Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom loksins til Zagreb nú rétt fyrir hádegi.
Liðið hefur undirbúið sig síðustu daga í Parma á Ítalíu en eyðir síðasta sólarhringnum fyrir leikinn gegn Króötum á leikstað.
Íslenska liðið mun taka eina æfingu á Maksimir-vellinum í dag en þar verður leikið á morgun.
Strákarnir fá því aðeins tilfinningu fyrir því hvernig það verður að leika fyrir framan tóman völl líkt og raunin verður annað kvöld.
Vísir mun flytja ykkur fréttir af æfingunni síðar í dag.
