Orðin kafrjóð af reiði vegna matarbakka eldri borgara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Í bakkanum var marglitt og þurrt kjöt sem Erna vissi ekki hvort væri af svíni eða kind. Fréttablaðið/stefán Um áramótin tók ISS við matarþjónustu eldri borgara í Hafnarfirði. „Hún var ánægð með þetta fyrir áramót, fannst þetta ljómandi,“ segir Erna Hannesdóttir og vísar þar til æskuvinkonu sinnar sem þarf vegna heilsubrests að fá sendan mat til sín daglega. Erna hafði samband við Fréttablaðið því henni var nóg boðið þegar hún sá matarbakka dagsins frá ISS en vinkonan er hlédræg og vill alls ekki láta hafa fyrir sér. „Hún er svo sáttfús og þakklát fyrir allt sem hún fær. Hún passar sig að verða ekki fyrir. En þegar ég kom í dag sá ég bakkann á borðinu og ekki búið að snerta á matnum. Í bakkanum var marglitað og þurrt kjöt. Ef þetta væri í ísskápnum manns myndi maður henda því. Alveg ógeðslegt. Þá sagði hún mér að síðasta mánuðinn væri maturinn búinn að vera mjög ólystugur,“ segir Erna.Erna HannesdóttirTil að mynda fékk vinkonan sendan þorramat þar sem súrsaðir hrútspungar voru settir ofan á hangikjötsbita. Soðinn fiskur var allur blautur í polli af soði í bakkanum. Og öllum máltíðum fylgir stór skammtur af hvítu brauði. Erna segir að það sé greinilega hugsað meira um uppfyllingu en næringuna. „Fólk má vera ansi hungrað til að borða þennan mat. Það vantar alla tilfinningu í matarbakkana og svo eru svo margir sem þurfa á þessari þjónustu að halda sem kvarta bara í sínu horni. Ég vil aftur á móti leggja allt mitt til að þessu verði breytt. Svona er ekki hægt að koma fram við fólk og mér finnst eins og það sé talað fyrir daufum eyrum nema það sé fjallað um málið í blöðunum. Ég hef aldrei gert slíkt áður en núna varð ég alveg kafrjóð af reiði.“ „Það hafa borist einhverjar kvartanir,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar. „Eins og vill verða þegar gerðar eru breytingar.“ Hafnarfjarðarbær bauð út matarþjónustu eldri borgara um áramót. Tvö tilboð bárust. Annars vegar frá þjónustuaðilanum sem hafði verið með matinn og hins vegar ISS. ISS var með lægra tilboð. „Við skráum allar kvartanir og komum þeim til fyrirtækisins. Við viljum að þetta gangi upp og að fólk sé ánægt. Þannig að við bætum úr eins og við getum,“ segir Rannveig. Í síðustu viku kom fram í könnun í Fréttablaðinu að Hafnarfjarðarbær var með lágt verð á mat fyrir eldri borgara og hæstu niðurgreiðsluna af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. „Við erum ánægð með það en við viljum líka hafa gæðin í lagi og komum til með að fylgja þessu eftir,“ segir Rannveig. Tengdar fréttir Borgarstjóri segir heimsenda matinn af bestu gæðum og miklu lystugri en hann bjóst við Dagur B Eggertsson segir að eftir umræðu síðustu viku um heimsendan mat til eldri borgara hafi honum leikið forvitni á að vita hvernig maturinn væri. 23. janúar 2016 10:43 Matarbakkar þriðjungi dýrari hjá Kópavogsbæ Ódýrasti maturinn fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavík. Heimsendir matarbakkar eru 35 prósent dýrari í Kópavogi en í Reykjavík. Í Mosfellsbæ er dýrasta staka máltíðin og Hafnarfjörður er með hæstu niðurgreið 2. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Um áramótin tók ISS við matarþjónustu eldri borgara í Hafnarfirði. „Hún var ánægð með þetta fyrir áramót, fannst þetta ljómandi,“ segir Erna Hannesdóttir og vísar þar til æskuvinkonu sinnar sem þarf vegna heilsubrests að fá sendan mat til sín daglega. Erna hafði samband við Fréttablaðið því henni var nóg boðið þegar hún sá matarbakka dagsins frá ISS en vinkonan er hlédræg og vill alls ekki láta hafa fyrir sér. „Hún er svo sáttfús og þakklát fyrir allt sem hún fær. Hún passar sig að verða ekki fyrir. En þegar ég kom í dag sá ég bakkann á borðinu og ekki búið að snerta á matnum. Í bakkanum var marglitað og þurrt kjöt. Ef þetta væri í ísskápnum manns myndi maður henda því. Alveg ógeðslegt. Þá sagði hún mér að síðasta mánuðinn væri maturinn búinn að vera mjög ólystugur,“ segir Erna.Erna HannesdóttirTil að mynda fékk vinkonan sendan þorramat þar sem súrsaðir hrútspungar voru settir ofan á hangikjötsbita. Soðinn fiskur var allur blautur í polli af soði í bakkanum. Og öllum máltíðum fylgir stór skammtur af hvítu brauði. Erna segir að það sé greinilega hugsað meira um uppfyllingu en næringuna. „Fólk má vera ansi hungrað til að borða þennan mat. Það vantar alla tilfinningu í matarbakkana og svo eru svo margir sem þurfa á þessari þjónustu að halda sem kvarta bara í sínu horni. Ég vil aftur á móti leggja allt mitt til að þessu verði breytt. Svona er ekki hægt að koma fram við fólk og mér finnst eins og það sé talað fyrir daufum eyrum nema það sé fjallað um málið í blöðunum. Ég hef aldrei gert slíkt áður en núna varð ég alveg kafrjóð af reiði.“ „Það hafa borist einhverjar kvartanir,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar. „Eins og vill verða þegar gerðar eru breytingar.“ Hafnarfjarðarbær bauð út matarþjónustu eldri borgara um áramót. Tvö tilboð bárust. Annars vegar frá þjónustuaðilanum sem hafði verið með matinn og hins vegar ISS. ISS var með lægra tilboð. „Við skráum allar kvartanir og komum þeim til fyrirtækisins. Við viljum að þetta gangi upp og að fólk sé ánægt. Þannig að við bætum úr eins og við getum,“ segir Rannveig. Í síðustu viku kom fram í könnun í Fréttablaðinu að Hafnarfjarðarbær var með lágt verð á mat fyrir eldri borgara og hæstu niðurgreiðsluna af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. „Við erum ánægð með það en við viljum líka hafa gæðin í lagi og komum til með að fylgja þessu eftir,“ segir Rannveig.
Tengdar fréttir Borgarstjóri segir heimsenda matinn af bestu gæðum og miklu lystugri en hann bjóst við Dagur B Eggertsson segir að eftir umræðu síðustu viku um heimsendan mat til eldri borgara hafi honum leikið forvitni á að vita hvernig maturinn væri. 23. janúar 2016 10:43 Matarbakkar þriðjungi dýrari hjá Kópavogsbæ Ódýrasti maturinn fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavík. Heimsendir matarbakkar eru 35 prósent dýrari í Kópavogi en í Reykjavík. Í Mosfellsbæ er dýrasta staka máltíðin og Hafnarfjörður er með hæstu niðurgreið 2. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Borgarstjóri segir heimsenda matinn af bestu gæðum og miklu lystugri en hann bjóst við Dagur B Eggertsson segir að eftir umræðu síðustu viku um heimsendan mat til eldri borgara hafi honum leikið forvitni á að vita hvernig maturinn væri. 23. janúar 2016 10:43
Matarbakkar þriðjungi dýrari hjá Kópavogsbæ Ódýrasti maturinn fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavík. Heimsendir matarbakkar eru 35 prósent dýrari í Kópavogi en í Reykjavík. Í Mosfellsbæ er dýrasta staka máltíðin og Hafnarfjörður er með hæstu niðurgreið 2. febrúar 2016 07:00