Aron: Höfum náð að greina vel leik okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 16:49 Aron Kristjánsson. Vísir/Getty Það var gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í Hannover í dag. Íslenska liðið tapaði með tveimur mörkum eftir ágætan leik í gær en vann sannfærandi sigur í seinni leiknum í dag. „Það er búin að vera góð vinna í gangi og menn einbeittir. Við höfum náð að greina vel leik okkar og vinna með þessi smáatriði sem þarf að vinna með. Það hefur bætt vinnu okkar smátt og smátt," sagði Aron Kristjánsson en var fljótur að bæta við: „Það eru samt ennþá hlutir sem við þurfum að laga og ná að klára áður en mótið byrjar," sagði Aron. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins en á miðvikudaginn var þegar liðið tapaði á móti Portúgal í Kaplakrika. „Það voru nokkur atriði sem spiluðu inn þar. Við eigum náttúrulega alltaf að vinna Portúgal á heimavelli en það var sterkt að vinna þá daginn eftir þrátt fyrir að hafa gert einhverjar átta til níu breytingar. Það var mjög gott upp á framhaldið," sagði Aron. „Nú erum við til viðbótar búnir að fá tvo leiki í Þýskalandi og það hefur verið góður stígandi í okkar leik," sagði Aron. „Það sem var gott við þennan seinni leik var að við vorum að spila lengur inn í leikkerfunum, vorum að ná fleiri sendingum, að ná að halda pressunni betur og fá betri færi. Það gekk betur í dag," sagði Aron. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var mjög sterkur þegar við náðum að spila sex á móti sex. Við vorum aðallega í vandræðum með seinni bylgjuna þeirra. Þegar við vorum með margar mismundandi uppstillingar i seinni hálfleiknum þá fór aðeins að losna um þetta. Þeir fóru þá að skora meira á okkar uppstilltu vörn," sagði Aron en það verður viðtal við hann í Fréttablaðinu á morgun. Aron á enn eftir að skera hópinn niður um einn mann en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun eða þriðjudaginn hver dettur út. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00 Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Það var gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í Hannover í dag. Íslenska liðið tapaði með tveimur mörkum eftir ágætan leik í gær en vann sannfærandi sigur í seinni leiknum í dag. „Það er búin að vera góð vinna í gangi og menn einbeittir. Við höfum náð að greina vel leik okkar og vinna með þessi smáatriði sem þarf að vinna með. Það hefur bætt vinnu okkar smátt og smátt," sagði Aron Kristjánsson en var fljótur að bæta við: „Það eru samt ennþá hlutir sem við þurfum að laga og ná að klára áður en mótið byrjar," sagði Aron. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins en á miðvikudaginn var þegar liðið tapaði á móti Portúgal í Kaplakrika. „Það voru nokkur atriði sem spiluðu inn þar. Við eigum náttúrulega alltaf að vinna Portúgal á heimavelli en það var sterkt að vinna þá daginn eftir þrátt fyrir að hafa gert einhverjar átta til níu breytingar. Það var mjög gott upp á framhaldið," sagði Aron. „Nú erum við til viðbótar búnir að fá tvo leiki í Þýskalandi og það hefur verið góður stígandi í okkar leik," sagði Aron. „Það sem var gott við þennan seinni leik var að við vorum að spila lengur inn í leikkerfunum, vorum að ná fleiri sendingum, að ná að halda pressunni betur og fá betri færi. Það gekk betur í dag," sagði Aron. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var mjög sterkur þegar við náðum að spila sex á móti sex. Við vorum aðallega í vandræðum með seinni bylgjuna þeirra. Þegar við vorum með margar mismundandi uppstillingar i seinni hálfleiknum þá fór aðeins að losna um þetta. Þeir fóru þá að skora meira á okkar uppstilltu vörn," sagði Aron en það verður viðtal við hann í Fréttablaðinu á morgun. Aron á enn eftir að skera hópinn niður um einn mann en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun eða þriðjudaginn hver dettur út.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00 Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00
Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita