Byrjaði að prjóna í fótboltaferðalögum Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. janúar 2016 09:00 Vilhelm Ottó Biering Ottósson er sáttur við saumavélina sem hann fékk frá ömmu sinni. Hinn þrettán ára gamli Akureyringur Vilhelm Ottó Biering Ottósson fékk snemma áhuga á prjóna- og saumaskap og hefur undanfarna mánuði verið iðinn við að sauma og prjóna slaufur. „Ég hef alltaf haft gaman af því að búa eitthvað til í höndunum og byrjaði að prjóna til dæmis húfur í fyrravor. Þegar ég var ný orðinn þrettán ára byrjaði ég að prjóna slaufur og svo í haust byrjaði ég að sauma slaufur,“ segir Vilhelm Ottó um upphafið á saumaskapnum. „Ég fór eiginlega að prjóna og sauma af fullri alvöru vegna þess að ég var eiginlega of ungur til þess að sækja um vinnu.“ Hann segir að handavinnukennarinn sinn sé ákaflega ánægður með þann gífurlega áhuga sem hann hefur sýnt prjóna- og saumaskapnum. „Jú, handavinnukennarinn er sáttur við mig,“ segir Vilhelm Ottó og hlær. Hann sér um að hanna og búa til slaufurnar alveg sjálfur. „Kennarinn minn kenndi mér hvernig maður á að gera þetta.“Hér má sjá slaufur eftir Vilhelm Ottó.Hann segir það taka um það bil klukkustund að prjóna eina slaufu en að sauma slaufu taki örlítið styttri tíma. „Maður er aðeins fljótari að sauma en þá þarf maður að undirbúa slaufuna eins og til dæmis að strauja efnið, setja títuprjóna og þræða saumavélina,“ útskýrir Vilhelm Ottó sem stofnaði fyrir skömmu Facebook-síðu þar sem hægt er að skoða og panta slaufur. Fyrir utan sauma- og prjónaskapinn hefur Vilhelm Ottó gaman af íþróttum og er til dæmis að æfa bæði körfubolta og fótbolta, ásamt því að vera nemandi í 8. bekk í Glerárskóla. Hann hefur til dæmis nýtt fótboltaferðalögin vel og prjónað á meðan hann er ekki að sparka í knöttinn og segir að félögunum þyki þetta frekar kúl. Hvernig hefur hann tíma fyrir þetta allt saman? „Maður verður að nýta tímann vel og forgangsraða rétt. Það tekur ekkert það langan tíma að gera slaufu, ég geri stundum eina og eina slaufu á kvöldin áður en ég fer að sofa,“ segir Vilhelm Ottó og hlær. Vilhelm Ottó segist hafa saumað og prjónað í kringum hundrað slaufur á sínum ferli. „Ég hef líklega prjónað um fjörutíu slaufur og saumað um sextíu slaufur.“ Slaufurnar og aðrar vörur eftir Vilhelm Ottó hafa verið til sölu í versluninni The Viking á Akureyri og í Jólahúsinu í Eyjafirði. Þá var mikið að gera hjá honum fyrir jólin. „Já, það var mjög mikið að gera í desember, einn daginn fór ég ekki út úr húsi, ég sat við saumavélina og straujaði allan daginn. Ég held að bara ég sjálfur hafi selt um þrjátíu slaufur í desember og svo líka auðvitað í búðunum. Ég veit líka að útlendingarnir voru hrifnir af prjónuðu slaufunum, það hafa einhverjar slaufur farið til Þýskalands, Spánar og Dubai,“ segir Vilhelm Ottó. Þá voru slaufurnar vinsælar jólagjafir fjölskyldunnar. Hann fékk fyrir skömmu saumavél ömmu sinnar og er hæstánægður með hana. „Þetta er öflug saumavél þó hún sé dálítið gömul, ég held hún sé frá 1960 en hún er góð.“ Hann langar að framleiða alls kyns fatnað í framtíðinni og er til dæmis nýbyrjaður að sauma klúta. „Mig langar að gera meira og hef verið að hugsa um það. Ég held samt að þetta sé gott í bili en ég ætla gera meira í framtíðinni,“ bætir Vilhelm Ottó við. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Hinn þrettán ára gamli Akureyringur Vilhelm Ottó Biering Ottósson fékk snemma áhuga á prjóna- og saumaskap og hefur undanfarna mánuði verið iðinn við að sauma og prjóna slaufur. „Ég hef alltaf haft gaman af því að búa eitthvað til í höndunum og byrjaði að prjóna til dæmis húfur í fyrravor. Þegar ég var ný orðinn þrettán ára byrjaði ég að prjóna slaufur og svo í haust byrjaði ég að sauma slaufur,“ segir Vilhelm Ottó um upphafið á saumaskapnum. „Ég fór eiginlega að prjóna og sauma af fullri alvöru vegna þess að ég var eiginlega of ungur til þess að sækja um vinnu.“ Hann segir að handavinnukennarinn sinn sé ákaflega ánægður með þann gífurlega áhuga sem hann hefur sýnt prjóna- og saumaskapnum. „Jú, handavinnukennarinn er sáttur við mig,“ segir Vilhelm Ottó og hlær. Hann sér um að hanna og búa til slaufurnar alveg sjálfur. „Kennarinn minn kenndi mér hvernig maður á að gera þetta.“Hér má sjá slaufur eftir Vilhelm Ottó.Hann segir það taka um það bil klukkustund að prjóna eina slaufu en að sauma slaufu taki örlítið styttri tíma. „Maður er aðeins fljótari að sauma en þá þarf maður að undirbúa slaufuna eins og til dæmis að strauja efnið, setja títuprjóna og þræða saumavélina,“ útskýrir Vilhelm Ottó sem stofnaði fyrir skömmu Facebook-síðu þar sem hægt er að skoða og panta slaufur. Fyrir utan sauma- og prjónaskapinn hefur Vilhelm Ottó gaman af íþróttum og er til dæmis að æfa bæði körfubolta og fótbolta, ásamt því að vera nemandi í 8. bekk í Glerárskóla. Hann hefur til dæmis nýtt fótboltaferðalögin vel og prjónað á meðan hann er ekki að sparka í knöttinn og segir að félögunum þyki þetta frekar kúl. Hvernig hefur hann tíma fyrir þetta allt saman? „Maður verður að nýta tímann vel og forgangsraða rétt. Það tekur ekkert það langan tíma að gera slaufu, ég geri stundum eina og eina slaufu á kvöldin áður en ég fer að sofa,“ segir Vilhelm Ottó og hlær. Vilhelm Ottó segist hafa saumað og prjónað í kringum hundrað slaufur á sínum ferli. „Ég hef líklega prjónað um fjörutíu slaufur og saumað um sextíu slaufur.“ Slaufurnar og aðrar vörur eftir Vilhelm Ottó hafa verið til sölu í versluninni The Viking á Akureyri og í Jólahúsinu í Eyjafirði. Þá var mikið að gera hjá honum fyrir jólin. „Já, það var mjög mikið að gera í desember, einn daginn fór ég ekki út úr húsi, ég sat við saumavélina og straujaði allan daginn. Ég held að bara ég sjálfur hafi selt um þrjátíu slaufur í desember og svo líka auðvitað í búðunum. Ég veit líka að útlendingarnir voru hrifnir af prjónuðu slaufunum, það hafa einhverjar slaufur farið til Þýskalands, Spánar og Dubai,“ segir Vilhelm Ottó. Þá voru slaufurnar vinsælar jólagjafir fjölskyldunnar. Hann fékk fyrir skömmu saumavél ömmu sinnar og er hæstánægður með hana. „Þetta er öflug saumavél þó hún sé dálítið gömul, ég held hún sé frá 1960 en hún er góð.“ Hann langar að framleiða alls kyns fatnað í framtíðinni og er til dæmis nýbyrjaður að sauma klúta. „Mig langar að gera meira og hef verið að hugsa um það. Ég held samt að þetta sé gott í bili en ég ætla gera meira í framtíðinni,“ bætir Vilhelm Ottó við.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira