Dögum saman á bráðamóttöku Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Yfirlæknir á bráðamóttökunni í Fossvogi segir ástandið hafa versnað í vikunni því erfiðlega gangi að koma fólki af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. vísir/Anton Brink „Ég hef séð það verra en ég hef líka séð það betra,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Mikið álag er á Landspítala þessa dagana og sendu stjórnendur spítalans, að höfðu samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, út tilkynningu í gær til að minna fólk á móttökur heilsugæslunnar sem og Læknavaktina. Jón Magnús segir að undanfarna daga hafi ástandið versnað smám saman og fleiri og fleiri sjúklingar ekki komist til innlagnar af bráðadeildinni á þær deildir sem þeir þyrftu. Þetta hefur gert það að verkum að sjúklingar hafa dvalið á bráðamóttökunni tímunum saman. Sumir hafa verið þar yfir sjötíu klukkutíma, eða hátt í fjóra sólarhringa. Á sama tíma hefur verið mikil aðsókn á bráðamóttökuna sem hefur gert það að verkum að þar eru mikil þrengsli. Jón Magnús segir þetta sérstaklega vont fyrir sjúklingana.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.vísir/anton„Starfsemi bráðamóttökunnar er þannig að það er ónæði allan sólarhringinn. Þú nærð illa að hvílast ef þú ert á bráðamóttöku. Það eru mörg rúm sem eru í gluggalausum herbergjum þannig að fólk fær ekki að njóta dagsbirtu,“ segir Jón Magnús. Yfirlæknirinn bætir við að starfsfólk deildarinnar sé sérhæft til bráðamóttökuvinnu og gríðarlega fært í því. „En það hefur kannski ekki sérhæfinguna til þess að sinna innlögðum sjúklingum. Þannig að í heildina er þetta neikvætt fyrir sjúklingana,“ segir hann. Jón Magnús segir að í gærmorgun hafi bráðavaktin verið með 24 sjúklinga á bráðamóttökunni sem biðu eftir innlögn. „Það þýðir það að við erum bara með átta rúm laus til þess að sinna fólki sem kemur með bráð vandamál. Við getum ekki veitt þá þjónustu sem við viljum á bráðamóttökunni sem aftur fólk finnur fyrir með auknum biðtíma,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús segir að spítalinn vilji að allir geti farið í forflokkun og einkenni þeirra séu skoðuð. Fólk með alvarlegan og bráðan vanda fái strax aðstoð. „Þeir sem eru með minni bráðan vanda geta lent í langri bið og í sumum tilfellum gætu þeir fengið fljótari og jafn góða þjónustu á heilsugæslunni og á læknavaktinni,“ segir Jón Magnús. Vandinn sé sá að það geti verið erfitt að vita hvort einkennin sem fók fær séu mjög bráð eða ekki. „Þannig að við höfum ekki viljað beina fólki frá því að leita til okkar í þetta fyrsta mat, þessa forgangsröðun. En sumir sem koma til okkar og reynast ekki vera með mjög bráð veikindi gætu fengið þær ráðleggingar frá okkur að leita frekar á heilsugæslu eftir það mat,“ segir Jón Magnús. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
„Ég hef séð það verra en ég hef líka séð það betra,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Mikið álag er á Landspítala þessa dagana og sendu stjórnendur spítalans, að höfðu samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, út tilkynningu í gær til að minna fólk á móttökur heilsugæslunnar sem og Læknavaktina. Jón Magnús segir að undanfarna daga hafi ástandið versnað smám saman og fleiri og fleiri sjúklingar ekki komist til innlagnar af bráðadeildinni á þær deildir sem þeir þyrftu. Þetta hefur gert það að verkum að sjúklingar hafa dvalið á bráðamóttökunni tímunum saman. Sumir hafa verið þar yfir sjötíu klukkutíma, eða hátt í fjóra sólarhringa. Á sama tíma hefur verið mikil aðsókn á bráðamóttökuna sem hefur gert það að verkum að þar eru mikil þrengsli. Jón Magnús segir þetta sérstaklega vont fyrir sjúklingana.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.vísir/anton„Starfsemi bráðamóttökunnar er þannig að það er ónæði allan sólarhringinn. Þú nærð illa að hvílast ef þú ert á bráðamóttöku. Það eru mörg rúm sem eru í gluggalausum herbergjum þannig að fólk fær ekki að njóta dagsbirtu,“ segir Jón Magnús. Yfirlæknirinn bætir við að starfsfólk deildarinnar sé sérhæft til bráðamóttökuvinnu og gríðarlega fært í því. „En það hefur kannski ekki sérhæfinguna til þess að sinna innlögðum sjúklingum. Þannig að í heildina er þetta neikvætt fyrir sjúklingana,“ segir hann. Jón Magnús segir að í gærmorgun hafi bráðavaktin verið með 24 sjúklinga á bráðamóttökunni sem biðu eftir innlögn. „Það þýðir það að við erum bara með átta rúm laus til þess að sinna fólki sem kemur með bráð vandamál. Við getum ekki veitt þá þjónustu sem við viljum á bráðamóttökunni sem aftur fólk finnur fyrir með auknum biðtíma,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús segir að spítalinn vilji að allir geti farið í forflokkun og einkenni þeirra séu skoðuð. Fólk með alvarlegan og bráðan vanda fái strax aðstoð. „Þeir sem eru með minni bráðan vanda geta lent í langri bið og í sumum tilfellum gætu þeir fengið fljótari og jafn góða þjónustu á heilsugæslunni og á læknavaktinni,“ segir Jón Magnús. Vandinn sé sá að það geti verið erfitt að vita hvort einkennin sem fók fær séu mjög bráð eða ekki. „Þannig að við höfum ekki viljað beina fólki frá því að leita til okkar í þetta fyrsta mat, þessa forgangsröðun. En sumir sem koma til okkar og reynast ekki vera með mjög bráð veikindi gætu fengið þær ráðleggingar frá okkur að leita frekar á heilsugæslu eftir það mat,“ segir Jón Magnús. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira