Lögreglustjóri neitar að tjá sig um ágreining Eggerts og Sunnu Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2016 10:15 Lögreglustjóri neitar að höggva á hnútinn og deilur þeirra Sunnu og Eggerts flokkast því sem stendur undir óleyst sakamál. Upp er risinn dularfullur ágreiningur milli fjölmiðlafólksins Eggerts Skúlasonar ritstjóra DV og Sunnu Valgerðardóttur, fyrrverandi fréttamanns á RÚV, nú á Kjarnanum. Eggert slær fram því mati sínu í leiðara að viðtal sem Sunna tók við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra í Reykjavík, 22. nóvember 2014 hafi verið að Sigríði Björk forspurðri, nánast tekið í leyni og birt til að koma á hana höggi. Sunna vísar þessu alfarið á bug og segir meira að segja að viðtalið hafi verið borið undir lögreglustjóra áður en til birtingar kom.Vísir fjallaði um málið í gær, en þá sóttu RÚVarar hart að Eggerti ritstjóra sem gaf sig hvergi. Eggert harðneitar að draga orð sín til baka og/eða biðja Sunnu velvirðingar og því standa orð gegn orði. Til að höggva á þennan hnút taldi Vísir eðlilegast að spyrja Sigríði Björk sjálfa hreint út, til að fá úr þessu skorið; hvernig staðið hafi verið að viðtalinu? En, nú ber svo við að lögreglustjóri neitar að upplýsa málið. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta, ég ætla ekki að blanda mér í þetta og vil ekki fara meira í þetta mál en orðið er.“En, er ekki rétt að þú höggvir á þennan hnút og leysir málið? „Nei. Ég ætla ekki í deilur við þetta fjölmiðlafólk. Ég hef ekki neina stöðu til þess, ég ætla ekki að blanda mér í þetta og málið verður bara að fá að vera óleyst.“ Staðan er því sú sem stendur að málið flokkast sem óleyst sakamál en ásakanir Eggerts á hendur Sunnu eru ekki léttvægar og ef rangar reynast hljóta þær að teljast brot á siðareglum blaðamanna, en í umræddum leiðara segir meðal annars: „Einkennilegasta dæmið í þessum fjölmiðlafarsa er viðtal sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu tók við Sigríði síðasta vetur og var það viðtal hlutdrægt, ósanngjarnt og leiða má líkur að því að viðmælandinn – lögreglustjórinn – hafi ekki áttað sig á að hún væri í viðtali. Svoleiðis gera fréttamenn ekki. Þetta viðtal fékk gamla ljósvakafréttamenn til að roðna vegna vinnubragðanna og að RÚV skyldi yfir höfuð senda þetta út í fréttatíma.” Tengdar fréttir RÚVarar sauma að Eggerti Skúlasyni Ritstjóri DV er í kröppum dansi á Fb-síðu Sunnu Valgerðardóttur. 2. febrúar 2016 16:10 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Upp er risinn dularfullur ágreiningur milli fjölmiðlafólksins Eggerts Skúlasonar ritstjóra DV og Sunnu Valgerðardóttur, fyrrverandi fréttamanns á RÚV, nú á Kjarnanum. Eggert slær fram því mati sínu í leiðara að viðtal sem Sunna tók við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra í Reykjavík, 22. nóvember 2014 hafi verið að Sigríði Björk forspurðri, nánast tekið í leyni og birt til að koma á hana höggi. Sunna vísar þessu alfarið á bug og segir meira að segja að viðtalið hafi verið borið undir lögreglustjóra áður en til birtingar kom.Vísir fjallaði um málið í gær, en þá sóttu RÚVarar hart að Eggerti ritstjóra sem gaf sig hvergi. Eggert harðneitar að draga orð sín til baka og/eða biðja Sunnu velvirðingar og því standa orð gegn orði. Til að höggva á þennan hnút taldi Vísir eðlilegast að spyrja Sigríði Björk sjálfa hreint út, til að fá úr þessu skorið; hvernig staðið hafi verið að viðtalinu? En, nú ber svo við að lögreglustjóri neitar að upplýsa málið. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta, ég ætla ekki að blanda mér í þetta og vil ekki fara meira í þetta mál en orðið er.“En, er ekki rétt að þú höggvir á þennan hnút og leysir málið? „Nei. Ég ætla ekki í deilur við þetta fjölmiðlafólk. Ég hef ekki neina stöðu til þess, ég ætla ekki að blanda mér í þetta og málið verður bara að fá að vera óleyst.“ Staðan er því sú sem stendur að málið flokkast sem óleyst sakamál en ásakanir Eggerts á hendur Sunnu eru ekki léttvægar og ef rangar reynast hljóta þær að teljast brot á siðareglum blaðamanna, en í umræddum leiðara segir meðal annars: „Einkennilegasta dæmið í þessum fjölmiðlafarsa er viðtal sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu tók við Sigríði síðasta vetur og var það viðtal hlutdrægt, ósanngjarnt og leiða má líkur að því að viðmælandinn – lögreglustjórinn – hafi ekki áttað sig á að hún væri í viðtali. Svoleiðis gera fréttamenn ekki. Þetta viðtal fékk gamla ljósvakafréttamenn til að roðna vegna vinnubragðanna og að RÚV skyldi yfir höfuð senda þetta út í fréttatíma.”
Tengdar fréttir RÚVarar sauma að Eggerti Skúlasyni Ritstjóri DV er í kröppum dansi á Fb-síðu Sunnu Valgerðardóttur. 2. febrúar 2016 16:10 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
RÚVarar sauma að Eggerti Skúlasyni Ritstjóri DV er í kröppum dansi á Fb-síðu Sunnu Valgerðardóttur. 2. febrúar 2016 16:10