Tækifærin í markaðssetningu raforku Friðrik Larsen skrifar 20. apríl 2016 07:00 Framtíðin er full af spennandi tækifærum og það er undir okkur öllum komið hvernig við nýtum þau. Það er raforkumarkaður ekki undanskilinn, þó svo hann hafi hingað til verið nokkuð einsleitur. Framleiðsla á hreinni orku hér á landi mun til lengri tíma skapa þjóðarbúinu miklar tekjur og um leið gefa Íslendingum tækifæri til að hafa gífurleg áhrif á alþjóðavísu. Sem fyrr segir hefur raforkumarkaður verið einsleitur hingað til, bæði hér á landi og erlendis. Einstaklingar og fyrirtæki hafa keypt orku af opinberum fyrirtækjum og borgað rafmagnsreikninginn án þess að spyrja margra spurninga – eða það sem verra er, að lengi vel var ekki val um annað. Helstu samskipti orkufyrirtækja og neytenda hafa hingað til verið mánaðarlegur reikningur fyrir áætlaðri notkun.Orka sem söluvara Þetta er þó að breytast hratt og með samkeppni á markaði og sífellt breytilegri tækni hafa einstaklingar og fyrirtæki loks val um hvaðan og hvernig þau kaupa raforku. Samhliða aukinni þörf og kröfu um vistvæna orku eru neytendur meðvitaðir um þörfina fyrir aukin gæði, betri þjónustu og samkeppnishæf verð. Þeir söluaðilar raforku sem mæta þessum þörfum munu vinna markaðinn, ef þannig má að orði komast. Þeir aðilar munu ná árangri með vörumerkjafræðina (e. branding) að vopni. Rafmagn er í raun hrávara sem gengur kaupum og sölum. Hægt er að gefa orkunni þýðingu sem skiptir neytendur máli. Því skiptir vörumerkjastjórnun máli þegar neytendur geta í auknari mæli valið hvaðan þeir kaupa orkuna. Við þekkjum öll heimsfræg vörumerki á borð við Apple, Google og Amazon. Ekkert þessara fyrirtækja fann upp nýja vöru þannig séð. Tölvur voru til áður en Apple fór að framleiða sínar tölvur og Google var ekki fyrsta leitarvélin svo tekin séu dæmi. Þrátt fyrir það hafa þessi vörumerki ákveðna þýðingu í hugum okkar og vörumerkið eitt og sér kemur ákveðnum skilaboðum áleiðis til neytenda. Skilaboðum sem fela í sér gæði, verð og tilfinningu. Það sama mun gerast hjá þeim rafmagnsveitum sem tileinka sér öfluga vörumerkjastjórnun.Fyrsta skrefið Dagana 19. og 20. september næstkomandi verður haldin hér á landi ráðstefna um markaðssetningu raforku. Ráðstefnan er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en þar koma saman margir af stærstu og mikilvægustu söluaðilum raforku í heiminum. Meðal ræðumanna eru aðilar sem hafa yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu, þ.e. raforkumarkaði sem og vörumerkjastjórnun. Þátttakendur ráðstefnunnar hafa um leið tækifæri til að mynda öflugt tengslanet í geiranum og sækja sér þekkingu. Markaðssetning á raforku er nær óþekkt hugtak á alþjóðavísu og ráðstefnan er því um leið mikilvægur frumkvöðlavettvangur. Hún vekur einnig athygli á Íslandi, hreinleika landsins við framleiðslu á raforku, þeim tækifærum sem til staðar eru í íslensku viðskiptalífi og síðast en ekki síst þeirri þekkingu og reynslu sem er til staðar hér á landi hvort sem litið er til orkugeirans, akademíunnar eða viðskiptalífsins í heild sinni. Þarna verða stigin fyrstu skrefin í því að nýta tækifæri framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Framtíðin er full af spennandi tækifærum og það er undir okkur öllum komið hvernig við nýtum þau. Það er raforkumarkaður ekki undanskilinn, þó svo hann hafi hingað til verið nokkuð einsleitur. Framleiðsla á hreinni orku hér á landi mun til lengri tíma skapa þjóðarbúinu miklar tekjur og um leið gefa Íslendingum tækifæri til að hafa gífurleg áhrif á alþjóðavísu. Sem fyrr segir hefur raforkumarkaður verið einsleitur hingað til, bæði hér á landi og erlendis. Einstaklingar og fyrirtæki hafa keypt orku af opinberum fyrirtækjum og borgað rafmagnsreikninginn án þess að spyrja margra spurninga – eða það sem verra er, að lengi vel var ekki val um annað. Helstu samskipti orkufyrirtækja og neytenda hafa hingað til verið mánaðarlegur reikningur fyrir áætlaðri notkun.Orka sem söluvara Þetta er þó að breytast hratt og með samkeppni á markaði og sífellt breytilegri tækni hafa einstaklingar og fyrirtæki loks val um hvaðan og hvernig þau kaupa raforku. Samhliða aukinni þörf og kröfu um vistvæna orku eru neytendur meðvitaðir um þörfina fyrir aukin gæði, betri þjónustu og samkeppnishæf verð. Þeir söluaðilar raforku sem mæta þessum þörfum munu vinna markaðinn, ef þannig má að orði komast. Þeir aðilar munu ná árangri með vörumerkjafræðina (e. branding) að vopni. Rafmagn er í raun hrávara sem gengur kaupum og sölum. Hægt er að gefa orkunni þýðingu sem skiptir neytendur máli. Því skiptir vörumerkjastjórnun máli þegar neytendur geta í auknari mæli valið hvaðan þeir kaupa orkuna. Við þekkjum öll heimsfræg vörumerki á borð við Apple, Google og Amazon. Ekkert þessara fyrirtækja fann upp nýja vöru þannig séð. Tölvur voru til áður en Apple fór að framleiða sínar tölvur og Google var ekki fyrsta leitarvélin svo tekin séu dæmi. Þrátt fyrir það hafa þessi vörumerki ákveðna þýðingu í hugum okkar og vörumerkið eitt og sér kemur ákveðnum skilaboðum áleiðis til neytenda. Skilaboðum sem fela í sér gæði, verð og tilfinningu. Það sama mun gerast hjá þeim rafmagnsveitum sem tileinka sér öfluga vörumerkjastjórnun.Fyrsta skrefið Dagana 19. og 20. september næstkomandi verður haldin hér á landi ráðstefna um markaðssetningu raforku. Ráðstefnan er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en þar koma saman margir af stærstu og mikilvægustu söluaðilum raforku í heiminum. Meðal ræðumanna eru aðilar sem hafa yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu, þ.e. raforkumarkaði sem og vörumerkjastjórnun. Þátttakendur ráðstefnunnar hafa um leið tækifæri til að mynda öflugt tengslanet í geiranum og sækja sér þekkingu. Markaðssetning á raforku er nær óþekkt hugtak á alþjóðavísu og ráðstefnan er því um leið mikilvægur frumkvöðlavettvangur. Hún vekur einnig athygli á Íslandi, hreinleika landsins við framleiðslu á raforku, þeim tækifærum sem til staðar eru í íslensku viðskiptalífi og síðast en ekki síst þeirri þekkingu og reynslu sem er til staðar hér á landi hvort sem litið er til orkugeirans, akademíunnar eða viðskiptalífsins í heild sinni. Þarna verða stigin fyrstu skrefin í því að nýta tækifæri framtíðarinnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar