„Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 12:00 Dagur Sigurðsson lyftir Evrópuskildinum í gær. vísir/getty „Langt undir yfirborði jarðar sprakk íslenska eldfjallið,“ segir í grein á vef Eurosport þar sem Degi Sigurðssyni og afreki þýska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í Póllandi er lofað. Dagur Sigurðsson stýrði yngsta landsliði EM-sögunnar til gullverðlauna í Póllandi í gær þegar strákarnir hans pökkuðu Spáni saman, 24-17, í ótrúlegum úrslitaleik.Sjá einnig:Fullkomið Dagsverk Eftir leikinn og afrekið, sem í greininni er kallað „Kraftaverkið í Kraká“, lagði þýska liðið undir sig kjallarann á veitingastaðnum La Grande Mamma og skemmti sér fram á nótt. „Dagur Sigurðsson lyfti gyllta verðlaunaskildinum upp fyrir haus og öskraði af gleði: „Sja la la la la“ Vanalega er Íslendingurinn mjög rólegur,“ segir í greininni.Bis morgen in der Max-Schmeling-Halle - ab 14.30 Uhr geht die #ehfeuro2016-Party mit euch weiter!!! @FuechseBerlinpic.twitter.com/TUy8cYUSZq — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 31, 2016 Þýska landsliðið er búið að endurskrifa handboltasöguna að mati greinarhöfundar, en fyrir mótið vantaði fimm lykilmenn og á mótinu sjálfu missti Dagur svo tvo af þremur bestu mönnum liðsins í meiðsli. „Það má bera þetta saman við Evróputitla Dana og Grikkja í fótbolta 1992 og 2004. Svo magnað var afrek þýska liðsins,“ segir í greininni.Sjá einnig:Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Markvörðurinn Andreas Wolff var í miklu stuði eftir sigurinn sem og í leiknum sjálfum, en hann varði tæplega 50 prósent skotanna sem hann fékk á sig í úrslitaleiknum. „Við komum inn í þetta mót sem lið og í góðu formi. Þó margir efuðust gerðum við það aldrei. Við vissum að við yrðum Evrópumeistarar,“ sagði Andreas Wolff. Sigurhátíð fyrir þýska liðið verður á gamla heimavelli Dag Sigurðssonar í Max-Schmelling Höllinni í Berlín klukkan 13.30 í dag. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir 33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30 „Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15 Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00 "Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira
„Langt undir yfirborði jarðar sprakk íslenska eldfjallið,“ segir í grein á vef Eurosport þar sem Degi Sigurðssyni og afreki þýska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í Póllandi er lofað. Dagur Sigurðsson stýrði yngsta landsliði EM-sögunnar til gullverðlauna í Póllandi í gær þegar strákarnir hans pökkuðu Spáni saman, 24-17, í ótrúlegum úrslitaleik.Sjá einnig:Fullkomið Dagsverk Eftir leikinn og afrekið, sem í greininni er kallað „Kraftaverkið í Kraká“, lagði þýska liðið undir sig kjallarann á veitingastaðnum La Grande Mamma og skemmti sér fram á nótt. „Dagur Sigurðsson lyfti gyllta verðlaunaskildinum upp fyrir haus og öskraði af gleði: „Sja la la la la“ Vanalega er Íslendingurinn mjög rólegur,“ segir í greininni.Bis morgen in der Max-Schmeling-Halle - ab 14.30 Uhr geht die #ehfeuro2016-Party mit euch weiter!!! @FuechseBerlinpic.twitter.com/TUy8cYUSZq — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 31, 2016 Þýska landsliðið er búið að endurskrifa handboltasöguna að mati greinarhöfundar, en fyrir mótið vantaði fimm lykilmenn og á mótinu sjálfu missti Dagur svo tvo af þremur bestu mönnum liðsins í meiðsli. „Það má bera þetta saman við Evróputitla Dana og Grikkja í fótbolta 1992 og 2004. Svo magnað var afrek þýska liðsins,“ segir í greininni.Sjá einnig:Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Markvörðurinn Andreas Wolff var í miklu stuði eftir sigurinn sem og í leiknum sjálfum, en hann varði tæplega 50 prósent skotanna sem hann fékk á sig í úrslitaleiknum. „Við komum inn í þetta mót sem lið og í góðu formi. Þó margir efuðust gerðum við það aldrei. Við vissum að við yrðum Evrópumeistarar,“ sagði Andreas Wolff. Sigurhátíð fyrir þýska liðið verður á gamla heimavelli Dag Sigurðssonar í Max-Schmelling Höllinni í Berlín klukkan 13.30 í dag.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir 33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30 „Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15 Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00 "Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira
33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30
„Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15
Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00
"Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55
Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00