Vill Grafarvog sem sjálfstætt sveitarfélag: Segir hverfinu stjórnað af mönnum í Borgartúni sem hafa jafnvel ekki komið þangað Birgir Olgeirsson skrifar 9. mars 2016 10:23 Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi vill að hverfið verði sjálfstætt sveitarfélag. Ef af yrði þá yrði Grafarvogur fjórða stærsta sveitarfélag landsins með sautján þúsund íbúa. Vill formaðurinn meina að þjónustan yrði betri og hægt yrði að halda útsvarsgreiðslum íbúa í sjálfstæðu sveitarfélagi Grafarvogs lægri en í Reykjavíkurborg. Þetta sagði formaðurinn Emil Örn Kristjánsson í viðtali við Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar gantaðist Emil Örn með það að vera sjálftitlaður bæjarstjóri í Grafarvogi en hann sagði Sjálfstæðisfélagið í hverfinu vera eina pólitíska aflið þar sem lætur sig málefni Grafarvogs varða. Hann sagði Grafarvogi stjórnað af mönnunum á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni sem séu í engri nánd við hverfið og sem hafi jafnvel aldrei komið þangað. Hefur félagið haldið tvo fundi, annars vegar með Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, og Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðis, þar sem þau fóru yfir kosti þess að búa í minna sveitarfélagi. „Reykjavík er illa rekið sveitarfélag. Hún er bákn. Þeir sem stjórna borginni eru ekki neinni nánd við íbúa. Borgin er stórskuldug og í öllum skoðanakönnunum skorar Reykjavík lágt í ánægjuvoginni,“ sagði Emil Örn og nefndi sem dæmi að sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur, Mosfellsbær, Garðabær og Seltjarnarnes, séu vel rekin, fjárhagsstaðan góð og skora hátt í ánægjuvoginni. Hann sagðist gera ráð fyrir að gera þyrfti lagabreytingu svo Grafarvogur geti orðið sjálfstætt sveitarfélag en það sé vandamál sem hægt sé að leysa. Spurður hvort að öflugri hverfaráð yrði ekki betri lausn fyrir Grafarvog sagði hann núverandi fyrirkomulag þeirra handónýtt. Ef þau fái ekki aukið vald verður hreinlega að leggja þau niður. Hægt er að hlusta á viðtali við Emil Örn í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 "Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 7. febrúar 2013 21:24 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi vill að hverfið verði sjálfstætt sveitarfélag. Ef af yrði þá yrði Grafarvogur fjórða stærsta sveitarfélag landsins með sautján þúsund íbúa. Vill formaðurinn meina að þjónustan yrði betri og hægt yrði að halda útsvarsgreiðslum íbúa í sjálfstæðu sveitarfélagi Grafarvogs lægri en í Reykjavíkurborg. Þetta sagði formaðurinn Emil Örn Kristjánsson í viðtali við Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar gantaðist Emil Örn með það að vera sjálftitlaður bæjarstjóri í Grafarvogi en hann sagði Sjálfstæðisfélagið í hverfinu vera eina pólitíska aflið þar sem lætur sig málefni Grafarvogs varða. Hann sagði Grafarvogi stjórnað af mönnunum á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni sem séu í engri nánd við hverfið og sem hafi jafnvel aldrei komið þangað. Hefur félagið haldið tvo fundi, annars vegar með Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, og Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðis, þar sem þau fóru yfir kosti þess að búa í minna sveitarfélagi. „Reykjavík er illa rekið sveitarfélag. Hún er bákn. Þeir sem stjórna borginni eru ekki neinni nánd við íbúa. Borgin er stórskuldug og í öllum skoðanakönnunum skorar Reykjavík lágt í ánægjuvoginni,“ sagði Emil Örn og nefndi sem dæmi að sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur, Mosfellsbær, Garðabær og Seltjarnarnes, séu vel rekin, fjárhagsstaðan góð og skora hátt í ánægjuvoginni. Hann sagðist gera ráð fyrir að gera þyrfti lagabreytingu svo Grafarvogur geti orðið sjálfstætt sveitarfélag en það sé vandamál sem hægt sé að leysa. Spurður hvort að öflugri hverfaráð yrði ekki betri lausn fyrir Grafarvog sagði hann núverandi fyrirkomulag þeirra handónýtt. Ef þau fái ekki aukið vald verður hreinlega að leggja þau niður. Hægt er að hlusta á viðtali við Emil Örn í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 "Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 7. febrúar 2013 21:24 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00
"Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 7. febrúar 2013 21:24