Voru tvö ár að gera mynd um 90 ára sögu Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 11. nóvember 2016 11:00 Bragi Þór og Hrefna fyrir framan Ísaksskóla sem er fyrir 5 ára nemendur og nemendur 6, 7, 8 og 9 ára bekkja. Hann var stofnaður 1926 og er því 90 ára. Af því tilefni var ráðist í gerð heimildarmyndar. Vísir/GVA Heimildarmynd um Ísaksskóla verður frumsýnd í dag klukkan hálf sex í Háskólabíó en það eru þau Hrefna Hallgrímsdóttir og Bragi Þór Hinriksson sem standa að myndinni. Skólinn fagnar 90 ára afmæli sínu í ár og Hrefna, sem er gamall nemandi við skólann og börnin hennar hafa gengið í skólann, ákvað að stökkva á tækifærið og gera sína fyrstu heimildarmynd. „Fyrir tveimur árum kom ég eitt sinn að sækja barnið mitt í skólann þegar ég heyrði frá skólastjórnendunum hugmynd um að gera heimildarmynd í tilefni af 90 ára afmælinu. Það eru ekki til digrir sjóðir til að sækja fjármagn í svona verkefni en ég bauð mig fram, svona í ljósi þess að ég er leikari og þekki gott fólk. Ég hóaði í Braga, sem hefur unnið mikið með mér áður, og við erum búinn að liggja í þessu verkefni í hartnær tvö ár,“ segir Hrefna. Tvíeykið er þekkt fyrir barnaefnið sitt en Hrefna gerði Skoppu og Skrýtlu og Bragi leikstýrði Sveppa-myndunum vinsælu. Það lá því kannski beinast við að fyrsta heimildarmyndin þeirra yrði um upphaf barnakennslu á Íslandi. „Mig langaði að kynna fyrir fólki hver Ísak Jónsson var því hann var svo einstakur maður. Hann á stóran þátt í menntunarsögu landsins. Hann var kennari í kennaraskólanum og var ótrúlega flinkur að sjá kennara sem honum leist vel á og taldi að gæti gert vel í þessu starfi. Hann byrjaði með sex ára kennslu þegar skólaskylda var átta ára. Svona hefur þetta gengið í skólanum mann fram af manni í 90 ár. Það er enn þessi andi. Það er eitthvað svo sérstakt við skólann og eitthvað svo stórt og hlýtt hjarta sem þar er að finna. Ísak skilur eftir sig ljúfar minningar sem fólk yljar sér við enn í dag.“ Myndin verður 60 mínútur sem Hrefna segir að sé góður tími fyrir heimildarmynd. „Við vorum svo heppin að finna konurnar sem störfuðu lengst í skólanum og mótuðu þannig kennsluhættina. Þær tala svo fallega um kennarastarfið og af svo mikilli ástríðu þar sem metnaðurinn og kærleikurinn er alltaf hafður að leiðarljósi. Kennarastarfið er hugsjónastarf og þegar ég hlustaði á kennarana tala fylltist ég andagift. Það er búið að vera svolítið neikvæð umræða um kennara sem er leiðinlegt því þetta er svo frábært starf.“ Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Heimildarmynd um Ísaksskóla verður frumsýnd í dag klukkan hálf sex í Háskólabíó en það eru þau Hrefna Hallgrímsdóttir og Bragi Þór Hinriksson sem standa að myndinni. Skólinn fagnar 90 ára afmæli sínu í ár og Hrefna, sem er gamall nemandi við skólann og börnin hennar hafa gengið í skólann, ákvað að stökkva á tækifærið og gera sína fyrstu heimildarmynd. „Fyrir tveimur árum kom ég eitt sinn að sækja barnið mitt í skólann þegar ég heyrði frá skólastjórnendunum hugmynd um að gera heimildarmynd í tilefni af 90 ára afmælinu. Það eru ekki til digrir sjóðir til að sækja fjármagn í svona verkefni en ég bauð mig fram, svona í ljósi þess að ég er leikari og þekki gott fólk. Ég hóaði í Braga, sem hefur unnið mikið með mér áður, og við erum búinn að liggja í þessu verkefni í hartnær tvö ár,“ segir Hrefna. Tvíeykið er þekkt fyrir barnaefnið sitt en Hrefna gerði Skoppu og Skrýtlu og Bragi leikstýrði Sveppa-myndunum vinsælu. Það lá því kannski beinast við að fyrsta heimildarmyndin þeirra yrði um upphaf barnakennslu á Íslandi. „Mig langaði að kynna fyrir fólki hver Ísak Jónsson var því hann var svo einstakur maður. Hann á stóran þátt í menntunarsögu landsins. Hann var kennari í kennaraskólanum og var ótrúlega flinkur að sjá kennara sem honum leist vel á og taldi að gæti gert vel í þessu starfi. Hann byrjaði með sex ára kennslu þegar skólaskylda var átta ára. Svona hefur þetta gengið í skólanum mann fram af manni í 90 ár. Það er enn þessi andi. Það er eitthvað svo sérstakt við skólann og eitthvað svo stórt og hlýtt hjarta sem þar er að finna. Ísak skilur eftir sig ljúfar minningar sem fólk yljar sér við enn í dag.“ Myndin verður 60 mínútur sem Hrefna segir að sé góður tími fyrir heimildarmynd. „Við vorum svo heppin að finna konurnar sem störfuðu lengst í skólanum og mótuðu þannig kennsluhættina. Þær tala svo fallega um kennarastarfið og af svo mikilli ástríðu þar sem metnaðurinn og kærleikurinn er alltaf hafður að leiðarljósi. Kennarastarfið er hugsjónastarf og þegar ég hlustaði á kennarana tala fylltist ég andagift. Það er búið að vera svolítið neikvæð umræða um kennara sem er leiðinlegt því þetta er svo frábært starf.“
Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira