Innlent

Fá styrki til nýsköpunar

Svavar Hávarðsson skrifar
Hús sjávarklasans
Hús sjávarklasans vísir/gva
Tíu frumkvöðlafyrirtæki í Húsi sjávarklasans hafa á undanförnum mánuðum fengið fjárfesta til liðs við sig til að þróa vörur og til markaðssetningar. Fjárfestingarnar eru yfirleitt 50 til 100 milljónir, þó að dæmi séu um umtalsvert hærri upphæðir.

Á vefsíðu Sjávarklasans segir að þessara fjárfestinga hafi verið beðið um skeið. „Þetta er mjög jákvæð þróun og við erum hæstánægð með að sjá ólíka fjárfesta koma að þessum áhugaverðu fyrirtækjum,“ segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans.

Oft er um að ræða minni fjárfesta sem eru fyrirtækjunum afar mikilvægir sem bakhjarlar er byggja þarf upp starf fyrirtækjanna, segir Þór. Hann bætir við að erlendir fjárfestar, meðal annars sjóðir sem sérhæfa sig í sjálfbærum matvælaiðnaði, prótínframleiðslu, hafi sýnt áhuga á fjárfestingum en minna hafi í raun komið út úr þeim viðræðum. „Það kann að verða næsta bylgja,“ segir Þór.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×