Konurnar eru í öndvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2016 09:30 „Sjaldgæft er að heyra barokktónlist eftir konur en það er vel við hæfi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna,“ segir Diljá. Vísir/Ernir Það er sjaldgæft að boðið sé upp á barokktónlist eftir konur,“ segir Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari og lýsir tónleikahúsdagskrá í tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 í kvöld klukkan 20. Konur eru þar í öndvegi og dagskráin kallast Í gegnum rimlana því stór partur verkanna er saminn af nunnum. „Í klaustrunum voru helst tækifæri fyrir konur að skrifa tónlist því þar fengu þær menntun,“ útskýrir Diljá. Ítalskir lofsöngvar frá miðöldum verða sungnir líka, að sögn Diljár, höfundar þeirra eru óþekktir en hún segir ýmislegt benda til að þar hafi konur verið að verki. Á milli hinna fornu tónverka verður leikin ný raftónlist eftir Kristínu Lárusdóttur og farið verður með textabrot sem unnin hafa verið í samvinnu við leikstjórann Gígju Hólmgeirsdóttur. Lagt er út frá heimildum um ævi Lucreziu Orsina Vizzana sem bjó í Santa Christina klaustrinu í Bologna. Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur að dagskránni. Hann skipa Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona, Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðluleikari, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, Steingrímur Þórhallsson, organisti og semballeikari, og Kristín Lárusdóttir tónskáld. Sviðssetning er í höndum Gígju Hólmgeirsdóttur, leikstjóra og dramatúrgs. Einnig kemur fram ungt fólk úr Sönghópi Fjölbrautaskólans í Breiðholti og úr sönghópnum Litrófinu sem starfræktur er í Fella- og Hólakirkju undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. „Við höfum verið að kynna barokk í Breiðholtinu fyrir nemendum Tónskólans og 7. bekkjar Hólabrekkuskóla, ásamt foreldrum, en í kvöld er opið fyrir alla,“ lýsir Diljá og segir framtakið lið í að færa tónlistina nær fólkinu. „Börnin voru opin og skemmtileg, lifðu sig inn í söguna sem við erum að segja og spurðu háleitra spurninga á eftir. Ég held líka að raftónlistin hennar Kristínar tengi saman fortíð og samtíð.“ Hún segir aðsókn að tónlistarnámi hafa minnkað í Breiðholtinu og margar ástæður geta legið til þess, meðal annars efnahag. Leikið verður á upprunaleg hljóðfæri í kvöld í sal Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi að sögn Diljár. „Þar er semballinn og við þyrpumst um hann.“ Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Það er sjaldgæft að boðið sé upp á barokktónlist eftir konur,“ segir Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari og lýsir tónleikahúsdagskrá í tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 í kvöld klukkan 20. Konur eru þar í öndvegi og dagskráin kallast Í gegnum rimlana því stór partur verkanna er saminn af nunnum. „Í klaustrunum voru helst tækifæri fyrir konur að skrifa tónlist því þar fengu þær menntun,“ útskýrir Diljá. Ítalskir lofsöngvar frá miðöldum verða sungnir líka, að sögn Diljár, höfundar þeirra eru óþekktir en hún segir ýmislegt benda til að þar hafi konur verið að verki. Á milli hinna fornu tónverka verður leikin ný raftónlist eftir Kristínu Lárusdóttur og farið verður með textabrot sem unnin hafa verið í samvinnu við leikstjórann Gígju Hólmgeirsdóttur. Lagt er út frá heimildum um ævi Lucreziu Orsina Vizzana sem bjó í Santa Christina klaustrinu í Bologna. Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur að dagskránni. Hann skipa Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona, Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðluleikari, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, Steingrímur Þórhallsson, organisti og semballeikari, og Kristín Lárusdóttir tónskáld. Sviðssetning er í höndum Gígju Hólmgeirsdóttur, leikstjóra og dramatúrgs. Einnig kemur fram ungt fólk úr Sönghópi Fjölbrautaskólans í Breiðholti og úr sönghópnum Litrófinu sem starfræktur er í Fella- og Hólakirkju undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. „Við höfum verið að kynna barokk í Breiðholtinu fyrir nemendum Tónskólans og 7. bekkjar Hólabrekkuskóla, ásamt foreldrum, en í kvöld er opið fyrir alla,“ lýsir Diljá og segir framtakið lið í að færa tónlistina nær fólkinu. „Börnin voru opin og skemmtileg, lifðu sig inn í söguna sem við erum að segja og spurðu háleitra spurninga á eftir. Ég held líka að raftónlistin hennar Kristínar tengi saman fortíð og samtíð.“ Hún segir aðsókn að tónlistarnámi hafa minnkað í Breiðholtinu og margar ástæður geta legið til þess, meðal annars efnahag. Leikið verður á upprunaleg hljóðfæri í kvöld í sal Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi að sögn Diljár. „Þar er semballinn og við þyrpumst um hann.“
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira