Munu ekki líða einelti á sjónum Svavar Hávarðsson skrifar 24. mars 2016 07:00 Tæp 40 prósent sjómanna í nýrri könnun höfðu orðið vör við einelti um borð. vísir/Hari Sjómannasamband Íslands lítur vísbendingar um mikið einelti um borð í fiskiskipaflotanum alvarlegum augum. Einstök fyrirtæki líta til nýrrar könnunar um einelti og hafa brugðist við með því að gefa út þau skilaboð að einelti verði ekki liðið. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að niðurstöður kannana hafi vakið stjórn sambandsins til umhugsunar, og málið verði tekið upp á vettvangi þess, þó eineltismál meðal sjómanna hafi ekki komið beint inn á hennar borð. Samgöngustofa hafi kannað einelti um borð í sérstakri könnun fyrir nokkru sem gaf vissar vísbendingar en Sjómannasambandið hyggist fara fram á að þetta verði skoðað sérstaklega í framhaldskönnun meðal sjómanna sem er ráðgerð af Samgöngustofu. Þá komi samninganefnd sjómanna saman eftir páska og þar verði málið örugglega rætt – en fyrstu viðbrögð fyrirtækja við þessum vísbendingum séu líklega í bestum farvegi með fræðslustarfi.Valmundur Valmundsson„En ef þetta er rétt – að einelti sé svona algengt á skipunum, þá er það algjörlega óþolandi. Það verður að segjast alveg eins og er. Þetta eru sláandi tölur,“ segir Valmundur. Eins og Fréttablaðið greindi frá virðist einelti um borð í íslenskum fiskiskipum mun algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9 prósent, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna, sagðist hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Dæmi eru þegar um að fyrirtæki séu tekin að taka ákveðið á einelti á vinnustað, og eitt þeirra er Síldarvinnslan í Neskaupstað, sem er einmitt heimabær Salóme. Fyrirtækið fól Austurbrú, sameignarstofnun sem meðal annars öll sveitarfélögin á Austurlandi standa að, að gera starfsánægjukönnun meðal sinna starfsmanna og bendir hún til að þess að um fimm prósent sjómanna Síldarvinnslunnar hafi einhvern tímann upplifað einelti og að 25 prósent þeirra hafi einhvern tímann orðið vitni að slíku. Þetta er lægra hlutfall en í könnun Salóme, en í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar er vísað í rannsókn hennar og segir að hún undirstriki engu að síður þörfina fyrir það að vinna markvisst að því að uppræta einelti. Síldarvinnslan gerir það svikalaust og hefur síðustu misseri gefið það skýrt út að einelti verði ekki liðið, og að tilkynningar eða grunur um slíkt verði tekinn alvarlega. Í því ljósi hafa nýlega verið haldin námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækisins um einelti og viðbrögð við því. Jafnframt er skýrt tekið fram í starfsmannastefnu fyrirtækisins að einelti og áreitni af öllu tagi sé algerlega óheimil – enda brot á vinnuverndarlöggjöfinni.Síldarvinnslan grípur til aðgerða:- Starfsmenn eru hvattir til að láta vita ef þeir hafa orðið fyrir einelti eða áreitni, eða orðið vitni að slíku. - Tilkynna má einelti eða áreitni til viðkomandi skipstjóra, stýrimanns, verksmiðjustjóra eða verkstjóra. Þeim ber skylda til að tryggja að málið fái faglega meðferð. Tilkynna má einelti eða áreitni beint til starfsmannastjóra. Það má gera nafnlaust. - Starfsmenn fá frekari fræðslu og upplýsingar um einelti og áreitni. - Stjórnendur fá sérstaka þjálfun í meðhöndlun eineltis og áreitni. - Ásakanir um einelti og áreitni verða rannsakaðar með markvissari hætti. Tekið fast á brotum.Heimild: Heimasíða SíldarvinnslunSíldarvinnslunaunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Sjómannasamband Íslands lítur vísbendingar um mikið einelti um borð í fiskiskipaflotanum alvarlegum augum. Einstök fyrirtæki líta til nýrrar könnunar um einelti og hafa brugðist við með því að gefa út þau skilaboð að einelti verði ekki liðið. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að niðurstöður kannana hafi vakið stjórn sambandsins til umhugsunar, og málið verði tekið upp á vettvangi þess, þó eineltismál meðal sjómanna hafi ekki komið beint inn á hennar borð. Samgöngustofa hafi kannað einelti um borð í sérstakri könnun fyrir nokkru sem gaf vissar vísbendingar en Sjómannasambandið hyggist fara fram á að þetta verði skoðað sérstaklega í framhaldskönnun meðal sjómanna sem er ráðgerð af Samgöngustofu. Þá komi samninganefnd sjómanna saman eftir páska og þar verði málið örugglega rætt – en fyrstu viðbrögð fyrirtækja við þessum vísbendingum séu líklega í bestum farvegi með fræðslustarfi.Valmundur Valmundsson„En ef þetta er rétt – að einelti sé svona algengt á skipunum, þá er það algjörlega óþolandi. Það verður að segjast alveg eins og er. Þetta eru sláandi tölur,“ segir Valmundur. Eins og Fréttablaðið greindi frá virðist einelti um borð í íslenskum fiskiskipum mun algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9 prósent, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna, sagðist hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Dæmi eru þegar um að fyrirtæki séu tekin að taka ákveðið á einelti á vinnustað, og eitt þeirra er Síldarvinnslan í Neskaupstað, sem er einmitt heimabær Salóme. Fyrirtækið fól Austurbrú, sameignarstofnun sem meðal annars öll sveitarfélögin á Austurlandi standa að, að gera starfsánægjukönnun meðal sinna starfsmanna og bendir hún til að þess að um fimm prósent sjómanna Síldarvinnslunnar hafi einhvern tímann upplifað einelti og að 25 prósent þeirra hafi einhvern tímann orðið vitni að slíku. Þetta er lægra hlutfall en í könnun Salóme, en í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar er vísað í rannsókn hennar og segir að hún undirstriki engu að síður þörfina fyrir það að vinna markvisst að því að uppræta einelti. Síldarvinnslan gerir það svikalaust og hefur síðustu misseri gefið það skýrt út að einelti verði ekki liðið, og að tilkynningar eða grunur um slíkt verði tekinn alvarlega. Í því ljósi hafa nýlega verið haldin námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækisins um einelti og viðbrögð við því. Jafnframt er skýrt tekið fram í starfsmannastefnu fyrirtækisins að einelti og áreitni af öllu tagi sé algerlega óheimil – enda brot á vinnuverndarlöggjöfinni.Síldarvinnslan grípur til aðgerða:- Starfsmenn eru hvattir til að láta vita ef þeir hafa orðið fyrir einelti eða áreitni, eða orðið vitni að slíku. - Tilkynna má einelti eða áreitni til viðkomandi skipstjóra, stýrimanns, verksmiðjustjóra eða verkstjóra. Þeim ber skylda til að tryggja að málið fái faglega meðferð. Tilkynna má einelti eða áreitni beint til starfsmannastjóra. Það má gera nafnlaust. - Starfsmenn fá frekari fræðslu og upplýsingar um einelti og áreitni. - Stjórnendur fá sérstaka þjálfun í meðhöndlun eineltis og áreitni. - Ásakanir um einelti og áreitni verða rannsakaðar með markvissari hætti. Tekið fast á brotum.Heimild: Heimasíða SíldarvinnslunSíldarvinnslunaunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira