Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 09:45 Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum til Evrópumeistaratitils í gær. vísir/epa Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari karla í handbolta þegar hann stýrði Þýskalandi til sigurs í úrslitaleiknum á móti Spáni í Kraká í gær, 24-17. Íslendingar eiga nú báða þjálfara ríkjandi Evrópumeistara; Dag með Þýskaland í karlaflokki og Þóri Hergeirsson með Noreg í kvennaflokki.Sjá einnig:„Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Flestir bjuggust við jöfnum og spennandi leik í Kraká í gær en svo var ekki. Þýskaland setti tóninn strax frá byrjun með sterkum varnarleik og vann á endanum sjö marka sigur. „Þetta var frekar óvænt. Ég var búinn að giska á það, að þetta yrði annað hvort tveggja marka sigur okkar eða Spánn myndi vinna með átta mörkum,“ sagði Dagur Sigurðsson í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Strákarnir voru alveg ótrúlega einbeittir og grimmir. Þetta var bara með ólíkindum,“ sagði Dagur sem lét sína menn vita í hálfleik að halda fætinum á bensíngjöfinni. „Ég sagði við strákana í hálfleik að við værum að spila við frábært lið sem myndi pottþétt koma til baka þannig við máttum ekki slaka neitt á.“Dagur lyftir Evrópumeistaraskildinum í Kraká í gær.vísir/gettyÓtrúlegmarkvarsla Dagur tók undir að varnarleikurinn skilaði sigrinum í gær, en spænska liðið, sem er eitt það allra besta í heimi, skoraði ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik. „Það er ekki nokkur spurning. Við fengum alveg ótrúlega markvörslu líka sem gerir það að verkum að þeir varla þora eða vilja skjóta á markið. Það gerir okkur lífið léttara því sóknarleikurinn var erfiður. Spánverjar eru ekki illa staddir með markvörslu,“ sagði Dagur sem var auðmjúkur að vanda.Sjá einnig:Fullkomið Dagsverk „Þetta var bara einn af þessum leikjum. Ef maður er heiðarlegur þá vinnum við kannski einn eða tvo af tíu leikjum á móti Spáni og þarna duttum við inn á ótrúlegan leik.“ Þýska liðið var án fimm lykilmanna fyrir mót og eftir fyrsta leik í milliriðlum heltust tveir af þremur bestum mönnum liðsins; Christian Dissinger og Steffen Weinhold, úr lestinni. Árangurinn er því enn ótrúlegri hjá Degi og hans strákum. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt mót. Hver leikur hefur haft sinn karakter. Við erum líka stórstjörnulausir og því hafa nýir menn alltaf verið að stíga upp og klára leikina fyrir okkur,“ sagði Dagur sem hefur fengið mikið lof fyrir að treysta strákunum sem komu inn í liðið í milliriðlunum, Julius Kühn og Kai Häfner, fyrir stórum hlutverkum.Dagur var litríkur á hliðarlínunni.vísir/epaSnerist ekki um traust Häfner sérstaklega þakkaði traustið og var markahæstur í undanúrslitunum á móti Noregi þar sem hann skoraði einnig sigurmarkið. Hann var svo aftur markahæstur í úrslitaleiknum í gær. „Þetta hefur ekkert með traust að gera. Það var bara ekkert annað í boði. Einhverjir verða að spila leikina og það voru tveir sem horfðu á allan riðilinn heima í sófa og fyrstu leikina í milliriðlum en komu svo inn og brilleruðu í lokaleikjunum,“ sagði Dagur.Sjá einnig:33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi „Það var líka vegna þess að strákarnir sem voru búnir að spila voru orðnir þreyttir þannig það var ekkert val fyrir mig með þetta. Það var bara ekkert annað í boði en að láta þá spila.“ Dagur var með yngsta lið EM-sögunnar í Póllandi og á marga leikmenn inni. Ætlar Dagur að halda sig við þennan hóp til framtíðar? „Nei, það held ég ekki. Við erum búnir að spila mjög flottan bolta í heilt ár. Það er ekkert bara þessi hópur hér sem hefur staðið sig vel. Það eru líka strákarnir sem komu okkur hingað og spiluðu á HM í fyrra. Ég reyni bara að velja þá sem eru í besta standinu og í besta taktinum hverjum sinni. Ég mun ekkert hengja mig á þetta lið sem er hér endilega,“ sagði Dagur. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur eins og aðrir Þjóðverjar hrifist með unga þýska liðinu. Hún talaði við Dag á laugardaginn og aftur eftir að þýsku strákarnir unnu gullið í gær. Um hvað talar maður við kanslara Þýskalands? „Hún var mjög hrifin af gengi liðsins og hafði fylgst með þessu persónulega. Hún óskaði okkur góðs gengis og þakkaði fyrir það sem við höfum gert hingað til. Hún hringdi svo aftur í mig eftir leikinn í gær, óskaði okkur til hamingju og bauð okkur í kaffibolla við tækifæri,“ sagði Dagur Sigurðsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan, en þar er einnig rætt við Sigurð Dagsson, faðir Dags og fyrrverandi landsliðsmarkvörð í fótbolta. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 23:30 „Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 Dagur Sigurðsson stýrði yngsta liði EM-sögunnar til gulls eftir sigur á Spáni í úrslitaleik í gær. 1. febrúar 2016 12:00 Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00 "Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari karla í handbolta þegar hann stýrði Þýskalandi til sigurs í úrslitaleiknum á móti Spáni í Kraká í gær, 24-17. Íslendingar eiga nú báða þjálfara ríkjandi Evrópumeistara; Dag með Þýskaland í karlaflokki og Þóri Hergeirsson með Noreg í kvennaflokki.Sjá einnig:„Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Flestir bjuggust við jöfnum og spennandi leik í Kraká í gær en svo var ekki. Þýskaland setti tóninn strax frá byrjun með sterkum varnarleik og vann á endanum sjö marka sigur. „Þetta var frekar óvænt. Ég var búinn að giska á það, að þetta yrði annað hvort tveggja marka sigur okkar eða Spánn myndi vinna með átta mörkum,“ sagði Dagur Sigurðsson í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Strákarnir voru alveg ótrúlega einbeittir og grimmir. Þetta var bara með ólíkindum,“ sagði Dagur sem lét sína menn vita í hálfleik að halda fætinum á bensíngjöfinni. „Ég sagði við strákana í hálfleik að við værum að spila við frábært lið sem myndi pottþétt koma til baka þannig við máttum ekki slaka neitt á.“Dagur lyftir Evrópumeistaraskildinum í Kraká í gær.vísir/gettyÓtrúlegmarkvarsla Dagur tók undir að varnarleikurinn skilaði sigrinum í gær, en spænska liðið, sem er eitt það allra besta í heimi, skoraði ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik. „Það er ekki nokkur spurning. Við fengum alveg ótrúlega markvörslu líka sem gerir það að verkum að þeir varla þora eða vilja skjóta á markið. Það gerir okkur lífið léttara því sóknarleikurinn var erfiður. Spánverjar eru ekki illa staddir með markvörslu,“ sagði Dagur sem var auðmjúkur að vanda.Sjá einnig:Fullkomið Dagsverk „Þetta var bara einn af þessum leikjum. Ef maður er heiðarlegur þá vinnum við kannski einn eða tvo af tíu leikjum á móti Spáni og þarna duttum við inn á ótrúlegan leik.“ Þýska liðið var án fimm lykilmanna fyrir mót og eftir fyrsta leik í milliriðlum heltust tveir af þremur bestum mönnum liðsins; Christian Dissinger og Steffen Weinhold, úr lestinni. Árangurinn er því enn ótrúlegri hjá Degi og hans strákum. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt mót. Hver leikur hefur haft sinn karakter. Við erum líka stórstjörnulausir og því hafa nýir menn alltaf verið að stíga upp og klára leikina fyrir okkur,“ sagði Dagur sem hefur fengið mikið lof fyrir að treysta strákunum sem komu inn í liðið í milliriðlunum, Julius Kühn og Kai Häfner, fyrir stórum hlutverkum.Dagur var litríkur á hliðarlínunni.vísir/epaSnerist ekki um traust Häfner sérstaklega þakkaði traustið og var markahæstur í undanúrslitunum á móti Noregi þar sem hann skoraði einnig sigurmarkið. Hann var svo aftur markahæstur í úrslitaleiknum í gær. „Þetta hefur ekkert með traust að gera. Það var bara ekkert annað í boði. Einhverjir verða að spila leikina og það voru tveir sem horfðu á allan riðilinn heima í sófa og fyrstu leikina í milliriðlum en komu svo inn og brilleruðu í lokaleikjunum,“ sagði Dagur.Sjá einnig:33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi „Það var líka vegna þess að strákarnir sem voru búnir að spila voru orðnir þreyttir þannig það var ekkert val fyrir mig með þetta. Það var bara ekkert annað í boði en að láta þá spila.“ Dagur var með yngsta lið EM-sögunnar í Póllandi og á marga leikmenn inni. Ætlar Dagur að halda sig við þennan hóp til framtíðar? „Nei, það held ég ekki. Við erum búnir að spila mjög flottan bolta í heilt ár. Það er ekkert bara þessi hópur hér sem hefur staðið sig vel. Það eru líka strákarnir sem komu okkur hingað og spiluðu á HM í fyrra. Ég reyni bara að velja þá sem eru í besta standinu og í besta taktinum hverjum sinni. Ég mun ekkert hengja mig á þetta lið sem er hér endilega,“ sagði Dagur. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur eins og aðrir Þjóðverjar hrifist með unga þýska liðinu. Hún talaði við Dag á laugardaginn og aftur eftir að þýsku strákarnir unnu gullið í gær. Um hvað talar maður við kanslara Þýskalands? „Hún var mjög hrifin af gengi liðsins og hafði fylgst með þessu persónulega. Hún óskaði okkur góðs gengis og þakkaði fyrir það sem við höfum gert hingað til. Hún hringdi svo aftur í mig eftir leikinn í gær, óskaði okkur til hamingju og bauð okkur í kaffibolla við tækifæri,“ sagði Dagur Sigurðsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan, en þar er einnig rætt við Sigurð Dagsson, faðir Dags og fyrrverandi landsliðsmarkvörð í fótbolta.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 23:30 „Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 Dagur Sigurðsson stýrði yngsta liði EM-sögunnar til gulls eftir sigur á Spáni í úrslitaleik í gær. 1. febrúar 2016 12:00 Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00 "Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 23:30
„Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 Dagur Sigurðsson stýrði yngsta liði EM-sögunnar til gulls eftir sigur á Spáni í úrslitaleik í gær. 1. febrúar 2016 12:00
Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00
"Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55
Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00