Læknum fækkað um helming á átta árum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 07:00 Um 850 sjúklingar eru í eftirliti vegna brjóstakrabbameins á Landspítalanum. Yfirlæknir segir lyfjameðferð vera í forgangi og því hafi bið eftir eftirliti lengst. NordicPhotos/Getty Krabbameinssjúklingar sem hafa lokið meðferð eru reglulega kallaðir inn í eftirlit hjá krabbameinsdeild Landspítalans. Kona sem lauk meðferð við brjóstakrabbameini fyrir ári bjóst við innköllun í október. Fyrir jól hafði hún ekki enn fengið símtal og hafði því samband við krabbameinsdeildina í lok desember. Þá fékk hún þau svör að hún þyrfti að bíða í allt að þrjá mánuði í viðbót eftir tíma hjá lækni. Í samtali við Fréttablaðið segist konan að lokum hafa „grenjað út“ viðtal enda hafi hún verið full kvíða vegna óvissunnar og biðarinnar. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina, staðfestir að mikið álag sé á deildinni enda sé undirmannað. Hann er sjálfur í krabbameinsmeðferð og fór í veikindaleyfi í sumar. Þar með hafi krabbameinslæknum fækkað um helming frá árinu 2008. „Krabbameinslæknum hefur farið fækkandi undanfarin ár vegna ýmissa ástæðna. Það er mikið álag og þeim bjóðast betri laun og vinnuaðstæður erlendis,“ segir Gunnar.Gunnar Bjarni Ragnarsson yfirlæknir lyflækninga krabbameina (fyrir miðju)Til að bregðast við undirmönnun og auknu álagi hefur verið einblínt á að sinna krabbameinslyfjameðferð. „Í samvinnu við aðrar faggreinar höfum við komið eftirlitinu í aðrar hendur. Hins vegar er brjóstakrabbameinseftirlitið enn í okkar höndum og okkur þykir mjög leitt að fólk þurfi að bíða eftir eftirliti. Það er þó verið að vinna að því að koma þessu í betri farveg.“ Tekist hefur að sinna krabbameinslyfjameðferð með því að leggja meira á krabbameinslæknana og auka þverfaglega teymisvinnu með öðrum heilbrigðisstéttum. „En það er ekkert launungarmál að álag á lækna deildarinnar er komið vel yfir þolmörk.“ Gunnar segir ráðningar vera í forgangi en því miður hafi reynst erfiðlega að fullmanna deildina. Auglýst hafi verið eftir starfsfólki og leitað út fyrir landsteinana. Hann segist þó vera bjartsýnn á að það náist að finna lausn á málunum. „Hin þverfaglega teymisvinna mun skila miklu með frekari reynslu og álagið mun minnka talsvert þegar ég get farið að sinna sjúklingum að fullu aftur. Við erum líka bjartsýn á að nýir læknar muni ráða sig við deildina,“ segir hann. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Krabbameinssjúklingar sem hafa lokið meðferð eru reglulega kallaðir inn í eftirlit hjá krabbameinsdeild Landspítalans. Kona sem lauk meðferð við brjóstakrabbameini fyrir ári bjóst við innköllun í október. Fyrir jól hafði hún ekki enn fengið símtal og hafði því samband við krabbameinsdeildina í lok desember. Þá fékk hún þau svör að hún þyrfti að bíða í allt að þrjá mánuði í viðbót eftir tíma hjá lækni. Í samtali við Fréttablaðið segist konan að lokum hafa „grenjað út“ viðtal enda hafi hún verið full kvíða vegna óvissunnar og biðarinnar. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina, staðfestir að mikið álag sé á deildinni enda sé undirmannað. Hann er sjálfur í krabbameinsmeðferð og fór í veikindaleyfi í sumar. Þar með hafi krabbameinslæknum fækkað um helming frá árinu 2008. „Krabbameinslæknum hefur farið fækkandi undanfarin ár vegna ýmissa ástæðna. Það er mikið álag og þeim bjóðast betri laun og vinnuaðstæður erlendis,“ segir Gunnar.Gunnar Bjarni Ragnarsson yfirlæknir lyflækninga krabbameina (fyrir miðju)Til að bregðast við undirmönnun og auknu álagi hefur verið einblínt á að sinna krabbameinslyfjameðferð. „Í samvinnu við aðrar faggreinar höfum við komið eftirlitinu í aðrar hendur. Hins vegar er brjóstakrabbameinseftirlitið enn í okkar höndum og okkur þykir mjög leitt að fólk þurfi að bíða eftir eftirliti. Það er þó verið að vinna að því að koma þessu í betri farveg.“ Tekist hefur að sinna krabbameinslyfjameðferð með því að leggja meira á krabbameinslæknana og auka þverfaglega teymisvinnu með öðrum heilbrigðisstéttum. „En það er ekkert launungarmál að álag á lækna deildarinnar er komið vel yfir þolmörk.“ Gunnar segir ráðningar vera í forgangi en því miður hafi reynst erfiðlega að fullmanna deildina. Auglýst hafi verið eftir starfsfólki og leitað út fyrir landsteinana. Hann segist þó vera bjartsýnn á að það náist að finna lausn á málunum. „Hin þverfaglega teymisvinna mun skila miklu með frekari reynslu og álagið mun minnka talsvert þegar ég get farið að sinna sjúklingum að fullu aftur. Við erum líka bjartsýn á að nýir læknar muni ráða sig við deildina,“ segir hann.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira