Viktoría ástfangin á aðventu en ekki af Svölu heldur Sóla Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 13:03 Ástin eins og hún birtist í Séð og heyrt er farin að minna á ævintýralegustu sápuóperu þar sem allt getur gerst. Ritstjórinn Ásta lætur sér hvergi bregða. Á forsíðu nýjasta tölublaðs Séð og heyrt er fjallað um ást á aðventu. Samsett mynd er af þeim Viktoríu Hermannsdóttur fréttakonu og Svölu Ólafsdóttur sem er dósent við lagadeild í HR. „Viktoría Hermannsdóttir og Svala Ólafsdóttir hafa fundið hamingjuna: ÁST Á AÐVENTU“Hefur aldrei hitt SvöluÞegar blaðamaður óskaði Viktoríu til hamingju nú fyrir stundu var hún ekki eins sæl og þessi frétt gefur tilefni til að ætla. Reyndar bara alls ekki. Ertu þá ekkert ástfangin á aðventu? „Ekki af Svölu. Við erum allavega ekki ástfangnar af hvor annarri. Ég held ég hafi aldrei hitt Svölu, en mögulega einhvern tímann tekið símaviðtal við hana,“ segir Viktoría sem veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. „Þessi villandi fyrirsögn kom mér því alveg í opna skjöldu þegar ég fékk senda mynd af þessari forsíðu í morgun. Það er greinilegt að Séð og heyrt þarf að teygja sig ansi langt til þess að selja blaðið þessa dagana.“Fólk getur bara keypt blaðið og flett þvíVið nánari athugun kemur í ljós að inni í blaðinu er fjallað um ástina á aðventunni og þar er greint frá því að Viktoría er í sambandi við Sóla Hólm útvarpsmann og Svala hefur fundið ástina í örmum Grétars Örvarssonar tónlistarmanns. Þar kemur reyndar fram að Sóli hafi beðið Viktoríu, en það mun á misskilningi byggt, samkvæmt heimildum Vísis.Ef að er gáð kemur á daginn að Viktoría og Svala hafa ekki fundið hamingjuna saman heldur sitt í hvoru lagi.Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt lítur þetta allt öðrum augum. „Ef þú flettir blaðinu fer ekkert á milli mála um hvað þetta snýst. Það stendur hvergi framan á blaðinu að þær séu saman, sem þær eru sannarlega ekki. Ef fólk sér mynd af tveimur konum saman og talað er um ást, þá er það þeirra að túlka sem svo að þær séu saman. Fólk getur bara flett blaðinu. Ég ræð því ekki hvernig fólk les hlutina og túlkar. Það er algjörlega hvers og eins. Algjörlega augljóst... fólk verður bara að kaupa blaðið og komast að því hvers kyns er.“Telur sig ekki vera að selja blaðið á fölskum forsendumAðspurð telur Ásta það af og frá að hún sé að selja blaðið með villandi hætti -- hún vill alls ekki kannast við einbeittan brotavilja í þá átt. „Það tel ég ekki vera. Ef ég hefði sagt að þær væru saman þá væri það svo.“En, ertu ekki að gefa það í skyn að svona sé þetta í pottinn búið? „Nei, það finnst mér ekki vera. Viktoría og Svala hafa fundið hamingjuna. Með hverjum? Það er ekki tekið fram. Ekkert þarna.“ Ásta Hrafnhildur segist hafa fengið fyrirspurnir vegna málsins en hún biður viðkomandi þá um að senda sér tölvupóst. Og kveður blaðamann Vísis með orðunum: „Þar til í næstu viku.“ Séð og heyrt er umdeilt tímarit en nýverið greindi Vísir frá gremju Kristins Hrafnssonar í garð Ástu en þá var það kynnt á forsíðu að Wikileaksmaðurinn væri orðinn einhleypur, nokkuð sem Kristinn kannaðist ekkert við. Tengdar fréttir Kristinn Hrafnsson sakar Séð og heyrt um aumustu lágkúru Wikileaks-maðurinn er lang í frá kátur með það að Séð og heyrt hafi óvænt gert sig einhleypan á síðustu forsíðu. 10. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Á forsíðu nýjasta tölublaðs Séð og heyrt er fjallað um ást á aðventu. Samsett mynd er af þeim Viktoríu Hermannsdóttur fréttakonu og Svölu Ólafsdóttur sem er dósent við lagadeild í HR. „Viktoría Hermannsdóttir og Svala Ólafsdóttir hafa fundið hamingjuna: ÁST Á AÐVENTU“Hefur aldrei hitt SvöluÞegar blaðamaður óskaði Viktoríu til hamingju nú fyrir stundu var hún ekki eins sæl og þessi frétt gefur tilefni til að ætla. Reyndar bara alls ekki. Ertu þá ekkert ástfangin á aðventu? „Ekki af Svölu. Við erum allavega ekki ástfangnar af hvor annarri. Ég held ég hafi aldrei hitt Svölu, en mögulega einhvern tímann tekið símaviðtal við hana,“ segir Viktoría sem veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. „Þessi villandi fyrirsögn kom mér því alveg í opna skjöldu þegar ég fékk senda mynd af þessari forsíðu í morgun. Það er greinilegt að Séð og heyrt þarf að teygja sig ansi langt til þess að selja blaðið þessa dagana.“Fólk getur bara keypt blaðið og flett þvíVið nánari athugun kemur í ljós að inni í blaðinu er fjallað um ástina á aðventunni og þar er greint frá því að Viktoría er í sambandi við Sóla Hólm útvarpsmann og Svala hefur fundið ástina í örmum Grétars Örvarssonar tónlistarmanns. Þar kemur reyndar fram að Sóli hafi beðið Viktoríu, en það mun á misskilningi byggt, samkvæmt heimildum Vísis.Ef að er gáð kemur á daginn að Viktoría og Svala hafa ekki fundið hamingjuna saman heldur sitt í hvoru lagi.Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt lítur þetta allt öðrum augum. „Ef þú flettir blaðinu fer ekkert á milli mála um hvað þetta snýst. Það stendur hvergi framan á blaðinu að þær séu saman, sem þær eru sannarlega ekki. Ef fólk sér mynd af tveimur konum saman og talað er um ást, þá er það þeirra að túlka sem svo að þær séu saman. Fólk getur bara flett blaðinu. Ég ræð því ekki hvernig fólk les hlutina og túlkar. Það er algjörlega hvers og eins. Algjörlega augljóst... fólk verður bara að kaupa blaðið og komast að því hvers kyns er.“Telur sig ekki vera að selja blaðið á fölskum forsendumAðspurð telur Ásta það af og frá að hún sé að selja blaðið með villandi hætti -- hún vill alls ekki kannast við einbeittan brotavilja í þá átt. „Það tel ég ekki vera. Ef ég hefði sagt að þær væru saman þá væri það svo.“En, ertu ekki að gefa það í skyn að svona sé þetta í pottinn búið? „Nei, það finnst mér ekki vera. Viktoría og Svala hafa fundið hamingjuna. Með hverjum? Það er ekki tekið fram. Ekkert þarna.“ Ásta Hrafnhildur segist hafa fengið fyrirspurnir vegna málsins en hún biður viðkomandi þá um að senda sér tölvupóst. Og kveður blaðamann Vísis með orðunum: „Þar til í næstu viku.“ Séð og heyrt er umdeilt tímarit en nýverið greindi Vísir frá gremju Kristins Hrafnssonar í garð Ástu en þá var það kynnt á forsíðu að Wikileaksmaðurinn væri orðinn einhleypur, nokkuð sem Kristinn kannaðist ekkert við.
Tengdar fréttir Kristinn Hrafnsson sakar Séð og heyrt um aumustu lágkúru Wikileaks-maðurinn er lang í frá kátur með það að Séð og heyrt hafi óvænt gert sig einhleypan á síðustu forsíðu. 10. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Kristinn Hrafnsson sakar Séð og heyrt um aumustu lágkúru Wikileaks-maðurinn er lang í frá kátur með það að Séð og heyrt hafi óvænt gert sig einhleypan á síðustu forsíðu. 10. nóvember 2016 11:23