Samfylking eins og maki á leið í meðferð Snærós Sindradóttir skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Árni Páll Árnason var kjörinn formaður á landsfundi Samfylkingarinnar 2013. Hann er ákveðinn í því að bjóða sig fram að nýju. „Maður verður bara að treysta því að menn geti hamið sig í hnífunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, þar sem hann var staddur í Vestmannaeyjum í gær og þar með ófær um að mæta á þingflokksfund. Ástandið innan þingflokksins er sérstaklega slæmt að mati þingmanna innan flokks sem utan. Árni segir hins vegar að ástandið hafi aldrei snúist um sig og sína persónu og tekur því ekki nærri sér þó aðrir séu orðaðir við formannssætið. „Það væri nú eitthvað að ef enginn vildi vera formaður í Samfylkingunni,“ segir Árni. Hann hyggst bjóða sig fram til formanns að nýju þegar landsfundur fer fram. Samflokksmaður Árna sagði í samtali við Fréttablaðið að Árni liti svo á að ekki mætti bola honum úr embætti.Magnús Orri SchramOg það eru sannarlega fleiri sem vilja vera formenn flokksins. Helgi Hjörvar þingmaður hélt samkvæmi fyrir lokaðan hóp samfylkingarfólks í Reykjavík þann 15. janúar síðastliðinn. Athygli vakti að þingmenn voru ekki í samkvæminu en þó var nokkuð vel mætt af fólki. Helgi stofnaði líka nýlega Facebook-síðu fyrir sjálfan sig sem opinber persóna svo stuðningsmenn geti lækað hann. Þingmenn annarra flokka tóku svo eftir því að Helgi fundaði með Hrannari B. Arnarssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Jóhönnu Sigurðardóttur, í Alþingishúsinu á þriðjudag. Þá þótti ljóst að Helga væri ekki í mun að fela formannsbuxurnar.Helgi HjörvarÞingmaður Vinstri grænna, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að það hefði verið subbuskapur hjá Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar þann 21. janúar síðastliðinn. Helgi Hjörvar væri formaður þingflokks Samfylkingarinnar og það tíðkaðist ekki í því embætti að leggja fram mál þvert gegn vilja formanns flokksins. Þessir tveir formenn verði að dansa í takt og framlagningin hafi sýnt að engin virðing sé borin fyrir Árna Páli sem formanni flokksins. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að það hafi verið viðbrögð Árna sem komu á óvart. Málið hafi verið þaulrætt í þingflokki Samfylkingar og þingmönnunum gefið leyfi til að leggja frumvarpið fram. Þegar Árni lagðist hart gegn frumvarpinu í fjölmiðlum hafi það komið þingmönnunum tveimur í opna skjöldu.Össur SkarphéðinssonÞingmenn VG segja að fyrir nokkrum misserum hafi farið fram samtal á milli flokkanna á vinstrivængnum um aukið samstarf. Þá hafi það helst verið Samfylking sem ekki vildi ræða samstarf eða sameiningu í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn. Nú sé komið annað hljóð í strokkinn en þingmönnum vinstri vængsins þyki tal um sameiningu nú hjákátlegt. Einn orðaði það svo: „Samstarf væri eins og að reyna að lappa upp á hjónaband þar sem annar aðilinn er veikur og þarf nauðsynlega í meðferð.“Anna Pála SverrisdóttirÞessi hafa verið nefnd Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður, er það nafn sem flestir virðast spenntir fyrir í formannsembættið eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Hann nýtur mikils stuðnings innan Ungra jafnaðarmanna og Kragans. Horft er til Magnúsar sem fersks andblæs af þeim sem ekki geta hugsað sér neinn sitjandi þingmann í formannsembættið. Össur Skarphéðinsson er talinn hafa tvö plott í gangi. Annað snýst um að verða forseti og hitt formaður Samfylkingarinnar. Það gæti hæglega unnið gegn honum ef fólk veit ekki í hvorn fótinn hann ætlar að stíga. Anna Pála Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna, er vonarstjarna innan flokksins. Hún fékk eitt atkvæði í formannsembættið á síðasta landsfundi flokksins sem jafnvel var atkvæðið sem skildi á milli Árna Páls Árnasonar og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur.Fylgi Samfylkingar síðasta árið. Tengdar fréttir Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Sjá meira
„Maður verður bara að treysta því að menn geti hamið sig í hnífunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, þar sem hann var staddur í Vestmannaeyjum í gær og þar með ófær um að mæta á þingflokksfund. Ástandið innan þingflokksins er sérstaklega slæmt að mati þingmanna innan flokks sem utan. Árni segir hins vegar að ástandið hafi aldrei snúist um sig og sína persónu og tekur því ekki nærri sér þó aðrir séu orðaðir við formannssætið. „Það væri nú eitthvað að ef enginn vildi vera formaður í Samfylkingunni,“ segir Árni. Hann hyggst bjóða sig fram til formanns að nýju þegar landsfundur fer fram. Samflokksmaður Árna sagði í samtali við Fréttablaðið að Árni liti svo á að ekki mætti bola honum úr embætti.Magnús Orri SchramOg það eru sannarlega fleiri sem vilja vera formenn flokksins. Helgi Hjörvar þingmaður hélt samkvæmi fyrir lokaðan hóp samfylkingarfólks í Reykjavík þann 15. janúar síðastliðinn. Athygli vakti að þingmenn voru ekki í samkvæminu en þó var nokkuð vel mætt af fólki. Helgi stofnaði líka nýlega Facebook-síðu fyrir sjálfan sig sem opinber persóna svo stuðningsmenn geti lækað hann. Þingmenn annarra flokka tóku svo eftir því að Helgi fundaði með Hrannari B. Arnarssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Jóhönnu Sigurðardóttur, í Alþingishúsinu á þriðjudag. Þá þótti ljóst að Helga væri ekki í mun að fela formannsbuxurnar.Helgi HjörvarÞingmaður Vinstri grænna, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að það hefði verið subbuskapur hjá Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar þann 21. janúar síðastliðinn. Helgi Hjörvar væri formaður þingflokks Samfylkingarinnar og það tíðkaðist ekki í því embætti að leggja fram mál þvert gegn vilja formanns flokksins. Þessir tveir formenn verði að dansa í takt og framlagningin hafi sýnt að engin virðing sé borin fyrir Árna Páli sem formanni flokksins. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að það hafi verið viðbrögð Árna sem komu á óvart. Málið hafi verið þaulrætt í þingflokki Samfylkingar og þingmönnunum gefið leyfi til að leggja frumvarpið fram. Þegar Árni lagðist hart gegn frumvarpinu í fjölmiðlum hafi það komið þingmönnunum tveimur í opna skjöldu.Össur SkarphéðinssonÞingmenn VG segja að fyrir nokkrum misserum hafi farið fram samtal á milli flokkanna á vinstrivængnum um aukið samstarf. Þá hafi það helst verið Samfylking sem ekki vildi ræða samstarf eða sameiningu í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn. Nú sé komið annað hljóð í strokkinn en þingmönnum vinstri vængsins þyki tal um sameiningu nú hjákátlegt. Einn orðaði það svo: „Samstarf væri eins og að reyna að lappa upp á hjónaband þar sem annar aðilinn er veikur og þarf nauðsynlega í meðferð.“Anna Pála SverrisdóttirÞessi hafa verið nefnd Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður, er það nafn sem flestir virðast spenntir fyrir í formannsembættið eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Hann nýtur mikils stuðnings innan Ungra jafnaðarmanna og Kragans. Horft er til Magnúsar sem fersks andblæs af þeim sem ekki geta hugsað sér neinn sitjandi þingmann í formannsembættið. Össur Skarphéðinsson er talinn hafa tvö plott í gangi. Annað snýst um að verða forseti og hitt formaður Samfylkingarinnar. Það gæti hæglega unnið gegn honum ef fólk veit ekki í hvorn fótinn hann ætlar að stíga. Anna Pála Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna, er vonarstjarna innan flokksins. Hún fékk eitt atkvæði í formannsembættið á síðasta landsfundi flokksins sem jafnvel var atkvæðið sem skildi á milli Árna Páls Árnasonar og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur.Fylgi Samfylkingar síðasta árið.
Tengdar fréttir Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Sjá meira
Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent