Vill Grafarvog sem sjálfstætt sveitarfélag: Segir hverfinu stjórnað af mönnum í Borgartúni sem hafa jafnvel ekki komið þangað Birgir Olgeirsson skrifar 9. mars 2016 10:23 Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi vill að hverfið verði sjálfstætt sveitarfélag. Ef af yrði þá yrði Grafarvogur fjórða stærsta sveitarfélag landsins með sautján þúsund íbúa. Vill formaðurinn meina að þjónustan yrði betri og hægt yrði að halda útsvarsgreiðslum íbúa í sjálfstæðu sveitarfélagi Grafarvogs lægri en í Reykjavíkurborg. Þetta sagði formaðurinn Emil Örn Kristjánsson í viðtali við Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar gantaðist Emil Örn með það að vera sjálftitlaður bæjarstjóri í Grafarvogi en hann sagði Sjálfstæðisfélagið í hverfinu vera eina pólitíska aflið þar sem lætur sig málefni Grafarvogs varða. Hann sagði Grafarvogi stjórnað af mönnunum á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni sem séu í engri nánd við hverfið og sem hafi jafnvel aldrei komið þangað. Hefur félagið haldið tvo fundi, annars vegar með Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, og Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðis, þar sem þau fóru yfir kosti þess að búa í minna sveitarfélagi. „Reykjavík er illa rekið sveitarfélag. Hún er bákn. Þeir sem stjórna borginni eru ekki neinni nánd við íbúa. Borgin er stórskuldug og í öllum skoðanakönnunum skorar Reykjavík lágt í ánægjuvoginni,“ sagði Emil Örn og nefndi sem dæmi að sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur, Mosfellsbær, Garðabær og Seltjarnarnes, séu vel rekin, fjárhagsstaðan góð og skora hátt í ánægjuvoginni. Hann sagðist gera ráð fyrir að gera þyrfti lagabreytingu svo Grafarvogur geti orðið sjálfstætt sveitarfélag en það sé vandamál sem hægt sé að leysa. Spurður hvort að öflugri hverfaráð yrði ekki betri lausn fyrir Grafarvog sagði hann núverandi fyrirkomulag þeirra handónýtt. Ef þau fái ekki aukið vald verður hreinlega að leggja þau niður. Hægt er að hlusta á viðtali við Emil Örn í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 "Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 7. febrúar 2013 21:24 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi vill að hverfið verði sjálfstætt sveitarfélag. Ef af yrði þá yrði Grafarvogur fjórða stærsta sveitarfélag landsins með sautján þúsund íbúa. Vill formaðurinn meina að þjónustan yrði betri og hægt yrði að halda útsvarsgreiðslum íbúa í sjálfstæðu sveitarfélagi Grafarvogs lægri en í Reykjavíkurborg. Þetta sagði formaðurinn Emil Örn Kristjánsson í viðtali við Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar gantaðist Emil Örn með það að vera sjálftitlaður bæjarstjóri í Grafarvogi en hann sagði Sjálfstæðisfélagið í hverfinu vera eina pólitíska aflið þar sem lætur sig málefni Grafarvogs varða. Hann sagði Grafarvogi stjórnað af mönnunum á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni sem séu í engri nánd við hverfið og sem hafi jafnvel aldrei komið þangað. Hefur félagið haldið tvo fundi, annars vegar með Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, og Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðis, þar sem þau fóru yfir kosti þess að búa í minna sveitarfélagi. „Reykjavík er illa rekið sveitarfélag. Hún er bákn. Þeir sem stjórna borginni eru ekki neinni nánd við íbúa. Borgin er stórskuldug og í öllum skoðanakönnunum skorar Reykjavík lágt í ánægjuvoginni,“ sagði Emil Örn og nefndi sem dæmi að sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur, Mosfellsbær, Garðabær og Seltjarnarnes, séu vel rekin, fjárhagsstaðan góð og skora hátt í ánægjuvoginni. Hann sagðist gera ráð fyrir að gera þyrfti lagabreytingu svo Grafarvogur geti orðið sjálfstætt sveitarfélag en það sé vandamál sem hægt sé að leysa. Spurður hvort að öflugri hverfaráð yrði ekki betri lausn fyrir Grafarvog sagði hann núverandi fyrirkomulag þeirra handónýtt. Ef þau fái ekki aukið vald verður hreinlega að leggja þau niður. Hægt er að hlusta á viðtali við Emil Örn í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 "Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 7. febrúar 2013 21:24 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00
"Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 7. febrúar 2013 21:24