Losna við sykursýki viku eftir aðgerðina Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Vömb getur verið hættuleg heilsunni og valdið offitutengdum sjúkdómum. NORDICPHOTO/GETTY Af þeim 855 einstaklingum sem farið hafa í aðgerð, það er magahjáveitu og magaermi, vegna offitutengdra sjúkdóma á Íslandi frá árinu 2001 hafa um 20 prósent verið með sykursýki af týpu 2. Nánast allir sykursýkissjúklinganna, eða 78 prósent, hafa losnað við sykursýkina, að sögn Hjartar G. Gíslasonar, skurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir þetta mikinn ávinning. „Sykursýki af týpu 2 er slæmur sjúkdómur. Þótt sjúklingar fái meðferð með lyfjum versnar sjúkdómurinn með tímanum. Þessir sjúklingar lifa að meðaltali 17 árum skemur en þeir sem ekki eru með þennan sjúkdóm.“ Að breyta mataræði og lífsstíl hjálpar ekki til langframa ef menn eru orðnir mjög stórir, að því er Hjörtur greinir frá. „Hormóna- og ónæmiskerfið sem situr í maga og görn stýrir líkamsþyngdinni. Ef menn hafa til dæmis lengi verið 30 kg yfir kjörþyngd vill skrokkurinn vera þungur. Þetta hefur stimplast inn í kerfið. Kerfið var mikilvægt til að lifa af í gamla daga þegar það komu harðir vetur án matar en nú er alltaf til nóg af mat.“„Ef menn hafa til dæmis lengi verið 30 kg yfir kjörþyngd vill skrokkurinn vera þungur. Þetta hefur stimplast inn í kerfið. Kerfið var mikilvægt til að lifa af í gamla daga þegar það komu harðir vetur án matar en nú er alltaf til nóg af mat,“ segir Hjörtur Gíslason skurðlæknir.Hjörtur segir að auðvitað sé hægt að léttast um 30 til 30 kg með breyttum lífsstíl. „En eftir eitt til tvö ár hefur aðeins 1 til 2 prósentum af þeim sem eru með sjúklega offitu tekist að halda nýrri þyngd. Menn eru að keppa við afar sterkt kerfi í sjálfum líkamanum. Sykursýki af týpu 2 getur batnað til skamms tíma við breyttan lífsstíl en það virkar næstum aldrei til langframa.“ Þegar valið er til aðgerða í dag er frekar einblínt á hvort sjúklingar eru með offitutengda sjúkdóma, heldur en eingöngu þyngdarstuðul. „Nú er talað um aðgerðir vegna offitutengdra sjúkdóma, eins og með vömb og kviðarholsfitu, háþrýsting, háar blóðfitur, kæfisvefn og sykursýki af týpu 2. Viku eftir þessar aðgerðir sjáum við að sykursýkin er nánast farin hjá flestum sjúklinganna. Við aðrar aðgerðir sem virka öðruvísi fer sykursýkin þegar þyngdin fer niður.“ Kostirnir við aðgerðirnar eru bætt líðan þegar einstaklingar hafa lést og þeim skánað af sjúkdómum. Aðgerðirnar geta hins vegar haft fylgikvilla sem geta verið margvíslegir. Hjörtur segir að vega þurfi og meta plúsa og mínusa þegar aðgerð er íhuguð. „Þessar aðgerðir á Landspítalanum hafa sýnt að sjúklingarnir eru að léttast verulega til langframa.“ Aðgerðirnar eru gerðar í samvinnu við Reykjalund og Kristnes, að því er Hjörtur greinir frá. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Sjá meira
Af þeim 855 einstaklingum sem farið hafa í aðgerð, það er magahjáveitu og magaermi, vegna offitutengdra sjúkdóma á Íslandi frá árinu 2001 hafa um 20 prósent verið með sykursýki af týpu 2. Nánast allir sykursýkissjúklinganna, eða 78 prósent, hafa losnað við sykursýkina, að sögn Hjartar G. Gíslasonar, skurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir þetta mikinn ávinning. „Sykursýki af týpu 2 er slæmur sjúkdómur. Þótt sjúklingar fái meðferð með lyfjum versnar sjúkdómurinn með tímanum. Þessir sjúklingar lifa að meðaltali 17 árum skemur en þeir sem ekki eru með þennan sjúkdóm.“ Að breyta mataræði og lífsstíl hjálpar ekki til langframa ef menn eru orðnir mjög stórir, að því er Hjörtur greinir frá. „Hormóna- og ónæmiskerfið sem situr í maga og görn stýrir líkamsþyngdinni. Ef menn hafa til dæmis lengi verið 30 kg yfir kjörþyngd vill skrokkurinn vera þungur. Þetta hefur stimplast inn í kerfið. Kerfið var mikilvægt til að lifa af í gamla daga þegar það komu harðir vetur án matar en nú er alltaf til nóg af mat.“„Ef menn hafa til dæmis lengi verið 30 kg yfir kjörþyngd vill skrokkurinn vera þungur. Þetta hefur stimplast inn í kerfið. Kerfið var mikilvægt til að lifa af í gamla daga þegar það komu harðir vetur án matar en nú er alltaf til nóg af mat,“ segir Hjörtur Gíslason skurðlæknir.Hjörtur segir að auðvitað sé hægt að léttast um 30 til 30 kg með breyttum lífsstíl. „En eftir eitt til tvö ár hefur aðeins 1 til 2 prósentum af þeim sem eru með sjúklega offitu tekist að halda nýrri þyngd. Menn eru að keppa við afar sterkt kerfi í sjálfum líkamanum. Sykursýki af týpu 2 getur batnað til skamms tíma við breyttan lífsstíl en það virkar næstum aldrei til langframa.“ Þegar valið er til aðgerða í dag er frekar einblínt á hvort sjúklingar eru með offitutengda sjúkdóma, heldur en eingöngu þyngdarstuðul. „Nú er talað um aðgerðir vegna offitutengdra sjúkdóma, eins og með vömb og kviðarholsfitu, háþrýsting, háar blóðfitur, kæfisvefn og sykursýki af týpu 2. Viku eftir þessar aðgerðir sjáum við að sykursýkin er nánast farin hjá flestum sjúklinganna. Við aðrar aðgerðir sem virka öðruvísi fer sykursýkin þegar þyngdin fer niður.“ Kostirnir við aðgerðirnar eru bætt líðan þegar einstaklingar hafa lést og þeim skánað af sjúkdómum. Aðgerðirnar geta hins vegar haft fylgikvilla sem geta verið margvíslegir. Hjörtur segir að vega þurfi og meta plúsa og mínusa þegar aðgerð er íhuguð. „Þessar aðgerðir á Landspítalanum hafa sýnt að sjúklingarnir eru að léttast verulega til langframa.“ Aðgerðirnar eru gerðar í samvinnu við Reykjalund og Kristnes, að því er Hjörtur greinir frá.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent