Innlent

Lögreglan lýsir eftir Bjarna Frey

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Freyr Þórhallsson
Bjarni Freyr Þórhallsson mynd/lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Bjarna Frey Þórhallssyni, 20 ára, en ekkert hefur spurst til hans síðan í gærmorgun.

Hann hefur til umráða bifreiðna UK-514 sem er Toyota Corolla, dökkrauð að lit og árgerð 2005. Siðast er vitað um ferðir hans á bifreiðinni á Kjalarnesi á leið til norðurs.  

Bjarni er meðalmaður á hæð, klæddur í brúnar buxur og svartan leðurjakka.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Bjarna er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×