Þakkar útigangsmönnum hve bærileg vera hans var á götunni Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2016 20:50 "Það á enginn þetta líf skilið,“ segir Árni Steinn Viggósson sem dvaldi í sólarhring á götunni í Kúala Lúmpúr. MYNDIR/SNAPCHAT-AÐGANGURINN BOYSNBACKPACKS „Það á enginn þetta líf skilið. Það á enginn að þurfa vera einn og við ættum öll að hjálpast að, alltaf,“ segir Árni Steinn Viggósson sem dvaldi í sólarhring á götunni í Kúala Lúmpúr í Malasíu. Það vöktu fá skrif jafn mikla athygli á Facebook í gær og stöðuuppfærslan sem Árni Steinn deildi en hann sagðist ætla að betla sér til matar í sólarhring til að kynnast frekar lífsviðhorfi þeirra sem búa við sára fátækt í þessum heimshluta. Hann segir veruna á götunni hafa gengið upp og niður en segist eiga nokkrum góðum útigangsmönnum það að þakka hve bærileg hún var. Árni Steinn var gagnrýndur töluvert fyrir þetta uppátæki en margir sögðu að hann ætti í raun eftir að auka á neyð þeirra sem eru nú þegar í sárri fátækt með því að betla sér til matar í borginni. Árni Steinn segir það ávallt hafa verið meininguna að gefa til baka og safna pening fyrir það fólk sem hann hitti.Heimilislaus eftir að hafa fjármagnað aðgerð „Snemma á leiðinni kynntist ég manni sem vildi láta kalla sig Lewis. Hann lenti í erfiðu mótorhjólaslysi fyrir 2 árum sem skyldi hann eftir óvinnuhæfan og þær fáu aðgerðir sem hann náði að fjármagna þá skyldu hann eftir auralausan og á götunni. Það breytti því þó ekki að hann var vildi æstur taka mig í skoðunarferð um helstu viðkomustaði heimilislausa fólksins. Það eina sem hann vildi eyða peningunum sínum í var að safna fyrir aðgerð svo hann gæti mögulega komist aftur á vinnumarkaðinn,“ segir Árni Steinn í samtali við Vísi.Bjartsýni Liz smitaði hann Þegar liðið var á síðdegið hitti hann Liz og bræður hennar en systkinin misstu foreldra sína fyrir ári síðan. „Síðan þá hafa þau lifað þrjú saman á götunni og hefur Liz tekið að sér móðurhlutverkið og stendur sig með prýði. Ég kynntist því þannig að Liz passaði upp á að allir væru með jafn mikið að borða. Meira að segja ég. Það sem Liz þráði var að geta sent bræður sína í skóla. Ég hef ekki hugmynd um hvað það kostar en hún var bjartsýn og það smitaði mig,“ segir Árni Steinn.Siduan fór með hann á „sparistaðinn“ Síðar um kvöldið tók maður að nafni Siduan Árna Stein undir sinn verndarvæng. „Hann fór með mig á sérstakan „sparistað" þar sem hann og fjórir vinir hans lágu allar nætur. Þetta var aðeins frá öngþveitinu og ég var mjög ánægður að fá að vera partur af "sparistaðnum". Við Siduan spjölluðum fram eftir og ég komst að því að Siduan dreymdi um að eiga efni á rútu svo hann kæmist aftur í heimabæinn sinn til að geta séð barnabörnin sín vaxa úr grasi.“Vill koma þeim á óvart með fjárframlagi Hann segir þetta fólk hafa hjálpað sér að gera dvöl hans á götunni bærilegri og langar honum að koma þeim á óvart með fjárframlagi. „Það væri ótrúlega gaman að geta komið þeim á óvart með pening sem þau eiga alls ekki von á. Þið kannist við máltækið. Margt smátt gerir eitt stórt og nokkrir hundrað kallar hér og nokkrir þar geta breytt lífi þessa yndislega fólks. Og það að geta séð peninginn sinn vera hluti af því að breyta lífi held ég að sé einstakt,“ segir Árni Steinn. Ásamt því að ætla sjálfur að gefa þeim af sínum eigin fjármunum hefur hann komið upp styrktarreikning: Banki: 0130 - 05 - 112122 Kennitala: 120495-3999 „Það væri gaman ef framlagið myndi stækka eitthvað yfir nóttina en reikningurinn er opinn og ég hvet alla til þess að taka þátt og breyta klinkinu sínu í eitthvað sem virkilega skiptir máli. Á morgun getið þið síðan séð framlögin ykkar breyta lífum hérna í Malasíu því að það verður sýnt beint frá því og óspilltum viðbrögðunum á Snapchat aðganginum okkar: BoysNBackpacks,“ segir Árni Steinn.Óraði ekki fyrir viðbrögðunum Hann segist marga hafa bent á að hann hefði átt að efna til söfnunarinnar um leið og hann setti stöðuuppfærsluna í loftið í gær. „Ég er sammála því en mig óraði ekki fyrir viðbrögðunum sem þessi færsla fékk, svo ég hugsaði bara ekki svo langt,“ segir Árni.Posted by Árni Steinn Viggósson on Friday, March 11, 2016 Tengdar fréttir Ungur Íslendingur í Malasíu býr á götunni í sólarhring Hyggst betla sér til matar í 24 klukkustundir til að þess að kynnast frekar lífsviðhorfi þeirra sem búa við sárafátækt. 12. mars 2016 12:43 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
„Það á enginn þetta líf skilið. Það á enginn að þurfa vera einn og við ættum öll að hjálpast að, alltaf,“ segir Árni Steinn Viggósson sem dvaldi í sólarhring á götunni í Kúala Lúmpúr í Malasíu. Það vöktu fá skrif jafn mikla athygli á Facebook í gær og stöðuuppfærslan sem Árni Steinn deildi en hann sagðist ætla að betla sér til matar í sólarhring til að kynnast frekar lífsviðhorfi þeirra sem búa við sára fátækt í þessum heimshluta. Hann segir veruna á götunni hafa gengið upp og niður en segist eiga nokkrum góðum útigangsmönnum það að þakka hve bærileg hún var. Árni Steinn var gagnrýndur töluvert fyrir þetta uppátæki en margir sögðu að hann ætti í raun eftir að auka á neyð þeirra sem eru nú þegar í sárri fátækt með því að betla sér til matar í borginni. Árni Steinn segir það ávallt hafa verið meininguna að gefa til baka og safna pening fyrir það fólk sem hann hitti.Heimilislaus eftir að hafa fjármagnað aðgerð „Snemma á leiðinni kynntist ég manni sem vildi láta kalla sig Lewis. Hann lenti í erfiðu mótorhjólaslysi fyrir 2 árum sem skyldi hann eftir óvinnuhæfan og þær fáu aðgerðir sem hann náði að fjármagna þá skyldu hann eftir auralausan og á götunni. Það breytti því þó ekki að hann var vildi æstur taka mig í skoðunarferð um helstu viðkomustaði heimilislausa fólksins. Það eina sem hann vildi eyða peningunum sínum í var að safna fyrir aðgerð svo hann gæti mögulega komist aftur á vinnumarkaðinn,“ segir Árni Steinn í samtali við Vísi.Bjartsýni Liz smitaði hann Þegar liðið var á síðdegið hitti hann Liz og bræður hennar en systkinin misstu foreldra sína fyrir ári síðan. „Síðan þá hafa þau lifað þrjú saman á götunni og hefur Liz tekið að sér móðurhlutverkið og stendur sig með prýði. Ég kynntist því þannig að Liz passaði upp á að allir væru með jafn mikið að borða. Meira að segja ég. Það sem Liz þráði var að geta sent bræður sína í skóla. Ég hef ekki hugmynd um hvað það kostar en hún var bjartsýn og það smitaði mig,“ segir Árni Steinn.Siduan fór með hann á „sparistaðinn“ Síðar um kvöldið tók maður að nafni Siduan Árna Stein undir sinn verndarvæng. „Hann fór með mig á sérstakan „sparistað" þar sem hann og fjórir vinir hans lágu allar nætur. Þetta var aðeins frá öngþveitinu og ég var mjög ánægður að fá að vera partur af "sparistaðnum". Við Siduan spjölluðum fram eftir og ég komst að því að Siduan dreymdi um að eiga efni á rútu svo hann kæmist aftur í heimabæinn sinn til að geta séð barnabörnin sín vaxa úr grasi.“Vill koma þeim á óvart með fjárframlagi Hann segir þetta fólk hafa hjálpað sér að gera dvöl hans á götunni bærilegri og langar honum að koma þeim á óvart með fjárframlagi. „Það væri ótrúlega gaman að geta komið þeim á óvart með pening sem þau eiga alls ekki von á. Þið kannist við máltækið. Margt smátt gerir eitt stórt og nokkrir hundrað kallar hér og nokkrir þar geta breytt lífi þessa yndislega fólks. Og það að geta séð peninginn sinn vera hluti af því að breyta lífi held ég að sé einstakt,“ segir Árni Steinn. Ásamt því að ætla sjálfur að gefa þeim af sínum eigin fjármunum hefur hann komið upp styrktarreikning: Banki: 0130 - 05 - 112122 Kennitala: 120495-3999 „Það væri gaman ef framlagið myndi stækka eitthvað yfir nóttina en reikningurinn er opinn og ég hvet alla til þess að taka þátt og breyta klinkinu sínu í eitthvað sem virkilega skiptir máli. Á morgun getið þið síðan séð framlögin ykkar breyta lífum hérna í Malasíu því að það verður sýnt beint frá því og óspilltum viðbrögðunum á Snapchat aðganginum okkar: BoysNBackpacks,“ segir Árni Steinn.Óraði ekki fyrir viðbrögðunum Hann segist marga hafa bent á að hann hefði átt að efna til söfnunarinnar um leið og hann setti stöðuuppfærsluna í loftið í gær. „Ég er sammála því en mig óraði ekki fyrir viðbrögðunum sem þessi færsla fékk, svo ég hugsaði bara ekki svo langt,“ segir Árni.Posted by Árni Steinn Viggósson on Friday, March 11, 2016
Tengdar fréttir Ungur Íslendingur í Malasíu býr á götunni í sólarhring Hyggst betla sér til matar í 24 klukkustundir til að þess að kynnast frekar lífsviðhorfi þeirra sem búa við sárafátækt. 12. mars 2016 12:43 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Ungur Íslendingur í Malasíu býr á götunni í sólarhring Hyggst betla sér til matar í 24 klukkustundir til að þess að kynnast frekar lífsviðhorfi þeirra sem búa við sárafátækt. 12. mars 2016 12:43