Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. janúar 2016 16:58 Aron veltir hér hlutunum fyrir sér á hliðarlínunni í dag. Vísir/getty „Þetta var kaflaskiptur leikur en það voru framfarir á leik liðsins. Það sást að við erum á réttri leið með þetta lið,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, er blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir leikinn í dag. „Þetta var mikilvægur leikur í undirbúningnum fyrir EM. Það voru framfarir í leiknum í dag en þetta var leikur sem við vildum vinna.“Sjá einnig:Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Ísland lendi undir snemma leiks og var að eltast við forystu þýska liðsins lengst af í leiknum. „Við misstum þá 3-4 mörkum yfir en það er gríðarlega sterkt gegn Þýskalandi á útivelli í troðfullri höll að komast aftur inn í leikinn og eiga möguleikann að vinna leikinn. Það eru smáatriði sem gera það að verkum að við töpum leiknum í stað þess að vinna eða gera jafntefli.“ Aron var ekki ánægður með dómgæsluna undir lok leiksins en dómaratvíeykið tók furðulegar ákvarðanir á lokamínútum leiksins. „Tvær mínúturnar sem við fáum á okkur undir lokin voru dýrar og þær gerðu eiginlega út um leikinn fyrir okkur. Í sókninni áður en Guðmundur er rekinn útaf eru tvö brot sem eru jafn slæm ef ekki verri sem ekki var flautað á,“ sagði Aron sem sagði að íslenska liðið þyrfti þó að vera skynsamara á lokasprettinum. „Öll þessi litlu atriði skipta máli, Vignir fær klaufalegar tvær mínútur og við þurfum að hafa þetta á hreinu þegar flautað verður til leiks í Póllandi. Þá þarf einbeitingin að vera á því að gera ekki þessi klaufamistök.“Ásgeir Örn reynir hér að brjóta sér leið í gegnum þýsku vörnina.Vísir/gettyAron var ánægður með viðbrögð liðsins í seinni hálfleik en íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir leikslok eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik hálfleiksins. „Viðbrögð strákanna voru frábær, við náðum upp sterkri vörn og við vorum beittir sóknarlega. Við erum að vinna í áherslubreytingum og það virkaði vel í dag,“ sagði Aron sem minnti á að varnarleikurinn hefði ekki verið nægilega góður þegar hann var spurður út í markvörsluna í leiknum. „Þetta er alltaf samspil, varnarleikurinn og markvarslan. Við vorum að gefa þeim góð færi í fyrri hálfleik en Bjöggi kom sterkur inn í lokin.“ Aron var að vonum sáttur með spilamennsku Alexanders Peterssonar en hann hrósaði einnig Bjarka Má Gunnarssyni. „Það er mikilvægt að Lexi finni taktinn með liðinu aftur og hann gerði það í dag. Við þurfum að finna þetta jafnvægi að nota hann rétt,“ sagði Aron og bætti við: „Bjarki Már tók skref fram á við í dag. Hann spilaði bara 20 mínútur gegn Portúgal en hann lék allan fyrri hálfleikinn í dag. Hann er í lagi í bakinu eftir það sem er jákvætt og það er frábært að hann hafi tekið svona stórt skref fram á við.“ Aron átti von á að því að gera töluvert af breytingum fyrir morgundaginn. „Við spilum auðvitað til sigurs á morgun en það er ljóst að einhverjir leikmenn sem spiluðu lítið í dag munu spila mikið á morgun. Við þurfum að spila liðið saman fyrir EM og við erum að reyna að finna réttu blönduna.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
„Þetta var kaflaskiptur leikur en það voru framfarir á leik liðsins. Það sást að við erum á réttri leið með þetta lið,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, er blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir leikinn í dag. „Þetta var mikilvægur leikur í undirbúningnum fyrir EM. Það voru framfarir í leiknum í dag en þetta var leikur sem við vildum vinna.“Sjá einnig:Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Ísland lendi undir snemma leiks og var að eltast við forystu þýska liðsins lengst af í leiknum. „Við misstum þá 3-4 mörkum yfir en það er gríðarlega sterkt gegn Þýskalandi á útivelli í troðfullri höll að komast aftur inn í leikinn og eiga möguleikann að vinna leikinn. Það eru smáatriði sem gera það að verkum að við töpum leiknum í stað þess að vinna eða gera jafntefli.“ Aron var ekki ánægður með dómgæsluna undir lok leiksins en dómaratvíeykið tók furðulegar ákvarðanir á lokamínútum leiksins. „Tvær mínúturnar sem við fáum á okkur undir lokin voru dýrar og þær gerðu eiginlega út um leikinn fyrir okkur. Í sókninni áður en Guðmundur er rekinn útaf eru tvö brot sem eru jafn slæm ef ekki verri sem ekki var flautað á,“ sagði Aron sem sagði að íslenska liðið þyrfti þó að vera skynsamara á lokasprettinum. „Öll þessi litlu atriði skipta máli, Vignir fær klaufalegar tvær mínútur og við þurfum að hafa þetta á hreinu þegar flautað verður til leiks í Póllandi. Þá þarf einbeitingin að vera á því að gera ekki þessi klaufamistök.“Ásgeir Örn reynir hér að brjóta sér leið í gegnum þýsku vörnina.Vísir/gettyAron var ánægður með viðbrögð liðsins í seinni hálfleik en íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir leikslok eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik hálfleiksins. „Viðbrögð strákanna voru frábær, við náðum upp sterkri vörn og við vorum beittir sóknarlega. Við erum að vinna í áherslubreytingum og það virkaði vel í dag,“ sagði Aron sem minnti á að varnarleikurinn hefði ekki verið nægilega góður þegar hann var spurður út í markvörsluna í leiknum. „Þetta er alltaf samspil, varnarleikurinn og markvarslan. Við vorum að gefa þeim góð færi í fyrri hálfleik en Bjöggi kom sterkur inn í lokin.“ Aron var að vonum sáttur með spilamennsku Alexanders Peterssonar en hann hrósaði einnig Bjarka Má Gunnarssyni. „Það er mikilvægt að Lexi finni taktinn með liðinu aftur og hann gerði það í dag. Við þurfum að finna þetta jafnvægi að nota hann rétt,“ sagði Aron og bætti við: „Bjarki Már tók skref fram á við í dag. Hann spilaði bara 20 mínútur gegn Portúgal en hann lék allan fyrri hálfleikinn í dag. Hann er í lagi í bakinu eftir það sem er jákvætt og það er frábært að hann hafi tekið svona stórt skref fram á við.“ Aron átti von á að því að gera töluvert af breytingum fyrir morgundaginn. „Við spilum auðvitað til sigurs á morgun en það er ljóst að einhverjir leikmenn sem spiluðu lítið í dag munu spila mikið á morgun. Við þurfum að spila liðið saman fyrir EM og við erum að reyna að finna réttu blönduna.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45