Konur heltast úr lestinni Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Auður Magnúsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir standa að stofnun Félags kvenna í vísindum og vilja veg þeirra meiri. Fréttablaðið/Vilhelm Konur fá ekki nóg klapp á bakið, þær eru oft hundsaðar,“ segir Auður Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, meðal annars um stöðu íslenskra kvenna í vísindum. Í næstu viku verður stofnað félag kvenna í vísindum og hún er meðal þeirra sem standa að stofnun félagsins. „Vísindamenn halda stundum að þeir séu ekki mennskir, vísindalega aðferðin er hlutlaus og fordómalaus. Þar er ekkert fyrirfram ákveðið, allt þarf að styðja með rannsóknarniðurstöðum. Vísindamenn upplifa stundum að þeir séu eins og vísindalega aðferðin. Að þeir geti ekki sýnt af sér hegðun eins og allir aðrir gera. En þannig er það ekki, kynjahalli viðgengst í vísindum eins og annars staðar.“ Auður segir mikilvægt að konur í vísindum haldi saman og ræði þessa hluti. „Mér finnst ég upplifa að konur séu utan við tengslanet. Þær fá ekki nóg klapp á bakið eða leiðsögn. Eldri karlkyns vísindamenn taka þær síður að sér til að hjálpa þeim að komast áfram. „Gömlu herrarnir ausa ungu mennina hrósi. Á meðan fá konur litla athygli. Í félaginu verður til bakland fyrir konur.“ Auður segist sjálf ekki hafa upplifað að fá ekki leiðsögn en finnur fyrir því að vera hundsuð. „Maður upplifir oft að það sé eins og maður hafi ekki sagt neitt. Eins og maður hafi ekki tekið til máls og það hafi ríkt þögn. Svo heldur fólk bara áfram að tala,“ segir hún og segist hafa heyrt af viðlíka reynslu annarra kvenna. „Kannski eru þetta bara nokkrar konur sem upplifa þetta og engar aðrar. Við könnum að minnsta kosti áhuga kvenna í vísindum á því að stofna félag og ræða þessa hluti. Vísindaheimurinn er karllægur bransi, endalausar niðurstöður sýna fram á það.“ „Konum fækkar kerfisbundið eftir því sem ofar dregur. Þær heltast úr lestinni,“ segir Þorgerður Einarsdóttir kynjafræðingur sem heldur erindi á stofnfundi félagsins í byrjun næstu viku. „Rannsóknir hafa sýnt í langan tíma að það er kynjahalli í vísindum rétt eins og öðrum geirum. Það hefur verið mikil vinna í gangi síðan um aldamótin á vegum Evrópusambandsins til að rétta af kynjahalla í vísindum. Starfið hefur reyndar gengið í bylgjum en nú er norræna batteríið að fara af stað með stórt rannsóknarverkefni um kynjahalla. Félag kvenna í vísindum er nauðsynlegt. Á meðan það er kynjahalli þá þurfa konur bakland, til þess að stilla saman strengi, mynda netverk og kynnast, dreifa upplýsingum og þekkingu.“ Þorgerður segir eins og Auður vísindasamfélagið gjarnt á að trúa að það sé ólíkt öðrum samfélögum þegar kemur að kynjahallanum. „Lengi vel var horft til ytri þátta, svo sem fjölskylduábyrgðar, barnauppeldis, barneigna og skorts á dagvistun. Þessar skýringar eiga vissulega enn við en duga ekki einar og sér og þá hefur sjónum verið beint inn á við, en þegar það kemur að vísindasamfélaginu skortir skilninginn og það er andstaða við að viðurkenna að eitthvað sé að. Það er ljóst að konur í vísindum eiga mikið inni.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Konur fá ekki nóg klapp á bakið, þær eru oft hundsaðar,“ segir Auður Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, meðal annars um stöðu íslenskra kvenna í vísindum. Í næstu viku verður stofnað félag kvenna í vísindum og hún er meðal þeirra sem standa að stofnun félagsins. „Vísindamenn halda stundum að þeir séu ekki mennskir, vísindalega aðferðin er hlutlaus og fordómalaus. Þar er ekkert fyrirfram ákveðið, allt þarf að styðja með rannsóknarniðurstöðum. Vísindamenn upplifa stundum að þeir séu eins og vísindalega aðferðin. Að þeir geti ekki sýnt af sér hegðun eins og allir aðrir gera. En þannig er það ekki, kynjahalli viðgengst í vísindum eins og annars staðar.“ Auður segir mikilvægt að konur í vísindum haldi saman og ræði þessa hluti. „Mér finnst ég upplifa að konur séu utan við tengslanet. Þær fá ekki nóg klapp á bakið eða leiðsögn. Eldri karlkyns vísindamenn taka þær síður að sér til að hjálpa þeim að komast áfram. „Gömlu herrarnir ausa ungu mennina hrósi. Á meðan fá konur litla athygli. Í félaginu verður til bakland fyrir konur.“ Auður segist sjálf ekki hafa upplifað að fá ekki leiðsögn en finnur fyrir því að vera hundsuð. „Maður upplifir oft að það sé eins og maður hafi ekki sagt neitt. Eins og maður hafi ekki tekið til máls og það hafi ríkt þögn. Svo heldur fólk bara áfram að tala,“ segir hún og segist hafa heyrt af viðlíka reynslu annarra kvenna. „Kannski eru þetta bara nokkrar konur sem upplifa þetta og engar aðrar. Við könnum að minnsta kosti áhuga kvenna í vísindum á því að stofna félag og ræða þessa hluti. Vísindaheimurinn er karllægur bransi, endalausar niðurstöður sýna fram á það.“ „Konum fækkar kerfisbundið eftir því sem ofar dregur. Þær heltast úr lestinni,“ segir Þorgerður Einarsdóttir kynjafræðingur sem heldur erindi á stofnfundi félagsins í byrjun næstu viku. „Rannsóknir hafa sýnt í langan tíma að það er kynjahalli í vísindum rétt eins og öðrum geirum. Það hefur verið mikil vinna í gangi síðan um aldamótin á vegum Evrópusambandsins til að rétta af kynjahalla í vísindum. Starfið hefur reyndar gengið í bylgjum en nú er norræna batteríið að fara af stað með stórt rannsóknarverkefni um kynjahalla. Félag kvenna í vísindum er nauðsynlegt. Á meðan það er kynjahalli þá þurfa konur bakland, til þess að stilla saman strengi, mynda netverk og kynnast, dreifa upplýsingum og þekkingu.“ Þorgerður segir eins og Auður vísindasamfélagið gjarnt á að trúa að það sé ólíkt öðrum samfélögum þegar kemur að kynjahallanum. „Lengi vel var horft til ytri þátta, svo sem fjölskylduábyrgðar, barnauppeldis, barneigna og skorts á dagvistun. Þessar skýringar eiga vissulega enn við en duga ekki einar og sér og þá hefur sjónum verið beint inn á við, en þegar það kemur að vísindasamfélaginu skortir skilninginn og það er andstaða við að viðurkenna að eitthvað sé að. Það er ljóst að konur í vísindum eiga mikið inni.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira