Innlent

Vilja ekki að forstjóra sé greitt fyrir stjórnarsetu í dótturfyrirtækjum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Forstjóri Orkuveitunnar fær nýjan launasamning.
Forstjóri Orkuveitunnar fær nýjan launasamning. Vísir/Vilhelm
Formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á að semja við forstjórann um endurskoðun launa hans. Það á að gera innan ramma „tillagna starfskjaranefndar OR“ eins og segir í fundargerð stjórnar OR.

Fulltrúar minnihlutans sátu hjá við afgreiðsluna. „Undirrituð telja að skoða þurfi hvort ekki sé eðlilegt, og í takt við upphaflegar fyrirætlanir eigenda, að stjórnarlaun séu innifalin í föstum launum starfsmanna OR sem sitja fyrir hönd móðurfélagsins í stjórnum dótturfélaganna,“ segir í bókun þeirra.

Ekki hefur fengist aðgangur að fyrrnefndum tillögum starfskjaranefndar OR. „Þegar fyrir liggur samþykkt á heildarkjörum forstjóra verður upplýst um hver þau verða,“ segir í svari frá fyrirtækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×