„Ég var kominn með hálfgerða hveitipabbabumbu“ Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 10. mars 2016 10:00 Hallgrímur Ólafsson leikari hefur undanfarnar níu vikur verið í stífu prógrammi hjá einkaþjálfara. Vísir/Vilhelm „Það er mjög góð stemning í hópnum, frumsýningin átti að vera fyrir tveimur vikum svo það er óhætt að segja að sýningin sé tilbúin, en það þurfti að fresta frumsýningunni vegna slyss sem átti sér stað á æfingu með þeim afleiðingum að aðalleikkona sýningarinnar, Vigdís Hrefna, slasaðist og gat því miður ekki tekið þátt áfram, svo síðustu tvær vikur hafa farið í það að koma leikkonunni Láru Jóhönnu inn í hlutverk Vigdísar, en það hefur gengið alveg frábærlega. Lára er alveg ótrúleg leikkona - að geta stokkið inn í svona stórt og veigamikið hlutverk með svona stuttum fyrirvara er alveg rosalegt. Ég á eiginlega ekki orð yfir það, hún er nánast inni á sviðinu allan tímann og gerir þetta mjög vel,“ segir Hallgrímur Ólafsson leikari spenntur fyrir kvöldinu Leikritið Hleyptu þeim rétta inn fjallar um Óskar sem er einmana og vinalaus drengur sem er lagður í gróft einelti í skóla. Þegar hin dularfulla Elí flytur inn í blokkina hans við hliðina á honum umturnast tilvera Óskars þar sem undarlegir og óhugnanlegir atburðir fara að eiga sér stað á svæðinu. Óskar áttar sig smám saman á því hvert leyndarmál Elí er, hún er vampíra, sem verður að nærast á blóði fólks til að komast af. „Ég leik Mikka, ungan dreng, sem leggur Óskar í einelti ásamt félaga sínum. Mikki er í grunninn alls ekkert vondur strákur en tekur þátt til þess að falla í hópinn og vera samþykktur. En þetta er mjög ljót og illa gert af þeim félögum,“ segir Halli. Þar sem Hallgrímur leikur barn í sýningunni, sjálfur orðinn þriggja barna faðir og kominn á fertugsaldurinn fannst honum ekkert annað hægt að gera í stöðunni, en að taka sig í gegn og koma sér í gott líkamlegt form. „Þegar ég fór á samlestur á leikritinu fyrr í vetur, áttaði ég mig á því að ég var að fara leika barn í sýningunni, og þar sem ákveðnar senur í leikritinu eiga sér stað bæði inni í sundlaug og búningsklefa, þar sem ég kem til með að vera ber að ofan var ekkert annað í stöðunni en skella mér í góða líkamsrækt, ég var kominn með hálfgerða hveitipabbabumbu sem mér fannst alls ekki ganga upp í þessu hlutverki. Ég hafði samband við æskufélaga minn, Garðar Sigvaldason einkaþjálfara í Sporthúsinu. Ég hef verið í frekar stífu prógrammi í níu vikur og misst heil sex kíló. Þetta er frábær tilfinning, allt miklu léttara og ég hef mun meiri orku en ég hafði, en ég verð samt að viðurkenna að mér finnst alls ekkert skemmtilegt að stunda líkamsrækt,“ segir Halli léttur í bragði og bætir við að vonandi eigi það eftir að breytast þar sem hann er staðráðinn í því að halda sér áfram í góðu formi. Fram undan er nóg um að vera hjá Hallgrími en hann mun taka þátt í Djöflaeyjunni sem fer á fjalir Þjóðleikhússins næstkomandi haust, ásamt fleiri skemmtilegum verkefnum „Það er búið að vera nóg að gera í leikhúsinu, en í vetur hef ég, ásamt því að leika í Hleyptu þeim rétta inn, leikið í Móðurharðindunum, Sporvagninum Girnd og Leitinni að jólunum. Fram undan er svo Djöflaeyjan í haust þar sem ég fer með hlutverk Grettis en það var Guðmundur Ólafsson sem lék hann í kvikmyndinni hér á árum áður. Svo er ég að leikstýra leikritinu Fullkomið brúðkaup sem framhaldsskólinn á Akranesi er að setja upp, ásamt því hef verð ég verkefnastjóri á Írskum dögum sem fram fara á Akranesi í sumar," segir Halli. Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
„Það er mjög góð stemning í hópnum, frumsýningin átti að vera fyrir tveimur vikum svo það er óhætt að segja að sýningin sé tilbúin, en það þurfti að fresta frumsýningunni vegna slyss sem átti sér stað á æfingu með þeim afleiðingum að aðalleikkona sýningarinnar, Vigdís Hrefna, slasaðist og gat því miður ekki tekið þátt áfram, svo síðustu tvær vikur hafa farið í það að koma leikkonunni Láru Jóhönnu inn í hlutverk Vigdísar, en það hefur gengið alveg frábærlega. Lára er alveg ótrúleg leikkona - að geta stokkið inn í svona stórt og veigamikið hlutverk með svona stuttum fyrirvara er alveg rosalegt. Ég á eiginlega ekki orð yfir það, hún er nánast inni á sviðinu allan tímann og gerir þetta mjög vel,“ segir Hallgrímur Ólafsson leikari spenntur fyrir kvöldinu Leikritið Hleyptu þeim rétta inn fjallar um Óskar sem er einmana og vinalaus drengur sem er lagður í gróft einelti í skóla. Þegar hin dularfulla Elí flytur inn í blokkina hans við hliðina á honum umturnast tilvera Óskars þar sem undarlegir og óhugnanlegir atburðir fara að eiga sér stað á svæðinu. Óskar áttar sig smám saman á því hvert leyndarmál Elí er, hún er vampíra, sem verður að nærast á blóði fólks til að komast af. „Ég leik Mikka, ungan dreng, sem leggur Óskar í einelti ásamt félaga sínum. Mikki er í grunninn alls ekkert vondur strákur en tekur þátt til þess að falla í hópinn og vera samþykktur. En þetta er mjög ljót og illa gert af þeim félögum,“ segir Halli. Þar sem Hallgrímur leikur barn í sýningunni, sjálfur orðinn þriggja barna faðir og kominn á fertugsaldurinn fannst honum ekkert annað hægt að gera í stöðunni, en að taka sig í gegn og koma sér í gott líkamlegt form. „Þegar ég fór á samlestur á leikritinu fyrr í vetur, áttaði ég mig á því að ég var að fara leika barn í sýningunni, og þar sem ákveðnar senur í leikritinu eiga sér stað bæði inni í sundlaug og búningsklefa, þar sem ég kem til með að vera ber að ofan var ekkert annað í stöðunni en skella mér í góða líkamsrækt, ég var kominn með hálfgerða hveitipabbabumbu sem mér fannst alls ekki ganga upp í þessu hlutverki. Ég hafði samband við æskufélaga minn, Garðar Sigvaldason einkaþjálfara í Sporthúsinu. Ég hef verið í frekar stífu prógrammi í níu vikur og misst heil sex kíló. Þetta er frábær tilfinning, allt miklu léttara og ég hef mun meiri orku en ég hafði, en ég verð samt að viðurkenna að mér finnst alls ekkert skemmtilegt að stunda líkamsrækt,“ segir Halli léttur í bragði og bætir við að vonandi eigi það eftir að breytast þar sem hann er staðráðinn í því að halda sér áfram í góðu formi. Fram undan er nóg um að vera hjá Hallgrími en hann mun taka þátt í Djöflaeyjunni sem fer á fjalir Þjóðleikhússins næstkomandi haust, ásamt fleiri skemmtilegum verkefnum „Það er búið að vera nóg að gera í leikhúsinu, en í vetur hef ég, ásamt því að leika í Hleyptu þeim rétta inn, leikið í Móðurharðindunum, Sporvagninum Girnd og Leitinni að jólunum. Fram undan er svo Djöflaeyjan í haust þar sem ég fer með hlutverk Grettis en það var Guðmundur Ólafsson sem lék hann í kvikmyndinni hér á árum áður. Svo er ég að leikstýra leikritinu Fullkomið brúðkaup sem framhaldsskólinn á Akranesi er að setja upp, ásamt því hef verð ég verkefnastjóri á Írskum dögum sem fram fara á Akranesi í sumar," segir Halli.
Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira