Pabbi var góður í skák Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 09:15 Sigurjóna heldur skákmótið heima hjá sér, stýrir því og teflir líka sjálf. Vísir/GVA „Við erum alltaf með skákmót hér heima fyrsta laugardag í nóvember í minningu föður míns, Björgvins Abels Márussonar. Þetta er í 16. skiptið og ber nú upp á 100 ára fæðingarafmæli hans,“ segir Sigurjóna Björgvinsdóttir kennari og heldur áfram: „Pabbi var fæddur norður í Fljótum í Skagafirði og bjó þar lengst af. Hann var góður skákmaður, hafði óhemju gaman af að tefla og kenndi okkur það öllum krökkunum. Mótið er bara fyrir afkomendur hans og það hefur þróast skemmtilega.“ Sigurjóna segir þau systkinin hafa verið átta en einn bróðir sé látinn og ein systirin komi aldrei á skákmótið. „Við hin erum nokkuð virk í þessu móti og afkomendurnir líka. Ég tók fljótlega upp á því að hafa viðurkenningarskjal fyrir yngsta keppandann til að laða börnin að og þau halda áfram að mæta þannig að það er margt ungt fólk sem teflir með okkur hinum sem eldri erum.“ Von er á þrjátíu og fimm til fjörutíu manns og reiknar Sigurjóna með 20 til 25 að. Ekki veit hún hversu gamall yngsti keppandinn verður núna. „Ég veit aldrei fyrir víst hverjir koma. Það hefur alltaf verið nýr á hverju ári sem hefur fengið skjalið, því börnin eru mörg. Þeim finnst þetta gaman. Þau hitta líka frændfólk sitt,“ segir hún og kveðst hafa nóg borðpláss. „Ég fæ lánuð skákborð í Breiðholtsskóla sem ég kenni í, svo dreifum við okkur út um allt.“ Kaffi, kleinur og rúgbrauð eru hefðbundnar veitingar hjá Sigurjónu við þetta tilefni. Auk þess kemur mágkona hennar alltaf með pulsuhorn og af því að um aldarafmæli er að ræða nú ætlar hún að baka marengstertu. „Ég ákvað strax í upphafi að veitingarnar mættu aldrei verða aðalatriði og hef haldið í að hafa þær fábrotnar,“ segir Sigurjóna sem teflir sjálf á mótinu auk þess að stjórna því. „Við teflum sex umferðir og þetta er dálítið kerfi, því um alvörumót er að ræða,“ segir stjórnandinn. Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
„Við erum alltaf með skákmót hér heima fyrsta laugardag í nóvember í minningu föður míns, Björgvins Abels Márussonar. Þetta er í 16. skiptið og ber nú upp á 100 ára fæðingarafmæli hans,“ segir Sigurjóna Björgvinsdóttir kennari og heldur áfram: „Pabbi var fæddur norður í Fljótum í Skagafirði og bjó þar lengst af. Hann var góður skákmaður, hafði óhemju gaman af að tefla og kenndi okkur það öllum krökkunum. Mótið er bara fyrir afkomendur hans og það hefur þróast skemmtilega.“ Sigurjóna segir þau systkinin hafa verið átta en einn bróðir sé látinn og ein systirin komi aldrei á skákmótið. „Við hin erum nokkuð virk í þessu móti og afkomendurnir líka. Ég tók fljótlega upp á því að hafa viðurkenningarskjal fyrir yngsta keppandann til að laða börnin að og þau halda áfram að mæta þannig að það er margt ungt fólk sem teflir með okkur hinum sem eldri erum.“ Von er á þrjátíu og fimm til fjörutíu manns og reiknar Sigurjóna með 20 til 25 að. Ekki veit hún hversu gamall yngsti keppandinn verður núna. „Ég veit aldrei fyrir víst hverjir koma. Það hefur alltaf verið nýr á hverju ári sem hefur fengið skjalið, því börnin eru mörg. Þeim finnst þetta gaman. Þau hitta líka frændfólk sitt,“ segir hún og kveðst hafa nóg borðpláss. „Ég fæ lánuð skákborð í Breiðholtsskóla sem ég kenni í, svo dreifum við okkur út um allt.“ Kaffi, kleinur og rúgbrauð eru hefðbundnar veitingar hjá Sigurjónu við þetta tilefni. Auk þess kemur mágkona hennar alltaf með pulsuhorn og af því að um aldarafmæli er að ræða nú ætlar hún að baka marengstertu. „Ég ákvað strax í upphafi að veitingarnar mættu aldrei verða aðalatriði og hef haldið í að hafa þær fábrotnar,“ segir Sigurjóna sem teflir sjálf á mótinu auk þess að stjórna því. „Við teflum sex umferðir og þetta er dálítið kerfi, því um alvörumót er að ræða,“ segir stjórnandinn.
Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira