Innlent

Meirihluti jákvæður gagnvart erlendu vinnuafli

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Margir útlendingar koma til landsins til að vinna í lengri og skemmri tíma, til að mynda í byggingarvinnu.
Margir útlendingar koma til landsins til að vinna í lengri og skemmri tíma, til að mynda í byggingarvinnu. Visir/Vilhelm
Sextíu prósent Íslendinga eru jákvæð gagnvart því að fá erlent vinnuafl til landsins. Þá er 21 prósent á móti. Nítján prósent tóku ekki afstöðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup, en sambærileg könnun var framkvæmd í 69 öðrum löndum.

Meirihluti telur komu erlends vinnuafls neikvæða í 42 löndum en jákvæða í 27 löndum. Hins vegar segjast 57 prósent allra þátttakenda jákvæð gagnvart komu erlends vinnuafls.

Í skýrslu Gallup kemur fram að fátækari þjóðir séu almennt jákvæðar, milliríkar þjóðir almennt neikvæðar en skiptar skoðanir séu meðal ríkra þjóða. Hins vegar skekkir Kína, fjölmennasta ríki heims, þær niðurstöður þar sem það sker sig úr í hópi milliríkra þjóða.

Kínverjar eru jákvæðasta þjóðin, þar munar 74 prósentustigum á því hve margir eru jákvæðir og neikvæðir. Neikvæðasta þjóðin er hins vegar Taílendingar. Þar munar 65 prósentustigum í hina áttina.

Í könnuninni var spurt: „Telur þú almennt að það sé jákvætt eða neikvætt fyrir Ísland að fá erlent vinnuafl til landsins?“ Þá tóku 1.875 Íslendingar þátt, valdir af handahófi, og var svarhlutfall um sextíu prósent. 

Kínverjar eru jákvæðasta þjóðin, þar munar 74 prósentustigum á því hve margir eru jákvæðir og neikvæðir. Neikvæðasta þjóðin er hins vegar Taílendingar. Þar munar 65 prósentustigum í hina áttina.

Í könnuninni var spurt: „Telur þú almennt að það sé jákvætt eða neikvætt fyrir Ísland að fá erlent vinnuafl til landsins?“ Þá tóku 1.875 Íslendingar þátt, valdir af handahófi, og var svarhlutfall um sextíu prósent. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×