldaðist nemendafjöldinn á milli missera.

Um er að ræða tvö námskeið fyrir nemendur við skólann sem kennd eru á sex vikum. Það eru Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands og Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda sem standa að námskeiðunum í samvinnu við Háskólann í Varsjá og með styrk frá EFTA.

Einnig verður boðið upp á pólsku­námskeið á komandi haustmisseri og á vormisseri 2017.

Anna Rabczuk, nýprófessor við Háskólann í Varsjá, kom hingað til lands til að kenna á námskeiðunum. Hún segir í viðtali sem birt er á vef Háskólans að margt hafi komið henni á óvart. Nemendur séu betur að sér um Pólland og pólska menningu en hún bjóst við.

Anna segir að áhugi á pólskunámi sé augljós í sínum augum – Pólverjar séu stærsti minnihlutahópurinn á Íslandi og nemendurnir vilji tengjast pólska samfélaginu. Einhverjir eiga pólska nágranna, aðrir leggja stund á pólskunám vegna þess að þeir eiga pólskan maka og svo eru það þeir sem hafa einfaldlega mikinn áhuga á Póllandi.

Anna segir að Háskólinn geti stutt við bakið á pólska minnihlutanum á Íslandi með því að tryggja að boðið verði áfram upp á pólskunám við Tungumálamiðstöð skólans.

Stúdentum sem sýna náminu áhuga fer fjölgandi því að á fyrsta misseri skráðu tuttugu nemendur sig til þátttöku en á seinna misserinu voru þeir sextíu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.