Hanna Rún um sársaukann sem fylgir dansinum: „Það voru blóðrendur út um allt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2016 11:45 Rosalegar myndir. „Ég fékk spurningu um daginn sem ég hef að vísu fengið oft áður. Margir hafa velt þessu fyrir sér og spurt mig, hvort það sé ekki vont að dansa í svona hælaskóm alltaf,“ segir dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir, sem er búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum og dansherra, Nikita Bazev, og litla drengnum þeirra, Vladimir Óla. Hanna Rún heldur úti vinsælli bloggsíðu þar sem hún skrifar um líf sitt og skemmtilega atburði. Í nýjasta pistlinum talar hún um þau óþægindi sem kunna að leynast í dansinum. „Dansskór eru ekki þægilegustu skórnir verð ég að segja. Það eru jú til alveg hellingur af allskonar dansskóm frá allskonar merkjum með misjöfnum böndum og hælum. Það er hægt að fá sérgerða dansskó, það er hægt að fá hvernig dansskó sem er. Ég er búin að prufa allskonar dansskó frá öllum mögulegum merkjum en ég verð að segja að alveg sama hversu góðir skórnir eru, að eftir langar æfingar eða heilan keppnisdag eru fæturnir alltaf mjög sárir og aumir alveg eins og að ganga í venjulegum hælaskóm.“ Hún man ekki eftir að hafa séð fæturna á sér án sára blaðra. „Þegar ég var ólétt jú þá urðu fæturnir og tærnar á mér örlítið mýkri og aðeins fallegri og þá meina ég jafn ekki eins mikið sigg og blöðrur og vanalega því við æfðum ekki eins mikið. Það þótti mér mjög magnað og merkilegt að sjá. Það var líka vont að byrja að dansa og keppa aftur, þar sem siggið var svona nánast horfið. Að byrja aftur að dansa í keppnisdansskóm þýddi, margar blöðrur ,blóðugir hælar og tær.“Hanna Rún og drengurinn þeirra.vísir/hanna rúnHanna segir að hún og Nikita hafi vissulega æft töluvert á meðan meðgöngunni stóð. „Það kom ekkert annað til greina en að æfa á keppnisskónum mínum. Þessi þrjóska í mér kemur frá henni elsku mömmu minni. Við erum mikið að æfa og keppa þessa dagana. Við erum að ferðast útum allan heim bæði á keppnir og í æfingarbúðir. Þegar við erum í æfingarbúðum eru dagarnir langir og ég er marga klukkutíma í dansskónum án þess að fara úr þeim. Þegar við keppum svona mikið eru böndin á skónum alltaf að nuddast aftur og aftur í sárin svo það er erfitt fyrir þau að ná að gróa því þau opnast alltaf aftur og aftur. Ég lendi líka í því þegar ég er að dansa að reka tærnar illa í hælinn eða Nikita stígur á mig og táneglurnar fjúka af. Það er líka eitt af því sem ég er hætt að kippa mér upp við og veit að það þýðir lítið að setjast niður og kvarta.“ Hún lýsir því að táneglurnar hennar fjúki einfaldlega oft af. „Ég varð nú samt pínu pirruð fyrir síðasta mót þegar ég var að taka mig til. Ég var að naglalakka táneglurnar og tók eftir því að það vantaði tvær. Ég var búin að steingleyma því að á æfingu um daginn sparkaði ég svo illa í mig að tvær táneglur fuku af. Ég varð því bara að bíta í jaxlinn og bölva í hljóði og vera með átta táneglur.”Þegar Hanna var ungur dansari.vísir/hanna rúnHún lýsir því einnig þegar hún fékk Swarovski kristala upp í tærnar. „Það er held ég eitt af því versta af þessu öllu, en sem betur fer gerist það ekki oft. Ég lenti nú samt í því um daginn þegar við vorum að keppa, að ég fékk kristalsbrot upp í tána í cha cha cha sem er dans númer tvö. Það voru blóðrendur út um allt gólf eftir mig. En ég varð að klára dansinn og hina þrjá dansana sem eftir voru, síðan gat ég farið útaf gólfinu og kreist kristalinn út úr táni. Það var vont á meðan var en mikið rosalega var það var gott þegar ég náði honum út, enda var þetta hálfur Swarovski kristall sem skarst upp í tána.“ Hanna segist vera búin að læra með tímanum að þrauka í gegnum sársaukan. „Þegar ég er að dansa er einbeitingin svo mikil að ég hef ekki tíma og má ekki missi einbeitingu og fara að hugsa um hvað mér er illt í fótunum, það er svo nóg annað sem ég þarf að hugsa um. Ég gleymi því aldrei þegar ég var lítil og var í einkatíma hjá þýskum þjálfara og var í hvítum blúndu sokkum eins og á myndinni. Ég man hvað skórnir meiddu mig en ég ætlaði ekki að stoppa. Það var ekki fyrr en danskennarinn kom og spurði mig hvort mér væri ekki illt. Sokkurinn minn var allur orðinn rauður að aftan af blóði og kennarinn sagði mér að vera bara á sokkunum. Ég vildi það ekki, en fékk þó og fékk plástur en fór svo aftur í sokkana og skóna hélt svo áfram.“ Tengdar fréttir Hanna Rún um OMAM tökurnar: „Það er ekki oft eða bara aldrei sem ég mála mig ekki sjálf“ "Ótrúlega flott lag hjá þessum meisturum. Ég og Nikita fengum þann heiður að vera beðin um að dansa í nýjasta myndbandinu þeirra,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún fer á kostum í nýju myndbandi hljómsveitarinnar Of Monsters and Men ásamt eiginmanni sínum Nikita Bazev. 28. janúar 2016 14:58 Fyrir og eftir: Ótrúleg breyting á Hönnu Rún Dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir heldur úti virkilega skemmtilegri bloggsíðu en þar hefur hún tekið saman myndir af sér sem sýna gríðarlega breytingu á útiliti hennar. 20. janúar 2016 10:56 Hanna Rún og Nikita fara á kostum í nýju myndbandi frá OMAM Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters And Men gaf í dag út glænýtt myndband við lagið Wolves Without Teeth og er það tekið upp í íþróttahúsinu við Kennaraháskóla Íslands. 27. janúar 2016 16:12 Hanna Rún og Nikita eru formlega stjörnupar Bera titilinn stjörnupar loks með rentu Þau Hanna Rún Bazev og Nikita Bazev lönduðu titlinum Stjörnupar í lok árs, fyrst íslenskra danspara. Hún finnur fyrir miklum meðbyr, þó ekki úr dansheiminum. 14. janúar 2016 10:00 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira
„Ég fékk spurningu um daginn sem ég hef að vísu fengið oft áður. Margir hafa velt þessu fyrir sér og spurt mig, hvort það sé ekki vont að dansa í svona hælaskóm alltaf,“ segir dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir, sem er búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum og dansherra, Nikita Bazev, og litla drengnum þeirra, Vladimir Óla. Hanna Rún heldur úti vinsælli bloggsíðu þar sem hún skrifar um líf sitt og skemmtilega atburði. Í nýjasta pistlinum talar hún um þau óþægindi sem kunna að leynast í dansinum. „Dansskór eru ekki þægilegustu skórnir verð ég að segja. Það eru jú til alveg hellingur af allskonar dansskóm frá allskonar merkjum með misjöfnum böndum og hælum. Það er hægt að fá sérgerða dansskó, það er hægt að fá hvernig dansskó sem er. Ég er búin að prufa allskonar dansskó frá öllum mögulegum merkjum en ég verð að segja að alveg sama hversu góðir skórnir eru, að eftir langar æfingar eða heilan keppnisdag eru fæturnir alltaf mjög sárir og aumir alveg eins og að ganga í venjulegum hælaskóm.“ Hún man ekki eftir að hafa séð fæturna á sér án sára blaðra. „Þegar ég var ólétt jú þá urðu fæturnir og tærnar á mér örlítið mýkri og aðeins fallegri og þá meina ég jafn ekki eins mikið sigg og blöðrur og vanalega því við æfðum ekki eins mikið. Það þótti mér mjög magnað og merkilegt að sjá. Það var líka vont að byrja að dansa og keppa aftur, þar sem siggið var svona nánast horfið. Að byrja aftur að dansa í keppnisdansskóm þýddi, margar blöðrur ,blóðugir hælar og tær.“Hanna Rún og drengurinn þeirra.vísir/hanna rúnHanna segir að hún og Nikita hafi vissulega æft töluvert á meðan meðgöngunni stóð. „Það kom ekkert annað til greina en að æfa á keppnisskónum mínum. Þessi þrjóska í mér kemur frá henni elsku mömmu minni. Við erum mikið að æfa og keppa þessa dagana. Við erum að ferðast útum allan heim bæði á keppnir og í æfingarbúðir. Þegar við erum í æfingarbúðum eru dagarnir langir og ég er marga klukkutíma í dansskónum án þess að fara úr þeim. Þegar við keppum svona mikið eru böndin á skónum alltaf að nuddast aftur og aftur í sárin svo það er erfitt fyrir þau að ná að gróa því þau opnast alltaf aftur og aftur. Ég lendi líka í því þegar ég er að dansa að reka tærnar illa í hælinn eða Nikita stígur á mig og táneglurnar fjúka af. Það er líka eitt af því sem ég er hætt að kippa mér upp við og veit að það þýðir lítið að setjast niður og kvarta.“ Hún lýsir því að táneglurnar hennar fjúki einfaldlega oft af. „Ég varð nú samt pínu pirruð fyrir síðasta mót þegar ég var að taka mig til. Ég var að naglalakka táneglurnar og tók eftir því að það vantaði tvær. Ég var búin að steingleyma því að á æfingu um daginn sparkaði ég svo illa í mig að tvær táneglur fuku af. Ég varð því bara að bíta í jaxlinn og bölva í hljóði og vera með átta táneglur.”Þegar Hanna var ungur dansari.vísir/hanna rúnHún lýsir því einnig þegar hún fékk Swarovski kristala upp í tærnar. „Það er held ég eitt af því versta af þessu öllu, en sem betur fer gerist það ekki oft. Ég lenti nú samt í því um daginn þegar við vorum að keppa, að ég fékk kristalsbrot upp í tána í cha cha cha sem er dans númer tvö. Það voru blóðrendur út um allt gólf eftir mig. En ég varð að klára dansinn og hina þrjá dansana sem eftir voru, síðan gat ég farið útaf gólfinu og kreist kristalinn út úr táni. Það var vont á meðan var en mikið rosalega var það var gott þegar ég náði honum út, enda var þetta hálfur Swarovski kristall sem skarst upp í tána.“ Hanna segist vera búin að læra með tímanum að þrauka í gegnum sársaukan. „Þegar ég er að dansa er einbeitingin svo mikil að ég hef ekki tíma og má ekki missi einbeitingu og fara að hugsa um hvað mér er illt í fótunum, það er svo nóg annað sem ég þarf að hugsa um. Ég gleymi því aldrei þegar ég var lítil og var í einkatíma hjá þýskum þjálfara og var í hvítum blúndu sokkum eins og á myndinni. Ég man hvað skórnir meiddu mig en ég ætlaði ekki að stoppa. Það var ekki fyrr en danskennarinn kom og spurði mig hvort mér væri ekki illt. Sokkurinn minn var allur orðinn rauður að aftan af blóði og kennarinn sagði mér að vera bara á sokkunum. Ég vildi það ekki, en fékk þó og fékk plástur en fór svo aftur í sokkana og skóna hélt svo áfram.“
Tengdar fréttir Hanna Rún um OMAM tökurnar: „Það er ekki oft eða bara aldrei sem ég mála mig ekki sjálf“ "Ótrúlega flott lag hjá þessum meisturum. Ég og Nikita fengum þann heiður að vera beðin um að dansa í nýjasta myndbandinu þeirra,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún fer á kostum í nýju myndbandi hljómsveitarinnar Of Monsters and Men ásamt eiginmanni sínum Nikita Bazev. 28. janúar 2016 14:58 Fyrir og eftir: Ótrúleg breyting á Hönnu Rún Dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir heldur úti virkilega skemmtilegri bloggsíðu en þar hefur hún tekið saman myndir af sér sem sýna gríðarlega breytingu á útiliti hennar. 20. janúar 2016 10:56 Hanna Rún og Nikita fara á kostum í nýju myndbandi frá OMAM Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters And Men gaf í dag út glænýtt myndband við lagið Wolves Without Teeth og er það tekið upp í íþróttahúsinu við Kennaraháskóla Íslands. 27. janúar 2016 16:12 Hanna Rún og Nikita eru formlega stjörnupar Bera titilinn stjörnupar loks með rentu Þau Hanna Rún Bazev og Nikita Bazev lönduðu titlinum Stjörnupar í lok árs, fyrst íslenskra danspara. Hún finnur fyrir miklum meðbyr, þó ekki úr dansheiminum. 14. janúar 2016 10:00 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira
Hanna Rún um OMAM tökurnar: „Það er ekki oft eða bara aldrei sem ég mála mig ekki sjálf“ "Ótrúlega flott lag hjá þessum meisturum. Ég og Nikita fengum þann heiður að vera beðin um að dansa í nýjasta myndbandinu þeirra,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún fer á kostum í nýju myndbandi hljómsveitarinnar Of Monsters and Men ásamt eiginmanni sínum Nikita Bazev. 28. janúar 2016 14:58
Fyrir og eftir: Ótrúleg breyting á Hönnu Rún Dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir heldur úti virkilega skemmtilegri bloggsíðu en þar hefur hún tekið saman myndir af sér sem sýna gríðarlega breytingu á útiliti hennar. 20. janúar 2016 10:56
Hanna Rún og Nikita fara á kostum í nýju myndbandi frá OMAM Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters And Men gaf í dag út glænýtt myndband við lagið Wolves Without Teeth og er það tekið upp í íþróttahúsinu við Kennaraháskóla Íslands. 27. janúar 2016 16:12
Hanna Rún og Nikita eru formlega stjörnupar Bera titilinn stjörnupar loks með rentu Þau Hanna Rún Bazev og Nikita Bazev lönduðu titlinum Stjörnupar í lok árs, fyrst íslenskra danspara. Hún finnur fyrir miklum meðbyr, þó ekki úr dansheiminum. 14. janúar 2016 10:00