Isavia segir fullyrðingar um skerðingu á öryggisstigi á Akureyri ekki eiga við rök að styðjast Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2016 20:01 Frá Akureyrarflugvelli. Vísir/Pjetur Isavia vísar öllum ásökunum um að ekki sé gætt að öryggismálum á Akureyrarflugvelli á bug og hafnar því alfarið að sparnaðarsjónarmið ráði för í þessu máli. Þetta segir Isavia vegna bréfs Steindórs Kristins Jónssons, flugrekstrarstjóra og flugstjóra hjá Norlandair, og Þorkels Ásgeirs Jóhannssonar, þjálfunarstjóra hjá Mýflugi, sem þeir sendu Isavia. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá innihaldi bréfsins á vef sínum fyrr í dag. Þar sögðu þeir Steindór og Þorkell Ásgeir að þessar breytingar verði til þess að skerða öryggi á flugvellinum. Þeir segja að með því að færa Akureyrarflugvöll úr ATC flokki í AFIS flokk dragi úr öryggi. Felur þessi breyting í sér að flugumferðarstjórar munu manna radarþjónustu á vellinu og segja Steindór og Þorkell að þar séu minna menntaðir starfsmenn á vakt. Í svari Isavi segir að í nokkrar vikur hafi verið fyrirséð að mönnum flugumferðarþjónustu á Akureyri með eingöngu flugumferðarstjórum verði tímabundið nokkrum vandkvæðum háð. Ástæða þess er sagt að búið hafi verið að ganga frá ráðningu í starf sem hafði losnað en áætlanir viðkomandi breyttust sem gerði það að verkum að ekki reyndist unnt að ráða flugumferðarstjóra í stöðuna. Segir Isavia það standa til bóta með þjálfun nýs starfsfólks en þangað til er það markmið Isavia að viðhalda óbreyttum þjónustutíma og hafa ýmsar leiðir verið skoðaðar af öllum sem aðkomu eiga að málinu og ýmsum flötum á því verið velt upp.Sjá tilkynningu frá Isavia hér fyrir neðan:Vegna bréfs Steindórs Kristins Jónssonar, flugrekstrarstjóra og flugstjóra hjá Norlandair, og Þorkels Ásgeirs Jóhannssonar, þjálfunarstjóra hjá Mýflugi, vill Isavia taka eftirfarandi fram:Isavia vísar öllum ásökunum um að ekki sé gætt að öryggismálum á Akureyrarflugvelli á bug og hafnar því alfarið að sparnaðarsjónarmið ráði för í þessu máli.Í nokkrar vikur hefur verið fyrirséð að mönnun flugumferðarþjónustu á Akureyri með eingöngu flugumferðarstjórum verði tímabundið nokkrum vandkvæðum háð. Ástæða vandkvæðanna er að búið var að ganga frá ráðningu í starf sem hafði losnað en áætlanir viðkomandi breyttust sem gerði það að verkum að ekki reyndist unnt að ráða flugumferðarstjóra í stöðuna. Það stendur til bóta með þjálfun nýs starfsfólks en þangað til er það markmið Isavia að viðhalda óbreyttum þjónustutíma og hafa ýmsar leiðir verið skoðaðar af öllum sem aðkomu eiga að málinu og ýmsum flötum á því verið velt upp.Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að einungis yrðu fjórir starfsmenn til taks í stað fimm og gengu áætlanir þess tíma út á það að tryggja flugumferðarþjónustu á Akureyri með því að blanda saman ATC og AFIS þjónustu að því marki að bakvakt (2300 – 0700) vegna þjónustunnar yrði mönnuð tímabundið með AFIS og bakvaktarþjónustan auglýst sem slík. Nú þegar einn starfsmanna hefur ákveðið að hætta störfum 1.júní næstkomandi er fyrirséð að tímabundið verða einungis þrír starfsmenn til taks til að sinna þjónustunni óbreyttri. Ekki er hægt að reka þjónustu allan sólarhringinn alla daga ársins með þremur starfsmönnum. Hvíldartímaákvæði yrðu ekki uppfyllt, starfsmenn gætu ekki tekið sumarleyfi og lítið svigrúm yrði fyrir veikindaleyfi. Því þurfti að leita annarra lausna og sú lausn sem kom best út var að halda áfram flugumferðarstjórn á daginn en bjóða flugupplýsingaþjónustu á kvöldin og sem bakvakt. Þó verður einnig ávallt flugumferðarstjóri á bakvakt til þess að sinna ratsjárþjónustu ef aðstæður krefjast.Þetta fyrirkomulag er eins og fyrr segir tímabundið en nú stendur yfir þjálfun á flugumferðarstjórum í turninn á Akureyrarflugvelli og mun þessari þjálfun verða lokið á vormánuðum 2017. Með þessu móti verður hægt að halda uppi þjónustustigi á meðan á þessu millibilsástandi stendur og tryggja öryggi flugs um Akureyrarflugvöll.Sú tímabundna lausn sem horft er á fyrir flugumferðarþjónustu á Akureyri er eftirfarandi;07:00 – 18:00 Flugumferðarstjórn18:00 – 23:00 Flugupplýsingaþjónusta23:00 – 07:00 Flugupplýsingaþjónusta (bakvakt)18:00 – 07:00 Flugumferðarstjórn (bakvakt fyrir ratsjárþjónustu)Allir áætlunarflugvellir á Íslandi utan Akureyrarflugvallar, Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar eru reknir með flugupplýsingaþjónustu í flugturni en ekki flugumferðarstjórn. Þetta er því fyrirkomulag sem er þekkt víða um land og flugmenn og flugfélög þekkja. Hins vegar verður þessi ráðstöfun flugupplýsingaþjónustu yfir rólegasta tíma sólarhringsins á Akureyrarflugvelli einungis tímabundin.Fullyrðingar sem fram koma í bréfinu um að Isavia hafi í hyggju að skerða flugumferðarþjónustu og „öryggisstig“ Akureyrarflugvallar eiga ekki við rök að styðjast. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Isavia vísar öllum ásökunum um að ekki sé gætt að öryggismálum á Akureyrarflugvelli á bug og hafnar því alfarið að sparnaðarsjónarmið ráði för í þessu máli. Þetta segir Isavia vegna bréfs Steindórs Kristins Jónssons, flugrekstrarstjóra og flugstjóra hjá Norlandair, og Þorkels Ásgeirs Jóhannssonar, þjálfunarstjóra hjá Mýflugi, sem þeir sendu Isavia. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá innihaldi bréfsins á vef sínum fyrr í dag. Þar sögðu þeir Steindór og Þorkell Ásgeir að þessar breytingar verði til þess að skerða öryggi á flugvellinum. Þeir segja að með því að færa Akureyrarflugvöll úr ATC flokki í AFIS flokk dragi úr öryggi. Felur þessi breyting í sér að flugumferðarstjórar munu manna radarþjónustu á vellinu og segja Steindór og Þorkell að þar séu minna menntaðir starfsmenn á vakt. Í svari Isavi segir að í nokkrar vikur hafi verið fyrirséð að mönnum flugumferðarþjónustu á Akureyri með eingöngu flugumferðarstjórum verði tímabundið nokkrum vandkvæðum háð. Ástæða þess er sagt að búið hafi verið að ganga frá ráðningu í starf sem hafði losnað en áætlanir viðkomandi breyttust sem gerði það að verkum að ekki reyndist unnt að ráða flugumferðarstjóra í stöðuna. Segir Isavia það standa til bóta með þjálfun nýs starfsfólks en þangað til er það markmið Isavia að viðhalda óbreyttum þjónustutíma og hafa ýmsar leiðir verið skoðaðar af öllum sem aðkomu eiga að málinu og ýmsum flötum á því verið velt upp.Sjá tilkynningu frá Isavia hér fyrir neðan:Vegna bréfs Steindórs Kristins Jónssonar, flugrekstrarstjóra og flugstjóra hjá Norlandair, og Þorkels Ásgeirs Jóhannssonar, þjálfunarstjóra hjá Mýflugi, vill Isavia taka eftirfarandi fram:Isavia vísar öllum ásökunum um að ekki sé gætt að öryggismálum á Akureyrarflugvelli á bug og hafnar því alfarið að sparnaðarsjónarmið ráði för í þessu máli.Í nokkrar vikur hefur verið fyrirséð að mönnun flugumferðarþjónustu á Akureyri með eingöngu flugumferðarstjórum verði tímabundið nokkrum vandkvæðum háð. Ástæða vandkvæðanna er að búið var að ganga frá ráðningu í starf sem hafði losnað en áætlanir viðkomandi breyttust sem gerði það að verkum að ekki reyndist unnt að ráða flugumferðarstjóra í stöðuna. Það stendur til bóta með þjálfun nýs starfsfólks en þangað til er það markmið Isavia að viðhalda óbreyttum þjónustutíma og hafa ýmsar leiðir verið skoðaðar af öllum sem aðkomu eiga að málinu og ýmsum flötum á því verið velt upp.Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að einungis yrðu fjórir starfsmenn til taks í stað fimm og gengu áætlanir þess tíma út á það að tryggja flugumferðarþjónustu á Akureyri með því að blanda saman ATC og AFIS þjónustu að því marki að bakvakt (2300 – 0700) vegna þjónustunnar yrði mönnuð tímabundið með AFIS og bakvaktarþjónustan auglýst sem slík. Nú þegar einn starfsmanna hefur ákveðið að hætta störfum 1.júní næstkomandi er fyrirséð að tímabundið verða einungis þrír starfsmenn til taks til að sinna þjónustunni óbreyttri. Ekki er hægt að reka þjónustu allan sólarhringinn alla daga ársins með þremur starfsmönnum. Hvíldartímaákvæði yrðu ekki uppfyllt, starfsmenn gætu ekki tekið sumarleyfi og lítið svigrúm yrði fyrir veikindaleyfi. Því þurfti að leita annarra lausna og sú lausn sem kom best út var að halda áfram flugumferðarstjórn á daginn en bjóða flugupplýsingaþjónustu á kvöldin og sem bakvakt. Þó verður einnig ávallt flugumferðarstjóri á bakvakt til þess að sinna ratsjárþjónustu ef aðstæður krefjast.Þetta fyrirkomulag er eins og fyrr segir tímabundið en nú stendur yfir þjálfun á flugumferðarstjórum í turninn á Akureyrarflugvelli og mun þessari þjálfun verða lokið á vormánuðum 2017. Með þessu móti verður hægt að halda uppi þjónustustigi á meðan á þessu millibilsástandi stendur og tryggja öryggi flugs um Akureyrarflugvöll.Sú tímabundna lausn sem horft er á fyrir flugumferðarþjónustu á Akureyri er eftirfarandi;07:00 – 18:00 Flugumferðarstjórn18:00 – 23:00 Flugupplýsingaþjónusta23:00 – 07:00 Flugupplýsingaþjónusta (bakvakt)18:00 – 07:00 Flugumferðarstjórn (bakvakt fyrir ratsjárþjónustu)Allir áætlunarflugvellir á Íslandi utan Akureyrarflugvallar, Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar eru reknir með flugupplýsingaþjónustu í flugturni en ekki flugumferðarstjórn. Þetta er því fyrirkomulag sem er þekkt víða um land og flugmenn og flugfélög þekkja. Hins vegar verður þessi ráðstöfun flugupplýsingaþjónustu yfir rólegasta tíma sólarhringsins á Akureyrarflugvelli einungis tímabundin.Fullyrðingar sem fram koma í bréfinu um að Isavia hafi í hyggju að skerða flugumferðarþjónustu og „öryggisstig“ Akureyrarflugvallar eiga ekki við rök að styðjast.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira