Nemandi í FG: „Öll borðin eru kjaftfull af rusli“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2016 11:45 Nemendur í FG mega margir hverjir taka sig á í umgengni ef marka má aðgerðir skólastjóra. Vísir/Sigurjón Kristinn Þorsteinsson skólameistari lokaði mötuneytinu í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í gær og í dag. Um uppeldisráð er að ræða en nemendur eru sagðir ganga afar illa um. Nemendur hafa því engan aðgang að mat og drykk í skólanum þessa tvo daga og þurfa að mæta með nesti eða fara í göngutúr í næstu búð. Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson, nemandi í FG, ræddi málin í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun og viðurkenndi að hegðun nemenda hvað umgengni ræðir væri ekki góð. „Umgengni hefur verið mjög slæm síðustu vikur,“ sagði Rögnvaldur í þættinum. Hann sagði alls ekki um stæla að ræða í Kristni Þorsteinssyni skólameistara heldur kynnti hann þetta fyrir nemendum sem uppeldisráð. Aðspurður hvort málið tengdist því eitthvað að um unglinga úr Garðabæ væri að ræða sagðist Rögnvaldur í það minnsta ekki hafa heyrt af því að loka þyrfti mötuneytum í öðrum skólum vegna slæmrar umgengni nemenda.Stadusinn á FG! #lokaðmötuneyti #fglifid #brennslanfm @BrennslanFM pic.twitter.com/gaxyP4ZxGw— Ingeborg Garðarsd (@gardarsd) February 12, 2016 Starfsfólkið langþreytt Rögnvaldur segir að það komi fyrir að nemendur hendi rusli á gólfið en þetta snúist aðallega að borðunum í mötuneytinu. „Öll borðin eru kjaftfull af rusli,“ segir Rögnvaldur. Starfsfólk í mötuneytinu sé orðið langþreytt á að þrífa upp eftir menntaskólanema sem geti ekki farið með umbúðir, diska og fleira á réttan stað. Rögnvaldur segist hafa heyrt af pirringi nemenda sem geta ekki fengið sér kaffi, vatn eða keypt nokkuð í skólanum. Nú verði bara að mæta með nesti að heiman. „Það er ekkert annað í stöðunni.“ Mötuneytið verður opnað aftur á mánudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort umgengni í mötuneytinu verði betri að loknu þessu útspili skólameistarans.Viðtalið við Rögnvald í Brennslunni má finna hér að neðan. Tengdar fréttir Mötuneytinu lokað vegna ömurlegrar umgengni nemenda Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Garðabæ gripið til þess að loka mötuneyti skólans vegna slæmrar umgengni. 11. febrúar 2016 13:23 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Sjá meira
Kristinn Þorsteinsson skólameistari lokaði mötuneytinu í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í gær og í dag. Um uppeldisráð er að ræða en nemendur eru sagðir ganga afar illa um. Nemendur hafa því engan aðgang að mat og drykk í skólanum þessa tvo daga og þurfa að mæta með nesti eða fara í göngutúr í næstu búð. Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson, nemandi í FG, ræddi málin í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun og viðurkenndi að hegðun nemenda hvað umgengni ræðir væri ekki góð. „Umgengni hefur verið mjög slæm síðustu vikur,“ sagði Rögnvaldur í þættinum. Hann sagði alls ekki um stæla að ræða í Kristni Þorsteinssyni skólameistara heldur kynnti hann þetta fyrir nemendum sem uppeldisráð. Aðspurður hvort málið tengdist því eitthvað að um unglinga úr Garðabæ væri að ræða sagðist Rögnvaldur í það minnsta ekki hafa heyrt af því að loka þyrfti mötuneytum í öðrum skólum vegna slæmrar umgengni nemenda.Stadusinn á FG! #lokaðmötuneyti #fglifid #brennslanfm @BrennslanFM pic.twitter.com/gaxyP4ZxGw— Ingeborg Garðarsd (@gardarsd) February 12, 2016 Starfsfólkið langþreytt Rögnvaldur segir að það komi fyrir að nemendur hendi rusli á gólfið en þetta snúist aðallega að borðunum í mötuneytinu. „Öll borðin eru kjaftfull af rusli,“ segir Rögnvaldur. Starfsfólk í mötuneytinu sé orðið langþreytt á að þrífa upp eftir menntaskólanema sem geti ekki farið með umbúðir, diska og fleira á réttan stað. Rögnvaldur segist hafa heyrt af pirringi nemenda sem geta ekki fengið sér kaffi, vatn eða keypt nokkuð í skólanum. Nú verði bara að mæta með nesti að heiman. „Það er ekkert annað í stöðunni.“ Mötuneytið verður opnað aftur á mánudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort umgengni í mötuneytinu verði betri að loknu þessu útspili skólameistarans.Viðtalið við Rögnvald í Brennslunni má finna hér að neðan.
Tengdar fréttir Mötuneytinu lokað vegna ömurlegrar umgengni nemenda Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Garðabæ gripið til þess að loka mötuneyti skólans vegna slæmrar umgengni. 11. febrúar 2016 13:23 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Sjá meira
Mötuneytinu lokað vegna ömurlegrar umgengni nemenda Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Garðabæ gripið til þess að loka mötuneyti skólans vegna slæmrar umgengni. 11. febrúar 2016 13:23