Vinna á appelsínuhúð með kaffikorgi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 11:00 Elva Björk Barkardóttir og Rakel Garðarsdóttir framleiða snyrtivörulínu úr náttúrulegum hráefnum. „Verandi er snyrtivörulína stofnuð út frá Vakandi, en það eru samtök sem berjast fyrir vitundarvakningu um sóun og þá helst matarsóun. Hugsjónin á bak við Verandi er að endurnýta hráefni sem myndi annars vera hent,“ segir Rakel Garðarsdóttir, spurð út í nýja snyrtivörulínu sem hún og Elva Björk Barkardóttur, lögfræðingur og ein af stofnendum Litlu gulu hænunnar, fyrirtæki sem framleiðir velferðarkjúkling, eru að koma með á markaðinn. Um er að ræða líkamsskrúbb sem búinn er til úr kaffi, sem tilvalið er að endurnýja. Oftar en ekki er kaffikorgnum hent beint í ruslið þar sem hann endar í landfyllingu, sem er að öllu leyti mjög óumhverfisvænt. „Fyrsta varan í snyrtivörulínunni Verandi er kaffiskrúbbur, þar sem við endurnýtum kaffikorg sem við fáum á kaffihúsum í Reykjavík, þurrkum hann og blöndum við olíur, þara og salt og er útkoman algjört dúndur,“ segir Rakel og bætir við að saltið sem þær fá sé íslenskt og ekki hægt að nýta til matar þar sem magnesíuminnihald þess er of hátt og því fullkomið í húðvörur. Rakel og Elva eru báðar mjög umhverfisvænar, og eru umhverfismál þeim ofarlega í huga þegar kemur að þróun snyrtivaranna. „Það er afar mikilvægt fyrir okkur að allt það sem er í vörunum okkar geti skilað sér í gegnum niðurfallið aftur út í sjó án þess að skaða nokkuð, hvorki húð okkar né sjóinn. Mikið af vörum sem eru á markaði í dag er stútfullt af eiturefnum sem eru skaðleg heilsu okkar, húð og ekki síst umhverfinu eins og sjónum,“ segir Rakel og bendir á að margar nothæfar snyrtivörur megi finna í eldhúsinu á flestum heimilum og því alls ekki þörf fyrir allar þær kemísku vörur sem eru á markaðnum í dag. En hvernig datt ykkur í hug að nota kaffikorg?Elva Björk Barkardóttir og Rakel Garðarsdóttir.Þetta byrjaði allt þegar við Rakel sátum á kaffihúsi og vorum að velta því fyrir okkur hversu mikið af kaffikorg er hent eftir að vera nýttur í einn kaffibolla. Kaffi sem er flutt yfir hálfan hnöttinn. Eitt leiddi af öðru og við byrjuðum að upphugsa leiðir til þess að nýta korginn. Við fórum fljótlega að gera tilraunir í eldhúsi Matís, þar sem við þróuðum vöruna og ekki leiða löngu þar til við fundum hina fullkomnu blöndu fyrir líkamsskrúbb sem endurnærði húðina og gerði hana silkimjúka og ljómandi,“ segir Elva Björk „Kaffið er líka enn stútfullt af næringarefnum sem dekra við húðina, en það þykir einstaklega gott til að vekja húðina og vinna á kvillum eins og appelsínuhúð,“ bætir Rakel við. Sem stendur eru fleiri vörur frá Verandi á leið á markað bæði hérlendis og erlendis svo sem hárvörur eins og sjampó og næring, handsápur, andlitsmaski og fleira. „Við erum á fullu í þróun á nýjum vörum, og með okkur í teymi er grafíski hönnuðurinn Egill Þórðarson. Allar vörurnar verða byggðar á sama lögmáli þar sem við notum hreint íslenskt hráefni. Það er nefnilega í höndum okkar einstaklinganna að hjálpast að, að huga betur að umhverfi okkar og jörðinni,“ segir Rakel.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. nóvember. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
„Verandi er snyrtivörulína stofnuð út frá Vakandi, en það eru samtök sem berjast fyrir vitundarvakningu um sóun og þá helst matarsóun. Hugsjónin á bak við Verandi er að endurnýta hráefni sem myndi annars vera hent,“ segir Rakel Garðarsdóttir, spurð út í nýja snyrtivörulínu sem hún og Elva Björk Barkardóttur, lögfræðingur og ein af stofnendum Litlu gulu hænunnar, fyrirtæki sem framleiðir velferðarkjúkling, eru að koma með á markaðinn. Um er að ræða líkamsskrúbb sem búinn er til úr kaffi, sem tilvalið er að endurnýja. Oftar en ekki er kaffikorgnum hent beint í ruslið þar sem hann endar í landfyllingu, sem er að öllu leyti mjög óumhverfisvænt. „Fyrsta varan í snyrtivörulínunni Verandi er kaffiskrúbbur, þar sem við endurnýtum kaffikorg sem við fáum á kaffihúsum í Reykjavík, þurrkum hann og blöndum við olíur, þara og salt og er útkoman algjört dúndur,“ segir Rakel og bætir við að saltið sem þær fá sé íslenskt og ekki hægt að nýta til matar þar sem magnesíuminnihald þess er of hátt og því fullkomið í húðvörur. Rakel og Elva eru báðar mjög umhverfisvænar, og eru umhverfismál þeim ofarlega í huga þegar kemur að þróun snyrtivaranna. „Það er afar mikilvægt fyrir okkur að allt það sem er í vörunum okkar geti skilað sér í gegnum niðurfallið aftur út í sjó án þess að skaða nokkuð, hvorki húð okkar né sjóinn. Mikið af vörum sem eru á markaði í dag er stútfullt af eiturefnum sem eru skaðleg heilsu okkar, húð og ekki síst umhverfinu eins og sjónum,“ segir Rakel og bendir á að margar nothæfar snyrtivörur megi finna í eldhúsinu á flestum heimilum og því alls ekki þörf fyrir allar þær kemísku vörur sem eru á markaðnum í dag. En hvernig datt ykkur í hug að nota kaffikorg?Elva Björk Barkardóttir og Rakel Garðarsdóttir.Þetta byrjaði allt þegar við Rakel sátum á kaffihúsi og vorum að velta því fyrir okkur hversu mikið af kaffikorg er hent eftir að vera nýttur í einn kaffibolla. Kaffi sem er flutt yfir hálfan hnöttinn. Eitt leiddi af öðru og við byrjuðum að upphugsa leiðir til þess að nýta korginn. Við fórum fljótlega að gera tilraunir í eldhúsi Matís, þar sem við þróuðum vöruna og ekki leiða löngu þar til við fundum hina fullkomnu blöndu fyrir líkamsskrúbb sem endurnærði húðina og gerði hana silkimjúka og ljómandi,“ segir Elva Björk „Kaffið er líka enn stútfullt af næringarefnum sem dekra við húðina, en það þykir einstaklega gott til að vekja húðina og vinna á kvillum eins og appelsínuhúð,“ bætir Rakel við. Sem stendur eru fleiri vörur frá Verandi á leið á markað bæði hérlendis og erlendis svo sem hárvörur eins og sjampó og næring, handsápur, andlitsmaski og fleira. „Við erum á fullu í þróun á nýjum vörum, og með okkur í teymi er grafíski hönnuðurinn Egill Þórðarson. Allar vörurnar verða byggðar á sama lögmáli þar sem við notum hreint íslenskt hráefni. Það er nefnilega í höndum okkar einstaklinganna að hjálpast að, að huga betur að umhverfi okkar og jörðinni,“ segir Rakel.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. nóvember.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira