Leiðtogarnir slaka á eftir baráttuna: Bjarni konditor, sveitin og hljómsveitaræfingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 13:12 Það er misjafnt hvað leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem náðu sæti á þing ætla að gera til að slaka á eftir strembna og snarpa kosningabaráttu. Leiðtogarnir mættu í viðtal til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2, í hádegisfréttum. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra fer á fund Forseta seinna í dag og biður lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Hann segist þó vilja komast eitthvað heim í sveitina. „Ætli ég reyni ekki að skjótast austur,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann segist vilja komast í hesthús og labba um í náttúrunni. „Það eru verkefni framundan og við þurfum að starfa sem starfstjórn. Svo er verkefni að koma saman ríkisstjórn sem fyrst.“ Björn Leví Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður og fulltrúi Pírata í þættinum, virtist hafa lítinn tíma til að slaka á. „Frítíma?“ sagði hann hvumsi við fyrirspurn Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2. „Það verður nóg að gera,“ sagði Björn en stjórnarmyndunarviðræður virtust vera honum ofarlega í huga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálftæðisflokksins, við kökuskreytingar.SjálfstæðisflokkurinnBjarni konditorÞví næst spurði Heimir Már hvað Bjarni Benediktsson hygðist gera. „Þú ert nú þekktur fyrir kökubakstur,“ sagði Heimir. „Ég hef verið að segja við menn að þetta hafi gengið of langt. Ég er meiri kökuskreytingamaður,“ svaraði Bjarni „Já svona konditor“ skaut Heimir þá inn í og vakti lukku viðstaddra. „Þú losnar aldrei við þetta, Bjarni kondítor!“ sagði Katrin Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Kökuskreytingar virðast þó ekki vera á dagskrá Bjarna í dag, en hann sagðist stefna á að taka til í bílskúrnum heima hjá sér. Sjálf sagðist Katrín hlakka mest til að hitta syni sína. „Þeim fannst árangurinn ekki nógu góður. Þeim fannst ég eiga að fá milljón atkvæði miðað við hvað ég er búin að vera mikið í burtu,“ sagði Katrín.Fjölskylduboð og hljómsveitaræfingar Benedikt Jóhannesson sagðist myndu fagna góðum árangri með fjölskyldu sinni og spurði Bjarni þá hvort stórfjölskyldunni yrði boðið, en þeir Benedikt eru frændur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar hafði frumlegustu áformin. Hann ætli fyrst að hitta félaga sína í þingflokki Bjartrar Framtíðar, en svo fer hann á fullt í hljómsveitaræfingum. „Það er búið að bóka svolítið af tónleikum. Airwaves er í næstu viku þannig að ég er líklega á leið á rokkæfingu í kvöld,“ sagði Óttarr. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Það er misjafnt hvað leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem náðu sæti á þing ætla að gera til að slaka á eftir strembna og snarpa kosningabaráttu. Leiðtogarnir mættu í viðtal til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2, í hádegisfréttum. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra fer á fund Forseta seinna í dag og biður lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Hann segist þó vilja komast eitthvað heim í sveitina. „Ætli ég reyni ekki að skjótast austur,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann segist vilja komast í hesthús og labba um í náttúrunni. „Það eru verkefni framundan og við þurfum að starfa sem starfstjórn. Svo er verkefni að koma saman ríkisstjórn sem fyrst.“ Björn Leví Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður og fulltrúi Pírata í þættinum, virtist hafa lítinn tíma til að slaka á. „Frítíma?“ sagði hann hvumsi við fyrirspurn Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2. „Það verður nóg að gera,“ sagði Björn en stjórnarmyndunarviðræður virtust vera honum ofarlega í huga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálftæðisflokksins, við kökuskreytingar.SjálfstæðisflokkurinnBjarni konditorÞví næst spurði Heimir Már hvað Bjarni Benediktsson hygðist gera. „Þú ert nú þekktur fyrir kökubakstur,“ sagði Heimir. „Ég hef verið að segja við menn að þetta hafi gengið of langt. Ég er meiri kökuskreytingamaður,“ svaraði Bjarni „Já svona konditor“ skaut Heimir þá inn í og vakti lukku viðstaddra. „Þú losnar aldrei við þetta, Bjarni kondítor!“ sagði Katrin Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Kökuskreytingar virðast þó ekki vera á dagskrá Bjarna í dag, en hann sagðist stefna á að taka til í bílskúrnum heima hjá sér. Sjálf sagðist Katrín hlakka mest til að hitta syni sína. „Þeim fannst árangurinn ekki nógu góður. Þeim fannst ég eiga að fá milljón atkvæði miðað við hvað ég er búin að vera mikið í burtu,“ sagði Katrín.Fjölskylduboð og hljómsveitaræfingar Benedikt Jóhannesson sagðist myndu fagna góðum árangri með fjölskyldu sinni og spurði Bjarni þá hvort stórfjölskyldunni yrði boðið, en þeir Benedikt eru frændur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar hafði frumlegustu áformin. Hann ætli fyrst að hitta félaga sína í þingflokki Bjartrar Framtíðar, en svo fer hann á fullt í hljómsveitaræfingum. „Það er búið að bóka svolítið af tónleikum. Airwaves er í næstu viku þannig að ég er líklega á leið á rokkæfingu í kvöld,“ sagði Óttarr.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira